Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kýpur 84-62 | Sannfærandi í seinni hálfleik í Höllinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2016 21:45 Hlynur Bæringsson sækir að körfu Kýpverja. Hann var besti maður vallarins í kvöld. vísir/anton Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í körfubolta unnu sannfærandi sigur á Kýpverjum 84-62 í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöll í kvöld. Okkar menn voru allan fyrri hálfleikinn að hita upp en rúlluðu svo yfir gestina í síðari hálfleik þegar hlutirnir fóru að ganga upp. Hittni Kýpverja fyrir utan þriggja stiga línuna hélt þeim inni í leiknum framan af en frábær varnarleikur okkar manna í þriðja leikhluta, og sóknin sömuleiðis, breytti öllu til hins betra. Ísland hefur nú sigraði í þremur leikjum af fimm í undankeppninni. Sigurinn þýðir að okkar menn eiga góða möguleika á að komast í úrslitakeppni EM næsta sumar sem eitt af liðunum í öðru sæti riðils með bestan árangur. Belgar eru búnir að vinna riðilinn en með sigri á Belgum ætti Ísland að komast áfram í öðru sæti. Riðlarnir eru sjö og komast efstu liðin í riðlunum beint á EM auk þeirra fjögurra sem eru með bestan árangur í öðru sæti. Í þeim samanburði eru ekki tekin með úrslit gegn liðinu sem hafnar í neðsta sæti riðilsins þar sem nokkrir riðlar eru bara með þremur liðum. Best væri fyrir íslenska liðið að Kýpur sigraði Sviss í hinum leik riðilsins á laugardag því þá væri Ísland með þrjá sigra í öðru sæti takist liðinu að vinna sigur á Belgum. Sigri Svisslendingar Kýpur og Íslendingar tapa gegn Belgum þá er vonin lítil. Stigin dreifðust nokkuð jafnt hjá okkar mönnum í dag. Hlynur Bæringsson skoraði átján stig og tók níu fráköst í sínum 102. landsleik. Kristófer Acox átti sömuleiðis mjög góðan leik með tíu stig og flotta frammistöðu í frákastabaráttunni, þrjú sóknar- og fjögur varnarfráköst. Þá var Haukur Helgi Pálsson með 15 stig og sex fráköst. Um sextán hundruð manns mættu í Höllina í kvöld þar sem „Ég er kominn heim“ hljómaði fyrir leik og áhorfendur minntu á sig með víkingaklappinu. Stemningin var góð og náði hápunkti þegar Kristófer Acox tróð með tilþrifum seint í fyrri hálfleiknum. Greinilegt er að Kristófer er í miklu uppáhaldi meðal stuðningsmanna sem fögnuðu vel í hvert skipti sem hann fór inná, útaf eða sýndi flott tilþrif á vellinum. Fagnaðarefni er að Haukur Helgi og Jón Arnór Stefánsson spiluðu báðir um 25 mínútur en heilsa þeirra var áhyggjuefni í aðdraganda leiksins. Þeir ættu að geta verið klárir í leikinn á laugardaginn. Ástæða er til að hvetja landsmenn til að fjárfesta tímanlega í miða á leikinn gegn Belgum á laugardaginn. Hann hefst klukkan 16 og góðar líkur á að það verði uppselt.Hlynur Bærings: Fannst þeir ekki í rosalega góðu formi Hlynur Bæringsson spilaði sinn 102. landsleik í 84-62 sigri á Kýpverjum fyrir framan 1600 manns í Laugardalshöll í kvöld. Hann var besti maður vallarins með 18 stig og níu fráköst. Leikur liðsins gekk ekki vel framan af en okkar menn leiddu þó í hálleik 42-36. „Við spiluðum mjög vel í þriðja leikhluta og fram í lok fjórða. Við erum svo óvanir því, margir hverjir á ferlinum, að vera fyrir fram líklegri. En það reddaðist í seinni hálfleiknum,“ sagði Hlynur. Leikmenn skiptu mínútunum nokkuð vel á milli sín í leiknum í kvöld.Frábær hittni „„Við fengum mikið af bekknum í dag,“ sagði Hlynur. „Við náðum að keyra upp leikinn sem var ástæðan fyrir því að þeir urðu bara þreyttir í seinni hálfleik. Mér fannst þeir ekkert í rosalega góðu formi.“ Hlynur hefur verið að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna í undankeppninni en vítanýtingin verið verri, reyndar þangað til í kvöld. Sumir hafa haft á orði að Hlynur væri orðinn hittnari fyrir utan þriggja stiga. „Það er bara alveg rétt, þessa dagana. Það er yfirleitt ekki þannig en í þessari keppni hefur það verið þannig. Eigum við ekki heldur að reyna að halda hinu við og bæta vítin,“ sagði Hlynur sem setti sjö af níu vítum, fimm af sex í málningunni og tvö af þremur þriggja stiga skotum sínum. Nýtingin verður ekki mikið betri.Ætlar í 200 landsleiki Guðmundur Bragason afhenti Hlynur gullúr frá KKÍ fyrir leik í tilefni þess að Hlynur rauf 100 landsleikja múrinn. Guðmundur spilaði 169 landsleik þannig að nú munar 67 landsleikjum en Hlynur er á 34. aldursári. Getur hann náð Guðmundi? „Eiginlega eina spurningin er hvort ég nái 200 eða ekki. Ég held ég eigi eftir að eiga alveg stórleik í 200. landsleiknum. Mig grunar það.“ Hlynur þakkaði áhorfendum frábæran stuðning í kvöld og sagði það virkilega gaman að stemning á leikjum liðsins virðist vera orðin að reglu. Okkar menn mæta Belgum í Höllinni klukkan 16 á laugardaginn.Kristófer Acox fór á kostum með íslenska liðinu í kvöld.vísir/Anton brinkKristófer: „Ég tala alltaf um að vera skrímsli“ Kristófer Acox heillaði áhorfendur í Laugardalshöllinni í kvöld með flottri frammistöðu í 84-62 sigri á Kýpverjum. Kristófer var heilt yfir sáttur með eigin leik og liðsins í heild þar sem margir lögðu hönd á plóg. Kristófer vekur jafnan athygli fyrir mikla baráttu og jafnvel læti á gólifnu sem virtist fara vel í áhorfendur í Höllinni í kvöld. „Ég tala alltaf um að vera brjálaður, að vera skrímsli. Ég reyni eins og ég get að vera það,“ sagði Kristófer. Hann segist ekki spá mikið í fagnaðarlátum fólksins í stúkunni en elski að spila fyrir fólkið sitt. Kristófer gaf ekki kost á sér fyrir lokakeppnina í Berlín sumarið 2015 þar sem skólinn hans í Bandaríkjunum gaf ekki leyfi. Það hefur væntanlega verið grátlegt að missa af því ævintýri. „Ég var bara að fylgjast með þessu í skólanum í tíma. Það er gaman að fá að taka þátt í svona alvöru verkefni núna og við verðum bara að fara alla leið.“ Kristófer, sem er uppalinn KR-ingur, hefur verið í háskólaboltanum vestanhafs í þrjú ár. Hann segir andann í íslenska liðinu mjög góðan. „Ég held að þetta sé besti hópur sem ég hef verið með. Við tengjum allir mjög vel saman og eins og við höfum þekkt hvern annan í mörg ár.“ Möguleikarnir á móti Belgum séu mjög góðir. „Við töpuðum fyrir þeim úti svolítið stórt en munurinn er ekki svo mikill á liðinu. Ef við fáum góða stemningu og íslenska brjálæðið þá eigum við góðan séns.“Tweets by @Visirkarfa1 vísir/antonvísir/antonvísir/ernirvísir/anton EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Sjá meira
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í körfubolta unnu sannfærandi sigur á Kýpverjum 84-62 í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöll í kvöld. Okkar menn voru allan fyrri hálfleikinn að hita upp en rúlluðu svo yfir gestina í síðari hálfleik þegar hlutirnir fóru að ganga upp. Hittni Kýpverja fyrir utan þriggja stiga línuna hélt þeim inni í leiknum framan af en frábær varnarleikur okkar manna í þriðja leikhluta, og sóknin sömuleiðis, breytti öllu til hins betra. Ísland hefur nú sigraði í þremur leikjum af fimm í undankeppninni. Sigurinn þýðir að okkar menn eiga góða möguleika á að komast í úrslitakeppni EM næsta sumar sem eitt af liðunum í öðru sæti riðils með bestan árangur. Belgar eru búnir að vinna riðilinn en með sigri á Belgum ætti Ísland að komast áfram í öðru sæti. Riðlarnir eru sjö og komast efstu liðin í riðlunum beint á EM auk þeirra fjögurra sem eru með bestan árangur í öðru sæti. Í þeim samanburði eru ekki tekin með úrslit gegn liðinu sem hafnar í neðsta sæti riðilsins þar sem nokkrir riðlar eru bara með þremur liðum. Best væri fyrir íslenska liðið að Kýpur sigraði Sviss í hinum leik riðilsins á laugardag því þá væri Ísland með þrjá sigra í öðru sæti takist liðinu að vinna sigur á Belgum. Sigri Svisslendingar Kýpur og Íslendingar tapa gegn Belgum þá er vonin lítil. Stigin dreifðust nokkuð jafnt hjá okkar mönnum í dag. Hlynur Bæringsson skoraði átján stig og tók níu fráköst í sínum 102. landsleik. Kristófer Acox átti sömuleiðis mjög góðan leik með tíu stig og flotta frammistöðu í frákastabaráttunni, þrjú sóknar- og fjögur varnarfráköst. Þá var Haukur Helgi Pálsson með 15 stig og sex fráköst. Um sextán hundruð manns mættu í Höllina í kvöld þar sem „Ég er kominn heim“ hljómaði fyrir leik og áhorfendur minntu á sig með víkingaklappinu. Stemningin var góð og náði hápunkti þegar Kristófer Acox tróð með tilþrifum seint í fyrri hálfleiknum. Greinilegt er að Kristófer er í miklu uppáhaldi meðal stuðningsmanna sem fögnuðu vel í hvert skipti sem hann fór inná, útaf eða sýndi flott tilþrif á vellinum. Fagnaðarefni er að Haukur Helgi og Jón Arnór Stefánsson spiluðu báðir um 25 mínútur en heilsa þeirra var áhyggjuefni í aðdraganda leiksins. Þeir ættu að geta verið klárir í leikinn á laugardaginn. Ástæða er til að hvetja landsmenn til að fjárfesta tímanlega í miða á leikinn gegn Belgum á laugardaginn. Hann hefst klukkan 16 og góðar líkur á að það verði uppselt.Hlynur Bærings: Fannst þeir ekki í rosalega góðu formi Hlynur Bæringsson spilaði sinn 102. landsleik í 84-62 sigri á Kýpverjum fyrir framan 1600 manns í Laugardalshöll í kvöld. Hann var besti maður vallarins með 18 stig og níu fráköst. Leikur liðsins gekk ekki vel framan af en okkar menn leiddu þó í hálleik 42-36. „Við spiluðum mjög vel í þriðja leikhluta og fram í lok fjórða. Við erum svo óvanir því, margir hverjir á ferlinum, að vera fyrir fram líklegri. En það reddaðist í seinni hálfleiknum,“ sagði Hlynur. Leikmenn skiptu mínútunum nokkuð vel á milli sín í leiknum í kvöld.Frábær hittni „„Við fengum mikið af bekknum í dag,“ sagði Hlynur. „Við náðum að keyra upp leikinn sem var ástæðan fyrir því að þeir urðu bara þreyttir í seinni hálfleik. Mér fannst þeir ekkert í rosalega góðu formi.“ Hlynur hefur verið að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna í undankeppninni en vítanýtingin verið verri, reyndar þangað til í kvöld. Sumir hafa haft á orði að Hlynur væri orðinn hittnari fyrir utan þriggja stiga. „Það er bara alveg rétt, þessa dagana. Það er yfirleitt ekki þannig en í þessari keppni hefur það verið þannig. Eigum við ekki heldur að reyna að halda hinu við og bæta vítin,“ sagði Hlynur sem setti sjö af níu vítum, fimm af sex í málningunni og tvö af þremur þriggja stiga skotum sínum. Nýtingin verður ekki mikið betri.Ætlar í 200 landsleiki Guðmundur Bragason afhenti Hlynur gullúr frá KKÍ fyrir leik í tilefni þess að Hlynur rauf 100 landsleikja múrinn. Guðmundur spilaði 169 landsleik þannig að nú munar 67 landsleikjum en Hlynur er á 34. aldursári. Getur hann náð Guðmundi? „Eiginlega eina spurningin er hvort ég nái 200 eða ekki. Ég held ég eigi eftir að eiga alveg stórleik í 200. landsleiknum. Mig grunar það.“ Hlynur þakkaði áhorfendum frábæran stuðning í kvöld og sagði það virkilega gaman að stemning á leikjum liðsins virðist vera orðin að reglu. Okkar menn mæta Belgum í Höllinni klukkan 16 á laugardaginn.Kristófer Acox fór á kostum með íslenska liðinu í kvöld.vísir/Anton brinkKristófer: „Ég tala alltaf um að vera skrímsli“ Kristófer Acox heillaði áhorfendur í Laugardalshöllinni í kvöld með flottri frammistöðu í 84-62 sigri á Kýpverjum. Kristófer var heilt yfir sáttur með eigin leik og liðsins í heild þar sem margir lögðu hönd á plóg. Kristófer vekur jafnan athygli fyrir mikla baráttu og jafnvel læti á gólifnu sem virtist fara vel í áhorfendur í Höllinni í kvöld. „Ég tala alltaf um að vera brjálaður, að vera skrímsli. Ég reyni eins og ég get að vera það,“ sagði Kristófer. Hann segist ekki spá mikið í fagnaðarlátum fólksins í stúkunni en elski að spila fyrir fólkið sitt. Kristófer gaf ekki kost á sér fyrir lokakeppnina í Berlín sumarið 2015 þar sem skólinn hans í Bandaríkjunum gaf ekki leyfi. Það hefur væntanlega verið grátlegt að missa af því ævintýri. „Ég var bara að fylgjast með þessu í skólanum í tíma. Það er gaman að fá að taka þátt í svona alvöru verkefni núna og við verðum bara að fara alla leið.“ Kristófer, sem er uppalinn KR-ingur, hefur verið í háskólaboltanum vestanhafs í þrjú ár. Hann segir andann í íslenska liðinu mjög góðan. „Ég held að þetta sé besti hópur sem ég hef verið með. Við tengjum allir mjög vel saman og eins og við höfum þekkt hvern annan í mörg ár.“ Möguleikarnir á móti Belgum séu mjög góðir. „Við töpuðum fyrir þeim úti svolítið stórt en munurinn er ekki svo mikill á liðinu. Ef við fáum góða stemningu og íslenska brjálæðið þá eigum við góðan séns.“Tweets by @Visirkarfa1 vísir/antonvísir/antonvísir/ernirvísir/anton
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Sjá meira