Ellefu ára Brynhildur Björnsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Þegar ég var ellefu ára las ég fyrstu bókina um Ísfólkið. Í þeim bókaflokki, sem var lesinn í tætlur af öllum kvenkyns Íslendingum á árunum 1982-1987, er mikið um kynlíf sem er undantekningarlítið sársaukafullt fyrir kvenpersónurnar þangað til þær að læra að meta það og nauðganir verða ekki ósjaldan til þess að nauðgararnir verða ástfangnir af brotaþolunum sem gjarna eru vart af barnsaldri. Bókaflokkurinn um Ísfólkið lifir enn og við hafa bæst bækurnar um ljósaskiptavampírurnar þar sem er spilað á sama bræðing rómantíkur, kynlífs, ofbeldis og spennu. Svo ekki sé minnst á 50 gráa skugga. Stephen King hefur sagt að ellefu ára séu börn á tindi bernskunnar. Þeim finnist þau vita allt og geta allt en sjálfsefi og félagstilraunir unglingsáranna ekki komið í gang. Einhverjir hormónar eru samt farnir að gera vart við sig. Hormónar sem gera þau forvitin. Hormónar sem gera þau spennt fyrir líkömum sínum og annarra og því sem þessir líkamar geta mögulega gert saman. Auðvitað eru ellefu ára börn og börn á öllum aldri spennt fyrir ýmsu fleiru. Þau vilja prófa að elda mat, vinna sér inn peninga, keyra bíl, .... og í öllum þessum atriðum eru foreldrarnir helstu álitsgjafar, stuðningsaðilar og reynslumiðlarar. Við förum með þeim í æfingaakstur, erum í kallfæri við eldhúsið, erum til staðar. Þegar kemur að kynlífi erum við hins vegar í mörgum tilfellum víðs fjarri. Við getum sagt börnunum okkar allt um bernaisesósu en það sama gildir ekki um munnmök. Samt eru flestir sammála um að kynlíf sé jafnvel betra en bernaisesósa. Það er bara ekki „viðeigandi“ að börn og foreldrar ræði það sín á milli. En örvæntum ekki því hér koma Ísfólkið og internetið sterk inn, að ógleymdu Game of Thrones þar sem stundum er ekki hægt að greina sundur ofbeldi og kynlíf. Þetta eru kynfræðararnir sem börnin okkar hafa greiðan aðgang að, sem segja þeim ekki bara það sem þau vilja vita heldur líka það sem þeim datt ekki í hug að væri hægt að vita og sumt sem þau vildu kannski ekkert vita en geta aldrei aflært.Undir okkur komið Samkvæmt rannsóknum eru íslenskir strákar ellefu ára þegar þeir sjá klám í fyrsta skipti. Ellefu ára strákur slær inn xxx.com til að sjá mögulega myndir af brjóstum og sér í staðinn gróft ofbeldi. Ellefu ára stelpa les rómantískar lýsingar á sama ofbeldi í unglingabók. Og það er enginn á staðnum til að segja þeim að það sem þau sjá á skjánum eða lesa í bókinni eigi mjög lítið skylt við raunveruleikann heldur sé í besta falli stílfært, í versta falli mannfyrirlitning og óhugnaður. Nema við. Nema foreldrar, kennarar, afar og ömmur, frænkur og frændur. Og við leyfum okkur þann munað að vera feimin. Það er okkar að tala við börnin okkar um kynlíf. Um nánd, húmor, virðingu og mörk. Kenna þeim hvað kynlíf getur verið dásamlegt, skemmtilegt, nærandi og gott og að það eigi ekki að vera misnotkun, þvingun og vont. Aðeins þannig getum við komið í veg fyrir að einu hugmyndir þeirra um kynlíf komi frá Ísfólki, ljósaskiptavampýrum, 50 gráum skuggum, klámi eða úr öðrum óræðum heimum. Hugmyndir sem geta leitt til vanlíðunar, misskilnings og ofbeldis og brenglað upplifanir þeirra, jafnvel alla ævi. Það sem gerist, þegar strákurinn og stelpan úr dæminu hér að ofan verða fimmtán ára og ætla að stunda kynlíf, er nefnilega undir okkur komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var ellefu ára las ég fyrstu bókina um Ísfólkið. Í þeim bókaflokki, sem var lesinn í tætlur af öllum kvenkyns Íslendingum á árunum 1982-1987, er mikið um kynlíf sem er undantekningarlítið sársaukafullt fyrir kvenpersónurnar þangað til þær að læra að meta það og nauðganir verða ekki ósjaldan til þess að nauðgararnir verða ástfangnir af brotaþolunum sem gjarna eru vart af barnsaldri. Bókaflokkurinn um Ísfólkið lifir enn og við hafa bæst bækurnar um ljósaskiptavampírurnar þar sem er spilað á sama bræðing rómantíkur, kynlífs, ofbeldis og spennu. Svo ekki sé minnst á 50 gráa skugga. Stephen King hefur sagt að ellefu ára séu börn á tindi bernskunnar. Þeim finnist þau vita allt og geta allt en sjálfsefi og félagstilraunir unglingsáranna ekki komið í gang. Einhverjir hormónar eru samt farnir að gera vart við sig. Hormónar sem gera þau forvitin. Hormónar sem gera þau spennt fyrir líkömum sínum og annarra og því sem þessir líkamar geta mögulega gert saman. Auðvitað eru ellefu ára börn og börn á öllum aldri spennt fyrir ýmsu fleiru. Þau vilja prófa að elda mat, vinna sér inn peninga, keyra bíl, .... og í öllum þessum atriðum eru foreldrarnir helstu álitsgjafar, stuðningsaðilar og reynslumiðlarar. Við förum með þeim í æfingaakstur, erum í kallfæri við eldhúsið, erum til staðar. Þegar kemur að kynlífi erum við hins vegar í mörgum tilfellum víðs fjarri. Við getum sagt börnunum okkar allt um bernaisesósu en það sama gildir ekki um munnmök. Samt eru flestir sammála um að kynlíf sé jafnvel betra en bernaisesósa. Það er bara ekki „viðeigandi“ að börn og foreldrar ræði það sín á milli. En örvæntum ekki því hér koma Ísfólkið og internetið sterk inn, að ógleymdu Game of Thrones þar sem stundum er ekki hægt að greina sundur ofbeldi og kynlíf. Þetta eru kynfræðararnir sem börnin okkar hafa greiðan aðgang að, sem segja þeim ekki bara það sem þau vilja vita heldur líka það sem þeim datt ekki í hug að væri hægt að vita og sumt sem þau vildu kannski ekkert vita en geta aldrei aflært.Undir okkur komið Samkvæmt rannsóknum eru íslenskir strákar ellefu ára þegar þeir sjá klám í fyrsta skipti. Ellefu ára strákur slær inn xxx.com til að sjá mögulega myndir af brjóstum og sér í staðinn gróft ofbeldi. Ellefu ára stelpa les rómantískar lýsingar á sama ofbeldi í unglingabók. Og það er enginn á staðnum til að segja þeim að það sem þau sjá á skjánum eða lesa í bókinni eigi mjög lítið skylt við raunveruleikann heldur sé í besta falli stílfært, í versta falli mannfyrirlitning og óhugnaður. Nema við. Nema foreldrar, kennarar, afar og ömmur, frænkur og frændur. Og við leyfum okkur þann munað að vera feimin. Það er okkar að tala við börnin okkar um kynlíf. Um nánd, húmor, virðingu og mörk. Kenna þeim hvað kynlíf getur verið dásamlegt, skemmtilegt, nærandi og gott og að það eigi ekki að vera misnotkun, þvingun og vont. Aðeins þannig getum við komið í veg fyrir að einu hugmyndir þeirra um kynlíf komi frá Ísfólki, ljósaskiptavampýrum, 50 gráum skuggum, klámi eða úr öðrum óræðum heimum. Hugmyndir sem geta leitt til vanlíðunar, misskilnings og ofbeldis og brenglað upplifanir þeirra, jafnvel alla ævi. Það sem gerist, þegar strákurinn og stelpan úr dæminu hér að ofan verða fimmtán ára og ætla að stunda kynlíf, er nefnilega undir okkur komið.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar