Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2016 20:00 Eiríkur rauði var ekki að gabba fólk þegar hann valdi Grænlandi þetta hlýlega nafn. Hann fann nefnilega veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum. Þetta kom fram í viðtölum við vísindamenn í þættinum Landnemarnir og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sú mynd sem flestir hafa af Grænlandi er að það sé sannkölluð klakahöll, enda hefur Eiríkur rauði mátt sitja undir því í þúsund ár að hafa með nafngiftinni narrað fólk til að flytjast þangað frá Íslandi. „Eiríkur kvað menn mjög mundu fýsa þangað ef landið héti vel,“ segir í Landnámabók.Í Blómadalnum innan við Narsarsuaq. Gróðurfari svipar til þess sem sjá má í gróðursælustu dölum Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það var innarlega við þann fjörð sem til forna hét Eiríksfjörður sem Eiríkur fann sitt draumaland. Þar fann hann skógi vaxnar hlíðar með birkitrjám og þar byggði hann landnámsbæ sinn, Brattahlíð. Danski fornleifafræðingurinn Ole Guldager sýnir okkur Blómadalinn svokallaða við Narsarsuaq-flugvöll þegar hann segir okkur að Eiríkur rauði hafði ástæðu fyrir nafngiftinni. Svæðið minnir á gróskumestu dali Íslands. Fjörðurinn er um hundrað kílómetra langur og hér við fjarðarbotninn segir Ole að ríki meginlandsloftslag.Ole Guldager, fornleifafræðingur á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Á þessu svæði hér í kringum Eiríksfjörð, sem er kannski 50 sinnum 50 kílómetrar að stærð, er hlýjast og veðursælast á Grænlandi. Það er því engum vafa undirorpið að Eiríkur rauði, sem hafði fyrsta valrétt, valdi sér besta staðinn,“ segir Ole Guldager.Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.„Eiríkur var bara alls ekkert að gabba. Hann fann þetta, hann vissi það,“ segir Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur. Ingvi kortlagði gróðurlendi Grænlands um sex ára skeið. Hann kveðst sannfærður um að svæðið sem Eiríkur fann hafi allt verið skógi vaxið fyrir þúsund árum og það eina sem hentaði til landbúnaðar. „Það er alveg á hreinu. Hann sigldi norður eftir öllu og suður aftur og hann fann þessa staði. Þetta var alveg furðulegt,“ segir Ingvi.Birkikjarrið teygir sig upp á fjöll í Blómadalnum, sem er skammt frá landnámsjörð Eiríks rauða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Eiríkur rauði var ekki að gabba fólk þegar hann valdi Grænlandi þetta hlýlega nafn. Hann fann nefnilega veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum. Þetta kom fram í viðtölum við vísindamenn í þættinum Landnemarnir og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sú mynd sem flestir hafa af Grænlandi er að það sé sannkölluð klakahöll, enda hefur Eiríkur rauði mátt sitja undir því í þúsund ár að hafa með nafngiftinni narrað fólk til að flytjast þangað frá Íslandi. „Eiríkur kvað menn mjög mundu fýsa þangað ef landið héti vel,“ segir í Landnámabók.Í Blómadalnum innan við Narsarsuaq. Gróðurfari svipar til þess sem sjá má í gróðursælustu dölum Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það var innarlega við þann fjörð sem til forna hét Eiríksfjörður sem Eiríkur fann sitt draumaland. Þar fann hann skógi vaxnar hlíðar með birkitrjám og þar byggði hann landnámsbæ sinn, Brattahlíð. Danski fornleifafræðingurinn Ole Guldager sýnir okkur Blómadalinn svokallaða við Narsarsuaq-flugvöll þegar hann segir okkur að Eiríkur rauði hafði ástæðu fyrir nafngiftinni. Svæðið minnir á gróskumestu dali Íslands. Fjörðurinn er um hundrað kílómetra langur og hér við fjarðarbotninn segir Ole að ríki meginlandsloftslag.Ole Guldager, fornleifafræðingur á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Á þessu svæði hér í kringum Eiríksfjörð, sem er kannski 50 sinnum 50 kílómetrar að stærð, er hlýjast og veðursælast á Grænlandi. Það er því engum vafa undirorpið að Eiríkur rauði, sem hafði fyrsta valrétt, valdi sér besta staðinn,“ segir Ole Guldager.Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.„Eiríkur var bara alls ekkert að gabba. Hann fann þetta, hann vissi það,“ segir Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur. Ingvi kortlagði gróðurlendi Grænlands um sex ára skeið. Hann kveðst sannfærður um að svæðið sem Eiríkur fann hafi allt verið skógi vaxið fyrir þúsund árum og það eina sem hentaði til landbúnaðar. „Það er alveg á hreinu. Hann sigldi norður eftir öllu og suður aftur og hann fann þessa staði. Þetta var alveg furðulegt,“ segir Ingvi.Birkikjarrið teygir sig upp á fjöll í Blómadalnum, sem er skammt frá landnámsjörð Eiríks rauða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43
Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00
Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00