Ískaldur hljóðheimur Högna fyrir 66°Norður Benedikt Bóas skrifar 17. nóvember 2016 13:00 Það þarf að huga að ýmsu þegar samið er verk fyrir stórfyrirtæki. Á 90 ára afmæli 66°Norður var tónlistarmaðurinn Högni Egilsson fenginn til að semja tónlist fyrir fyrirtækið. Ný vetrarherferð merkisins – Á tökustað – var í vikunni tilnefnd til evrópsku auglýsingaverðlaunanna Epica, ein íslenskra auglýsinga. „Veðurfarið er náttúrulega brjálæðislegt hér á landi og mig langaði að vinna með þessar andstæður sem eru til staðar í veðrinu,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður sem var fenginn til að semja tónlist fyrir merkið 66°Norður. Uppleggið var að brúa bilið milli íslenskrar kórtónlistar „sem hefur fornan blæ“ eins og Högni orðar það og „nýrri tónlistar sem minnir á það sem heyrist á klúbbum og í útvarpinu.“Frá tökum á nýrro línu 66°Norður.Þannig er hægt að minna á arfleifð 66°Norður með tónlistinni, en fyrirtækið framleiddi sem kunnugt er föt fyrir sjófarendur í upphafi en er orðið risastórt fyrirtæki sem selur fatnað sem hæfir bæði við vinnu á Norður-Atlantshafi sem og á strætum stórborga. Verkið sem Högni samdi er kórverk sem kammerkórinn Schola Cantorum flutti. Verkið var svo klippt í sundur og endurhljóðblandað af Högna og Marteini Hjartarsyni sem hefur getið sér gott orð nýverið fyrir taktsmíði fyrir rappara á borð við GKR.Högni Egilsson stýrði kammerkórnum Schola Cantorum.„Ef maður er úti að ganga og það er hræðilegt veður þá er það stundum svo yfirþyrmandi að veðrið skapar einhvern innri frið. Mig langaði til að finna fyrir þessari ró og þessari kyrrð í tónlistinni,“ segir Högni. Fyrirtækið stefnir í framtíðinni að því að þróa þennan hljóðheim áfram í samstarfi við Högna og fleiri íslenska tónlistarmenn. Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Á 90 ára afmæli 66°Norður var tónlistarmaðurinn Högni Egilsson fenginn til að semja tónlist fyrir fyrirtækið. Ný vetrarherferð merkisins – Á tökustað – var í vikunni tilnefnd til evrópsku auglýsingaverðlaunanna Epica, ein íslenskra auglýsinga. „Veðurfarið er náttúrulega brjálæðislegt hér á landi og mig langaði að vinna með þessar andstæður sem eru til staðar í veðrinu,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður sem var fenginn til að semja tónlist fyrir merkið 66°Norður. Uppleggið var að brúa bilið milli íslenskrar kórtónlistar „sem hefur fornan blæ“ eins og Högni orðar það og „nýrri tónlistar sem minnir á það sem heyrist á klúbbum og í útvarpinu.“Frá tökum á nýrro línu 66°Norður.Þannig er hægt að minna á arfleifð 66°Norður með tónlistinni, en fyrirtækið framleiddi sem kunnugt er föt fyrir sjófarendur í upphafi en er orðið risastórt fyrirtæki sem selur fatnað sem hæfir bæði við vinnu á Norður-Atlantshafi sem og á strætum stórborga. Verkið sem Högni samdi er kórverk sem kammerkórinn Schola Cantorum flutti. Verkið var svo klippt í sundur og endurhljóðblandað af Högna og Marteini Hjartarsyni sem hefur getið sér gott orð nýverið fyrir taktsmíði fyrir rappara á borð við GKR.Högni Egilsson stýrði kammerkórnum Schola Cantorum.„Ef maður er úti að ganga og það er hræðilegt veður þá er það stundum svo yfirþyrmandi að veðrið skapar einhvern innri frið. Mig langaði til að finna fyrir þessari ró og þessari kyrrð í tónlistinni,“ segir Högni. Fyrirtækið stefnir í framtíðinni að því að þróa þennan hljóðheim áfram í samstarfi við Högna og fleiri íslenska tónlistarmenn.
Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp