Ný risaskip þegar Reykjavík verður tengihöfn Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2016 20:15 Meginskipaflutningar Grænlands verða í framtíðinni í gegnum Reykjavík í stað Álaborgar í Danmörku, samkvæmt samstarfssamningi Grænlendinga og Eimskips. Samningarnir fela jafnframt í sér smíði stærstu flutningaskipa í sögu Eimskips. Skipasamgöngur Grænlands hafa enn á sér nýlendubrag, eitt skipafélag hefur einokun á flutningunum sem nánast eru allir milli Grænlands og Álaborgar í Danmörku. Grænlensk stjórnvöld, í gegnum skipafélagið, hafa nú ákveðið að tengjast flutningakerfi Eimskips í staðinn; um Reykjavík, Þórshöfn í Færeyjum og Århus, en stefnt er að því að ljúka samningum fyrir áramót á grundvelli viljayfirlýsingar Royal Arctic Line og Eimskips frá því í vor.Royal Arctic Line er i eigu landsstjórnar Grænlands og hefur einkarétt á flutningum til og frá landinu.Mynd/Royal Arctic Line.Líta má á samningana sem einskonar efnahagslega sjálfstæðisyfirlýsingu af hálfu Grænlendinga. Jafnframt felast í þeim þau skilaboð að þeir ætli sér að draga úr viðskiptum við Danmörku en beina þeim í auknum mæli í gegnum Ísland. „Grænlendingar líta til okkar miklu meira heldur en Dana, Danaveldis, og mér finnst það bara mjög ánægjulegt,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Stærsta skrefið er stækkun hafnarinnar í Nuuk en jafnframt hafa Grænlendingar nú sjálfir tekið yfir lykilstöður í stjórn skipafélagsins Royal Arctic Line, sem er alfarið í eigu landsstjórnar Grænlands.Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þetta er náttúrlega stórkostleg breyting á þeirra högum, bæði hvað varðar innflutning til landsins og útflutning. Þeir hafa þarna möguleika á að kaupa inn vörur og hráefni frá miklu fleiri stöðum en í dag, þar sem allt nánast kemur frá Danmörku. Og sama með afurðir þeirra í sölu, sem er aðallega fiskur. Hann leitar núna á nýja markaði og væntanlega betra afurðaverð; að geta farið beint í tengingu við okkur inn á Bandaríkin,“ segir Gylfi. Gangi samningarnir eftir verður Eimskip eftir rúm tvö ár komið með stærstu gámaflutningaskip í sögu flotans. Þau verða svo stór að stækka þarf hafnir. Lengja þarf viðlegukant í Sundahöfn í Reykjavík en einnig stækka hafnir í Nuuk og Færeyjum til að taka á móti 180 metra löngum skipum.Nýju skipin taka 2.150 gámaeiningar, þrefalt meira en stærstu skip Grænlendinga í dag. Þau verða 179 metra löng og 31 metra breið.Grafík/Eimskip.Þau verða sérstaklega gerð til að sigla samkvæmt hafísstöðlum. Áformað er að smíða þrjú slík skip, fyrir 2.150 gámaeiningar, sem er 50% meira en stærstu skip Eimskips bera í dag og þrefalt meira en stærstu skip Grænlendinga. Miðað er við að Eimskip nýti 2/3 hluta plássins en Royal Arctic Line 1/3 hluta. „Ef af þessu verður, sem er bara mjög líklegt, - allar viðræður ganga vel, - þá eru þetta fyrstu skrefin sem við erum að taka í endurnýjun skipanna. Skipin verða kannski ekki fleiri að sinna Íslandi en þau verða stærri,“ segir forstjóri Eimskips. Danmörk Færeyjar Grænland Tengdar fréttir Íslendingar í lykilstöðum við stækkun hafnarinnar í Nuuk Vonast er til að tvöföldun hafnarinnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, verði lyftistöng fyrir atvinnulíf Grænlendinga. 13. mars 2016 20:15 Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Meginskipaflutningar Grænlands verða í framtíðinni í gegnum Reykjavík í stað Álaborgar í Danmörku, samkvæmt samstarfssamningi Grænlendinga og Eimskips. Samningarnir fela jafnframt í sér smíði stærstu flutningaskipa í sögu Eimskips. Skipasamgöngur Grænlands hafa enn á sér nýlendubrag, eitt skipafélag hefur einokun á flutningunum sem nánast eru allir milli Grænlands og Álaborgar í Danmörku. Grænlensk stjórnvöld, í gegnum skipafélagið, hafa nú ákveðið að tengjast flutningakerfi Eimskips í staðinn; um Reykjavík, Þórshöfn í Færeyjum og Århus, en stefnt er að því að ljúka samningum fyrir áramót á grundvelli viljayfirlýsingar Royal Arctic Line og Eimskips frá því í vor.Royal Arctic Line er i eigu landsstjórnar Grænlands og hefur einkarétt á flutningum til og frá landinu.Mynd/Royal Arctic Line.Líta má á samningana sem einskonar efnahagslega sjálfstæðisyfirlýsingu af hálfu Grænlendinga. Jafnframt felast í þeim þau skilaboð að þeir ætli sér að draga úr viðskiptum við Danmörku en beina þeim í auknum mæli í gegnum Ísland. „Grænlendingar líta til okkar miklu meira heldur en Dana, Danaveldis, og mér finnst það bara mjög ánægjulegt,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Stærsta skrefið er stækkun hafnarinnar í Nuuk en jafnframt hafa Grænlendingar nú sjálfir tekið yfir lykilstöður í stjórn skipafélagsins Royal Arctic Line, sem er alfarið í eigu landsstjórnar Grænlands.Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þetta er náttúrlega stórkostleg breyting á þeirra högum, bæði hvað varðar innflutning til landsins og útflutning. Þeir hafa þarna möguleika á að kaupa inn vörur og hráefni frá miklu fleiri stöðum en í dag, þar sem allt nánast kemur frá Danmörku. Og sama með afurðir þeirra í sölu, sem er aðallega fiskur. Hann leitar núna á nýja markaði og væntanlega betra afurðaverð; að geta farið beint í tengingu við okkur inn á Bandaríkin,“ segir Gylfi. Gangi samningarnir eftir verður Eimskip eftir rúm tvö ár komið með stærstu gámaflutningaskip í sögu flotans. Þau verða svo stór að stækka þarf hafnir. Lengja þarf viðlegukant í Sundahöfn í Reykjavík en einnig stækka hafnir í Nuuk og Færeyjum til að taka á móti 180 metra löngum skipum.Nýju skipin taka 2.150 gámaeiningar, þrefalt meira en stærstu skip Grænlendinga í dag. Þau verða 179 metra löng og 31 metra breið.Grafík/Eimskip.Þau verða sérstaklega gerð til að sigla samkvæmt hafísstöðlum. Áformað er að smíða þrjú slík skip, fyrir 2.150 gámaeiningar, sem er 50% meira en stærstu skip Eimskips bera í dag og þrefalt meira en stærstu skip Grænlendinga. Miðað er við að Eimskip nýti 2/3 hluta plássins en Royal Arctic Line 1/3 hluta. „Ef af þessu verður, sem er bara mjög líklegt, - allar viðræður ganga vel, - þá eru þetta fyrstu skrefin sem við erum að taka í endurnýjun skipanna. Skipin verða kannski ekki fleiri að sinna Íslandi en þau verða stærri,“ segir forstjóri Eimskips.
Danmörk Færeyjar Grænland Tengdar fréttir Íslendingar í lykilstöðum við stækkun hafnarinnar í Nuuk Vonast er til að tvöföldun hafnarinnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, verði lyftistöng fyrir atvinnulíf Grænlendinga. 13. mars 2016 20:15 Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Íslendingar í lykilstöðum við stækkun hafnarinnar í Nuuk Vonast er til að tvöföldun hafnarinnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, verði lyftistöng fyrir atvinnulíf Grænlendinga. 13. mars 2016 20:15
Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00