Glódís Perla Viggósdóttir sat á bekknum þegar lið hennar Eskilstuna vann góðan útisigur í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Glódís hefur átt fast sæti í byrjunarliðinu hjá Eskilstuna á tímabilinu en sat á bekknum í dag. Liðið mætti FC Rosengård á útivelli en lið Rosengård sló Breiðablik úr keppni í Meistaradeild Evrópu í vikunni.
Rosengård átti möguleika á að halda sér í titilbaráttu fyrir þennan leik en var þó í erfiðri stöðu, fimm stigum á eftir Linköping. Eskilstuna lét það þó ekkert hafa áhrif á sig og komst í 2-0 með mörkum frá Mimmi Larsson og Marija Banusic.
Rosengård náði að minnka muninn í síðari hálfleik en lengra komust þær ekki og góður sigur Eskilstuna staðreynd. Þar sem Linköping vann sigur í sínum leik tryggðu þær sér meistaratitilinn og eru með átta stiga forystu í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir.
Eskiilstuna er í 4.sæti með 35 stig, stigi á eftir Piteå sem er í þriðja sæti. Liðin eru þó töluvert langt á eftir Rosengård í töflunni.
Katrín Ómarsdóttir var í byrjunarliði Doncaster Belles sem mætti Notts County í ensku deildinni. Doncaster komst yfir snemma í leiknum en Notts County náði að svara með tveimur mörkum og tryggja sér 2-1 sigur.
Doncaster hefur tapað öllum leikjum sínum í deildinni til þessa og er langneðst.
Glódís Perla á bekknum í sigri Eskilstuna
Smári Jökull Jónsson skrifar

Mest lesið

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn

Kidd kominn í eigendahóp Everton
Enski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“
Körfubolti


„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“
Íslenski boltinn

„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“
Íslenski boltinn


„Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“
Handbolti

„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“
Körfubolti