Varað er við hættulegum flóðbylgjum eftir öflugan jarðskjálfta um 70 kílómetrum út frá Solomon eyjum.
Skjálftinn var 7,7 stig og samkvæmt viðvöruninni gætu flóðbylgjurnar haft áhrif á Solomon eyjar, Vanuatu, Papúu Nýju-Gíneu, Nýju Kaledóníu, Tuvalu og Kosrae. Þrír eftirskjálftar fyldu í kjölfarið.
Símasamband og rafmagn lá niðri á einhverjum svæðum eftir skjálftann en engar fregnir hafa enn borist af tjóni á fólki. Var fólki á vissum svæðum ráðlagt að færa sig á hærra yfirborð.
Varað við flóðbylgjum eftir öflugan jarðskjálfta við Salomóns eyjar
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
