Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2016 19:03 Herði Björgvini hefur vegnað vel hjá Bristol City. vísir/hanna „Það er alltaf jafn gaman að koma heim og hitta hópinn og liðsfélagana. Þetta er sterkur hópur og alltaf gaman að spila landsleiki með þeim,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu íslenska landsliðsins í Egilshöll í kvöld. Þetta er fyrsta æfing liðsins fyrir heimaleikina gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. „Ég er búinn að sjá eitthvað af Finnunum og Tyrkjunum. Það vantar einhverja leikmenn hjá þeim eins og hjá okkur. Ég veit að þetta verða erfiðir leikir,“ sagði Hörður um andstæðingana. Varnarmaðurinn gekk í raðir enska B-deildarliðsins Bristol City eftir EM í Frakklandi í sumar. Hörður kann vel við sig hjá félaginu enda hefur það byrjað tímabilið af krafti og situr í 5. sæti B-deildarinnar eftir 11 umferðir. „Mér hefur aldrei liðið jafn vel. Þeir tóku vel á móti mér og þetta var bara eins og að koma heim til sín. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að mér og liðinu gengur svona vel, hvað liðsheildin er góð,“ sagði Hörður sem hefur leikið hverja einustu mínútu á tímabilinu og skorað eitt mark. Hann segir að gengi Bristol City sé umfram væntingar. „Það eru mjög margir nýir leikmenn og ekki búist við því að við yrðum í toppsætunum svona snemma. Þetta gengur vel og vonandi höldum við áfram að spila svona.“ Ein stærsta ástæðan fyrir góðu gengi Bristol City er frammistaða framherjans Tammys Abraham. Þessi 19 ára strákur er lánsmaður frá Chelsea og hefur slegið í gegn með Bristol City og skorað átta mörk í deildinni. „Þetta er ótrúlegt. Við misstum okkar markaskorara [Jonathan Kodjia] til Aston Villa. Það var sárt því mér fannst gaman að spila með honum. En við fengum þennan unga og efnilega leikmann, hann skoraði í fyrsta leiknum, öðrum og þriðja og komst í gang,“ sagði Hörður um Abraham sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Sjálfur segist Hörður aldrei hafa verið betri. „Ég er í toppstandi og mér líður vel, er að spila vel og þjálfarinn er ánægður með sem og stuðningsmennirnir,“ sagði Hörður sem hefur leikið sex A-landsleiki. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira
„Það er alltaf jafn gaman að koma heim og hitta hópinn og liðsfélagana. Þetta er sterkur hópur og alltaf gaman að spila landsleiki með þeim,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu íslenska landsliðsins í Egilshöll í kvöld. Þetta er fyrsta æfing liðsins fyrir heimaleikina gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. „Ég er búinn að sjá eitthvað af Finnunum og Tyrkjunum. Það vantar einhverja leikmenn hjá þeim eins og hjá okkur. Ég veit að þetta verða erfiðir leikir,“ sagði Hörður um andstæðingana. Varnarmaðurinn gekk í raðir enska B-deildarliðsins Bristol City eftir EM í Frakklandi í sumar. Hörður kann vel við sig hjá félaginu enda hefur það byrjað tímabilið af krafti og situr í 5. sæti B-deildarinnar eftir 11 umferðir. „Mér hefur aldrei liðið jafn vel. Þeir tóku vel á móti mér og þetta var bara eins og að koma heim til sín. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að mér og liðinu gengur svona vel, hvað liðsheildin er góð,“ sagði Hörður sem hefur leikið hverja einustu mínútu á tímabilinu og skorað eitt mark. Hann segir að gengi Bristol City sé umfram væntingar. „Það eru mjög margir nýir leikmenn og ekki búist við því að við yrðum í toppsætunum svona snemma. Þetta gengur vel og vonandi höldum við áfram að spila svona.“ Ein stærsta ástæðan fyrir góðu gengi Bristol City er frammistaða framherjans Tammys Abraham. Þessi 19 ára strákur er lánsmaður frá Chelsea og hefur slegið í gegn með Bristol City og skorað átta mörk í deildinni. „Þetta er ótrúlegt. Við misstum okkar markaskorara [Jonathan Kodjia] til Aston Villa. Það var sárt því mér fannst gaman að spila með honum. En við fengum þennan unga og efnilega leikmann, hann skoraði í fyrsta leiknum, öðrum og þriðja og komst í gang,“ sagði Hörður um Abraham sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Sjálfur segist Hörður aldrei hafa verið betri. „Ég er í toppstandi og mér líður vel, er að spila vel og þjálfarinn er ánægður með sem og stuðningsmennirnir,“ sagði Hörður sem hefur leikið sex A-landsleiki.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira