Sundgestum hefur fjölgað um yfir 40 þúsund á ári í Laugardalslaug Heiðar Lind Hansson skrifar 22. september 2016 07:00 Mest sóttu sundlaugar höfuðborgarsvæðisins Laugardalslaugin er vinsælasta sundlaugin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýjum aðsóknartölum frá sundlaugunum á höfuðborgarsvæðinu yfir fjölda sundgesta fyrstu átta mánuði þessa árs. Alls sóttu 544.089 Laugardalslaugina á tímabilinu, en um er að ræða 42% allra sundgesta sundlauga Reykjavíkurborgar. Sé tekið mið af heildaraðsókn á höfuðborgarsvæðinu, sem er yfir 2 milljónir, fóru um 23% þeirra í Laugardalslaugina. Næstvinsælasta sundlaugin á tímabilinu er Sundlaug Kópavogs, en þangað fór 283.051 í sund. Í þriðja sætinu er Lágafellslaug í Mosfellsbæ með 271.699 sundgesti og í því fjórða Versalalaug í Kópavogi með 234.034 gesti. Reykjavíkurlaugarnar Vesturbæjarlaug og Árbæjarlaug koma loks í fimmta og sjötta sæti. Hafa 207.266 komið í Vesturbæinn, en 180.286 í Árbæinn.Þegar tölur yfir sölu stakra sundmiða eru skoðaðar er Laugardalslaugin langefst, en alls keyptu 93.217 slíka miða í laugina á tímabilinu. Meginástæðan fyrir þessu er hversu margir erlendir ferðamenn sækja laugina. Að sögn Loga Sigurfinnssonar, forstöðumanns Laugardalslaugar, hefur heimsóknum þar fjölgað á undanförnum árum í takt við almenna fjölgun ferðamanna til landsins. „Í gegnum tíðina hafa útlendu ferðamennirnir verið að koma hingað í lok dagsferða, það er seinnipartinn og kvöldin. Sífellt fleiri eru þó að koma hingað á daginn,“ segir hann. Logi segir að heildaraðsókn í laugina hafi aukist nokkuð frá því í fyrra eða um tæp 43 þúsund. Sala á stökum miðum hefur aftur á móti dregist saman um tæp 10 þúsund, en verð þeirra var hækkað úr 650 krónum í 900 í nóvember í fyrra. „Eins og umræðan hefur heyrst hér hjá okkur eftir að staka gjaldið hækkaði þá áttaði fólk sig í rauninni á því hvað afsláttarkjörin eru góð,“ segir Logi og bendir á sala á afsláttarkortum hafi aukist, en verð þeirra stóð í stað þegar verð á stökum miðum hækkaði. Það skal tekið fram að aðsóknartölur í sundlaugar Hafnarfjarðar eru ekki inni í þessum útreikningi, en þær eru teknar saman í lok hvers árs.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Laugardalslaugin er vinsælasta sundlaugin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýjum aðsóknartölum frá sundlaugunum á höfuðborgarsvæðinu yfir fjölda sundgesta fyrstu átta mánuði þessa árs. Alls sóttu 544.089 Laugardalslaugina á tímabilinu, en um er að ræða 42% allra sundgesta sundlauga Reykjavíkurborgar. Sé tekið mið af heildaraðsókn á höfuðborgarsvæðinu, sem er yfir 2 milljónir, fóru um 23% þeirra í Laugardalslaugina. Næstvinsælasta sundlaugin á tímabilinu er Sundlaug Kópavogs, en þangað fór 283.051 í sund. Í þriðja sætinu er Lágafellslaug í Mosfellsbæ með 271.699 sundgesti og í því fjórða Versalalaug í Kópavogi með 234.034 gesti. Reykjavíkurlaugarnar Vesturbæjarlaug og Árbæjarlaug koma loks í fimmta og sjötta sæti. Hafa 207.266 komið í Vesturbæinn, en 180.286 í Árbæinn.Þegar tölur yfir sölu stakra sundmiða eru skoðaðar er Laugardalslaugin langefst, en alls keyptu 93.217 slíka miða í laugina á tímabilinu. Meginástæðan fyrir þessu er hversu margir erlendir ferðamenn sækja laugina. Að sögn Loga Sigurfinnssonar, forstöðumanns Laugardalslaugar, hefur heimsóknum þar fjölgað á undanförnum árum í takt við almenna fjölgun ferðamanna til landsins. „Í gegnum tíðina hafa útlendu ferðamennirnir verið að koma hingað í lok dagsferða, það er seinnipartinn og kvöldin. Sífellt fleiri eru þó að koma hingað á daginn,“ segir hann. Logi segir að heildaraðsókn í laugina hafi aukist nokkuð frá því í fyrra eða um tæp 43 þúsund. Sala á stökum miðum hefur aftur á móti dregist saman um tæp 10 þúsund, en verð þeirra var hækkað úr 650 krónum í 900 í nóvember í fyrra. „Eins og umræðan hefur heyrst hér hjá okkur eftir að staka gjaldið hækkaði þá áttaði fólk sig í rauninni á því hvað afsláttarkjörin eru góð,“ segir Logi og bendir á sala á afsláttarkortum hafi aukist, en verð þeirra stóð í stað þegar verð á stökum miðum hækkaði. Það skal tekið fram að aðsóknartölur í sundlaugar Hafnarfjarðar eru ekki inni í þessum útreikningi, en þær eru teknar saman í lok hvers árs.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira