„Var Panama-lekinn kannski okkur að kenna líka?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2016 12:37 Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki sáttir með að vera kennt um að mál fengi ekki framgang á þingi. Vísir/Anton/Ernir „Var Panama-lekinn kannski okkur að kenna líka? Það virðist vera sem svo að allt sem hafi misfarist sé okkur að kenna,“ sagði Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata á þingi í dag. Tilefnið voru ummæli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem hafði kennt stjórnarandstöðunni um að illa gengi að klára mikilvæg mál. „Það er með ólíkindum að hafa orðið vitni að því hvernig stjórnarandstaðan hefur lagst gegn mjög stórum hagsmunamálum alveg sérstaklega hér í lok þings,“ sagði Jón og nefndi jöfnun lífeyrisréttinda, frumvarp um raflínur til að Bakka, frumvarpið um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem dæmi um málefni sem stjórnarandstaðan hefði staðið í vegi fyrir að næðu í gegn. Þessu voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki sammála og kom Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í ræðustól en hafði þó ekki mörg orð um ræðu Jóns. „Þetta er svo mikið leikrit að mér blöskrar. Ég vona að fólk sjái í gegnum þetta,“ sagði Halldóra. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaðir Bjartrar framtíðar, var ekki sátt við ummæli Jóns og sagði að hvorki hann né aðrir þingmenn vissu hvernig hún myndi haga atkvæði sínu í Bakkamálinu, hefði það komið til þings en ríkisstjórnin dró frumvarp sitt um raflínur að Bakka til baka í dag. Þá sagði hún fráleitt að halda því fram að stjórnarandstaðan hafi staðið í vegi fyrir jöfnun lífeyrisréttinda. „Það er með ólíkindum að heyra því haldið fram að stjórnarandstaðan hafi staðið í vegi fyrir því máli. Ég held að stjórnarandstaðan hafi verið meira áfram um að klára það mál en fulltrúar meirihlutans,“ sagði Brynhildur. Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
„Var Panama-lekinn kannski okkur að kenna líka? Það virðist vera sem svo að allt sem hafi misfarist sé okkur að kenna,“ sagði Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata á þingi í dag. Tilefnið voru ummæli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem hafði kennt stjórnarandstöðunni um að illa gengi að klára mikilvæg mál. „Það er með ólíkindum að hafa orðið vitni að því hvernig stjórnarandstaðan hefur lagst gegn mjög stórum hagsmunamálum alveg sérstaklega hér í lok þings,“ sagði Jón og nefndi jöfnun lífeyrisréttinda, frumvarp um raflínur til að Bakka, frumvarpið um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem dæmi um málefni sem stjórnarandstaðan hefði staðið í vegi fyrir að næðu í gegn. Þessu voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki sammála og kom Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í ræðustól en hafði þó ekki mörg orð um ræðu Jóns. „Þetta er svo mikið leikrit að mér blöskrar. Ég vona að fólk sjái í gegnum þetta,“ sagði Halldóra. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaðir Bjartrar framtíðar, var ekki sátt við ummæli Jóns og sagði að hvorki hann né aðrir þingmenn vissu hvernig hún myndi haga atkvæði sínu í Bakkamálinu, hefði það komið til þings en ríkisstjórnin dró frumvarp sitt um raflínur að Bakka til baka í dag. Þá sagði hún fráleitt að halda því fram að stjórnarandstaðan hafi staðið í vegi fyrir jöfnun lífeyrisréttinda. „Það er með ólíkindum að heyra því haldið fram að stjórnarandstaðan hafi staðið í vegi fyrir því máli. Ég held að stjórnarandstaðan hafi verið meira áfram um að klára það mál en fulltrúar meirihlutans,“ sagði Brynhildur.
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira