Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2025 19:23 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir fyrirkomulag fjármálaætlunar ekki í samræmi við vinnulag sem hann tók þátt í að koma á fót sem þáverandi varaformaður fjárlaganefndar. Vísir/Einar Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á að hlé yrði gert á þingfundi til að ræða athugasemdir sem þeir hafa gert við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Forseti Alþingis féllst á þetta og sitja þingflokksformenn allra flokka nú fund sem forseti boðaði til að ræða hvort og hvernig verði komið til móts við athugasemdirnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir framlagða fjármálaáætlun sem er til umræðu í þinginu ekki vera í samræmi við vinnulag sem ríkt hafi um slíka áætlanagerð. Kallar stjórnarandstaðan eftir frekari upplýsingum í fjármálaáætlunina svo þeim verði gert kleift að ræða betur innihald hennar. Vön því að hafa ítarlegri tölur „Í grunninn er þetta þannig að þegar lög um opinber fjármál eru samþykkt árið 2015 þá er kjarninn í því að hafa betri áætlanagerð, meira upplýsingar og gangsæi um opinber fjármál til að vanda áætlanagerð og framkvæmd fjárlaga,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. Þetta hafi verið gert að erlendri fyrirmynd og meðal annars leitað ráðgjafar hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Frá þessum tíma hafi til að mynda verið að finna nákvæmar upplýsingar í fjármálaáætlun með hverjum málaflokki um það hvert peningarnir eigi að fara og gefin út mælanleg markmið. Guðlaugur segir þetta sárlega vanta í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fela í sér afturför. Sátu hjá í umræðu um utanríkismál „Það er voða erfitt að tala um málaflokkinn nema þú sért með upplýsingar um það hvert peningarnir eiga að fara, hverju þeir eiga að skila og svo framvegis. Bara sem dæmi þá er talað um ná hagræðingu upp á 110 milljarða og það er ekkert um það, ekki neitt,“ segir Guðlaugur. „Við höfum verið að gera athugasemdir við það stjórnarandstaðan að menn hafi breytt út frá þessu vinnulagi sem kom í kjölfar þessara laga og segjum hvernig eigum við að ræða þessa hluti ef við erum ekki með upplýsingarnar fyrir framan okkur?“ „Við fórum fram á fundarhlé og tókum ekki þátt í umræðunni um utanríkismálin því það var ekkert sem við töldum okkur geta talað um. Núna er þessi fundur í gangi og áhugavert að sjá hverju hann skilar,“ bætir Guðlaugur við að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ekki náðist í þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki. 3. apríl 2025 14:41 Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 31. mars 2025 09:39 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Forseti Alþingis féllst á þetta og sitja þingflokksformenn allra flokka nú fund sem forseti boðaði til að ræða hvort og hvernig verði komið til móts við athugasemdirnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir framlagða fjármálaáætlun sem er til umræðu í þinginu ekki vera í samræmi við vinnulag sem ríkt hafi um slíka áætlanagerð. Kallar stjórnarandstaðan eftir frekari upplýsingum í fjármálaáætlunina svo þeim verði gert kleift að ræða betur innihald hennar. Vön því að hafa ítarlegri tölur „Í grunninn er þetta þannig að þegar lög um opinber fjármál eru samþykkt árið 2015 þá er kjarninn í því að hafa betri áætlanagerð, meira upplýsingar og gangsæi um opinber fjármál til að vanda áætlanagerð og framkvæmd fjárlaga,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. Þetta hafi verið gert að erlendri fyrirmynd og meðal annars leitað ráðgjafar hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Frá þessum tíma hafi til að mynda verið að finna nákvæmar upplýsingar í fjármálaáætlun með hverjum málaflokki um það hvert peningarnir eigi að fara og gefin út mælanleg markmið. Guðlaugur segir þetta sárlega vanta í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fela í sér afturför. Sátu hjá í umræðu um utanríkismál „Það er voða erfitt að tala um málaflokkinn nema þú sért með upplýsingar um það hvert peningarnir eiga að fara, hverju þeir eiga að skila og svo framvegis. Bara sem dæmi þá er talað um ná hagræðingu upp á 110 milljarða og það er ekkert um það, ekki neitt,“ segir Guðlaugur. „Við höfum verið að gera athugasemdir við það stjórnarandstaðan að menn hafi breytt út frá þessu vinnulagi sem kom í kjölfar þessara laga og segjum hvernig eigum við að ræða þessa hluti ef við erum ekki með upplýsingarnar fyrir framan okkur?“ „Við fórum fram á fundarhlé og tókum ekki þátt í umræðunni um utanríkismálin því það var ekkert sem við töldum okkur geta talað um. Núna er þessi fundur í gangi og áhugavert að sjá hverju hann skilar,“ bætir Guðlaugur við að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ekki náðist í þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki. 3. apríl 2025 14:41 Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 31. mars 2025 09:39 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
„Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki. 3. apríl 2025 14:41
Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 31. mars 2025 09:39