Ferðamennska: Ofnýtt auðlind Þórólfur Matthíasson skrifar 15. desember 2016 07:00 Sambúð Íslendinga við landið, fiskinn, krónuna og hvers við annan hefur verið afar skrykkjótt. Upp úr 1960 urðu miklar framfarir í veiðum og vinnslu síldar. Í kjölfarið hófst gríðarleg sókn í norsku sumargotssíldina, síldin fór spriklandi í söltun, mjöl og lýsi. Gjaldeyrir streymdi inn til landsins, gengi krónunnar styrktist. Góðæri ríkti. En síldarstofninn stóð ekki af sér ofsókn Íslendinga, Norðmanna og Rússa og hrundi árið 1968. Íslensk stjórnvöld brugðust við með tveimur 50 prósenta gengisfellingum og stórfelldum millifærslum og niðurskurði. Raungengi og lífskjör hröpuðu. Í kjölfar útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 og 200 sjómílur fylgdi mikil fjárfesting í skuttogurum og hafnarmannvirkjum. Afli Íslendinga jókst og gjaldeyrir streymdi til landsins. Gengi krónunnar styrktist og góðæri ríkti. En að því kom að þorskstofninn þoldi ekki ofsóknina og var að hruni kominn upp úr 1982-3. Eftir raungengisris komu timburmennirnir með tilheyrandi lífskjaraskerðingu og atvinnuleysi. Upp úr 2000 hófst útrás fjármálavíkinganna með stuðningi forsetaembættis og annarra stjórnvalda. Það ferðalag einkenndist af ofrisi krónunnar og harkalegu falli og óþarfi að rekja þá sögu frekar. Hagfelld ytri áhrif (lágt gengi krónunnar fyrst eftir hrun, órói á hefðbundnum ferðamannastöðum við sunnanvert Miðjarðarhaf, lágt eldsneytisverð) og markviss markaðssetning stjórnvalda (m.a. með niðurgreiðslu á gerð Hollywood-kvikmynda!) og stórra ferðaþjónustuaðila eru grundvöllur mikillar fjölgunar ferðamanna á Íslandi. Gjaldeyririnn streymir inn og gengið styrkist. Seðlabankinn reynir að halda aftur af gengisstyrkingu krónunnar með ærnum kostnaði (líklega um 25-50 milljarðar á ári vegna kostnaðar við gjaldeyrisvarasjóðinn). Þeir sem muna ófarir fyrri ára eru þegar farnir að tala um að nýtt hrun sé í uppsiglingu. Að flugfélögin munu ofnýta ferðamannaauðlindina með sama hætti og útgerðin ofnýtti síldina og þorskinn og fjármálavíkingarnir trúgirni erlendra sparifjáreigenda. Að gengi krónunnar muni hækka uns ferðamenn finna sér aðra afþreyingu en að láta okra á sér á Íslandi. Að gengi krónunnar muni hækka uns hátæknifyrirtæki og tölvuleikjaframleiðendur flytja starfsemi úr landi. Að gengi krónunnar muni þrengja að útflutningsstarfsemi. Að gengi krónunnar verði svo hátt að útflutningsfyrirtækin pakki saman og hverfi til annarra landa eða leggi upp laupana. Sagan frá 1968 og 1982 og 2008 segir okkur að þessi dapra sviðsmynd getur orðið að raunveruleika, en hún þarf þess ekki. Ef það á að koma í veg fyrir ofris og fall krónunnar verður að hækka kostnað þeirra fyrirtækja sem stunda ferðamannarányrkju án þess að hækka um leið kostnað allra annarra fyrirtækja. Það er hægt, en ekki með því að láta gengið hækka og hækka. Einfaldasta og nærtækasta aðferðin er að hækka komugjöld til landsins og hækka gistináttagjald og setja virðisaukaskatt á gistiþjónustu og veitingaþjónustu í hærra þrep þess skatts. Séu þessar aðgerðir útfærðar með réttum hætti ætti að vera möguleiki að reka sjálfbæra ferðaþjónustu og fjölbreytta útflutningsvöruframleiðslu hér á landi án þess að ferðaþjónustan eyðileggi rekstrargrundvöll annarra útflutningsgreina. Sé ekkert að gert er hætt við nýrri sveiflu raungengis og lífskjara.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórólfur Matthíasson Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sambúð Íslendinga við landið, fiskinn, krónuna og hvers við annan hefur verið afar skrykkjótt. Upp úr 1960 urðu miklar framfarir í veiðum og vinnslu síldar. Í kjölfarið hófst gríðarleg sókn í norsku sumargotssíldina, síldin fór spriklandi í söltun, mjöl og lýsi. Gjaldeyrir streymdi inn til landsins, gengi krónunnar styrktist. Góðæri ríkti. En síldarstofninn stóð ekki af sér ofsókn Íslendinga, Norðmanna og Rússa og hrundi árið 1968. Íslensk stjórnvöld brugðust við með tveimur 50 prósenta gengisfellingum og stórfelldum millifærslum og niðurskurði. Raungengi og lífskjör hröpuðu. Í kjölfar útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 og 200 sjómílur fylgdi mikil fjárfesting í skuttogurum og hafnarmannvirkjum. Afli Íslendinga jókst og gjaldeyrir streymdi til landsins. Gengi krónunnar styrktist og góðæri ríkti. En að því kom að þorskstofninn þoldi ekki ofsóknina og var að hruni kominn upp úr 1982-3. Eftir raungengisris komu timburmennirnir með tilheyrandi lífskjaraskerðingu og atvinnuleysi. Upp úr 2000 hófst útrás fjármálavíkinganna með stuðningi forsetaembættis og annarra stjórnvalda. Það ferðalag einkenndist af ofrisi krónunnar og harkalegu falli og óþarfi að rekja þá sögu frekar. Hagfelld ytri áhrif (lágt gengi krónunnar fyrst eftir hrun, órói á hefðbundnum ferðamannastöðum við sunnanvert Miðjarðarhaf, lágt eldsneytisverð) og markviss markaðssetning stjórnvalda (m.a. með niðurgreiðslu á gerð Hollywood-kvikmynda!) og stórra ferðaþjónustuaðila eru grundvöllur mikillar fjölgunar ferðamanna á Íslandi. Gjaldeyririnn streymir inn og gengið styrkist. Seðlabankinn reynir að halda aftur af gengisstyrkingu krónunnar með ærnum kostnaði (líklega um 25-50 milljarðar á ári vegna kostnaðar við gjaldeyrisvarasjóðinn). Þeir sem muna ófarir fyrri ára eru þegar farnir að tala um að nýtt hrun sé í uppsiglingu. Að flugfélögin munu ofnýta ferðamannaauðlindina með sama hætti og útgerðin ofnýtti síldina og þorskinn og fjármálavíkingarnir trúgirni erlendra sparifjáreigenda. Að gengi krónunnar muni hækka uns ferðamenn finna sér aðra afþreyingu en að láta okra á sér á Íslandi. Að gengi krónunnar muni hækka uns hátæknifyrirtæki og tölvuleikjaframleiðendur flytja starfsemi úr landi. Að gengi krónunnar muni þrengja að útflutningsstarfsemi. Að gengi krónunnar verði svo hátt að útflutningsfyrirtækin pakki saman og hverfi til annarra landa eða leggi upp laupana. Sagan frá 1968 og 1982 og 2008 segir okkur að þessi dapra sviðsmynd getur orðið að raunveruleika, en hún þarf þess ekki. Ef það á að koma í veg fyrir ofris og fall krónunnar verður að hækka kostnað þeirra fyrirtækja sem stunda ferðamannarányrkju án þess að hækka um leið kostnað allra annarra fyrirtækja. Það er hægt, en ekki með því að láta gengið hækka og hækka. Einfaldasta og nærtækasta aðferðin er að hækka komugjöld til landsins og hækka gistináttagjald og setja virðisaukaskatt á gistiþjónustu og veitingaþjónustu í hærra þrep þess skatts. Séu þessar aðgerðir útfærðar með réttum hætti ætti að vera möguleiki að reka sjálfbæra ferðaþjónustu og fjölbreytta útflutningsvöruframleiðslu hér á landi án þess að ferðaþjónustan eyðileggi rekstrargrundvöll annarra útflutningsgreina. Sé ekkert að gert er hætt við nýrri sveiflu raungengis og lífskjara.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar