Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2025 12:43 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að hagræða um ríflega hundrað milljarða hjá hinu opinbera á næstu árum. Hann segir slíkar aðgerðir skila hallalausum ríkissjóði fyrr en áður hafði verið áætlað. Þá á að sækja auknar tekjur í veiðigjald, aðgangstýringargjald og bifreiðagjald. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrstu fjármálaætlun nýrrar ríkisstjórnar fyrir árin 2026 til 2030 í ráðuneyti sínu í morgun. Fram kemur að efnahagslegur stöðuleiki, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta séu leiðarljós áætlunarinnar. Þá er stefnt á að ríkissjóður verði hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera árið 2028. Það sé ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. Daði segir fleira ólíkt með fjármálaáætlunum núverandi og fyrrverandi ríkisstjórna. „Þessi áætlun er að því leyti öðruvísi að í henni eru engar óútfærðar afkomubætandi aðgerðir. Þetta er langt og flókið heiti og þýðir að mínu mati í raun og veru, ég ætla að gera eitthvað til að laga stöðuna. Ég hneykslaðist svolítið á þessu í áætlun fyrrverandi ríkisstjórnar enda eru engar slíkar aðgerðir í þessari áætlun. Það liggur alveg fyrir að til hvaða aðgerða ríkisstjórnin mun taka til að ná markmiðum sínum,“ segir hann. Gert er ráð fyrir að markmiðum verði náð með því að hagræða um hundrað og sjö milljarða króna í opinberum rekstri á tímabilinu. Daði segir ríkisstjórnina þegar byrjaða að spara í takt við hagræðingartillögur almennings. „Til dæmis voru margar tillögur um hagræðingu í innkaupum hins opinbera, þær eru þegar komnar til framkvæmda og farnar að skila árangri. Við höfum verið að skoða lausafjárstýringu og sameiningar stofnanna. Það liggja fyrir þinginu nokkrar hugmyndir um sameiningar. Við erum að leggja niður stjórnir og sameina sýslumannsembættin. Það er ýmislegt slíkt sem er þegar komið í farveg,“ segir Daði. Þá séu ýmsar nýjar leiðir til tekjuaöflunar sem muni hafa jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. „Veiðigjöldin hafa auðvitað verið kynnt. Síðan eru ýmsar hugmyndir um aðgangsstýringargjald í ferðaþjónustu. Þá eru breytingar á gjaldtöku á bifreiðar sem munu taka gildi 1. júní. Við erum sem sagt að fara úr olíugjaldi, þar sem greitt er við dæluna yfir í gjald þar sem greitt er á hvern ekinn kílómetra,“ segir Daði. Hann segir þó nokkra óvissu í áætluninni vegna stöðunnar í alþjóðlegum stjórnmálum. „Ísland er lítið opið hagkerfi. Það væri slæmt fyrir okkur ef tollastríð fer í gang,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrstu fjármálaætlun nýrrar ríkisstjórnar fyrir árin 2026 til 2030 í ráðuneyti sínu í morgun. Fram kemur að efnahagslegur stöðuleiki, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta séu leiðarljós áætlunarinnar. Þá er stefnt á að ríkissjóður verði hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera árið 2028. Það sé ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. Daði segir fleira ólíkt með fjármálaáætlunum núverandi og fyrrverandi ríkisstjórna. „Þessi áætlun er að því leyti öðruvísi að í henni eru engar óútfærðar afkomubætandi aðgerðir. Þetta er langt og flókið heiti og þýðir að mínu mati í raun og veru, ég ætla að gera eitthvað til að laga stöðuna. Ég hneykslaðist svolítið á þessu í áætlun fyrrverandi ríkisstjórnar enda eru engar slíkar aðgerðir í þessari áætlun. Það liggur alveg fyrir að til hvaða aðgerða ríkisstjórnin mun taka til að ná markmiðum sínum,“ segir hann. Gert er ráð fyrir að markmiðum verði náð með því að hagræða um hundrað og sjö milljarða króna í opinberum rekstri á tímabilinu. Daði segir ríkisstjórnina þegar byrjaða að spara í takt við hagræðingartillögur almennings. „Til dæmis voru margar tillögur um hagræðingu í innkaupum hins opinbera, þær eru þegar komnar til framkvæmda og farnar að skila árangri. Við höfum verið að skoða lausafjárstýringu og sameiningar stofnanna. Það liggja fyrir þinginu nokkrar hugmyndir um sameiningar. Við erum að leggja niður stjórnir og sameina sýslumannsembættin. Það er ýmislegt slíkt sem er þegar komið í farveg,“ segir Daði. Þá séu ýmsar nýjar leiðir til tekjuaöflunar sem muni hafa jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. „Veiðigjöldin hafa auðvitað verið kynnt. Síðan eru ýmsar hugmyndir um aðgangsstýringargjald í ferðaþjónustu. Þá eru breytingar á gjaldtöku á bifreiðar sem munu taka gildi 1. júní. Við erum sem sagt að fara úr olíugjaldi, þar sem greitt er við dæluna yfir í gjald þar sem greitt er á hvern ekinn kílómetra,“ segir Daði. Hann segir þó nokkra óvissu í áætluninni vegna stöðunnar í alþjóðlegum stjórnmálum. „Ísland er lítið opið hagkerfi. Það væri slæmt fyrir okkur ef tollastríð fer í gang,“ segir Daði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira