Þrjú áhyggjuefni fyrir 2017 Lars Christensen skrifar 28. desember 2016 09:00 Áramótin nálgast og þá er eðlilegt að líta fram á við til nýs árs. Við getum einbeitt okkur að þremur þemum.Trump gegn YellenDonald Trump hefur lýst því yfir að hann vilji losa um stefnuna í ríkisfjármálum með stórum fjárfestingum í innviðum og skattalækkunum til að skapa „milljónir starfa“. Hins vegar er Seðlabanki Bandaríkjanna byrjaður að hækka stýrivexti og hefur tilkynnt að sennilega verði frekari vaxtahækkanir 2017. Þetta getur valdið árekstrum á milli ríkisstjórnar Trumps og Seðlabankans á árinu 2017 og það er augljóst að Trump mun saka Seðlabankann um að vilja skemma „uppsveifluna“ hans – eftir því sem ríkisfjármálin verða lausbeislaðri mun Seðlabankinn hækka stýrivexti meira. Þetta gæti komið af stað vangaveltum um hver verði skipaður nýr seðlabankastjóri þegar Yellen lætur af störfum í síðasta lagi 2018. Hertari peningamálastefna gæti valdið frekari styrkingu dollarsins, sem er sterkur fyrir, og það myndi stuðla að auknum viðskiptahalla Bandaríkjanna. Á sama tíma er líklegt að slakari stefna í ríkisfjármálum muni einnig auka viðskiptahallann. Og þá komum við eðlilega að næsta efni – hættunni á viðskiptastríði.Verndarstefna TrumpsBæði fyrir og eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hélt Donald Trump því fram – ranglega – að Kína væri að „stela“ bandarískum störfum, því Kína hefði verulegan afgang á viðskiptajöfnuði gagnvart Bandaríkjunum og að Bandaríkin ættu þess vegna að setja á refsitolla gegn Kína. Sem betur fer virðist ekki vera mikill stuðningur í fulltrúa- og öldungadeild þingsins við verndartal Trumps, en það væri barnalegt að halda að Trump muni gefa verndarstefnu sína upp á bátinn þegar hann verður forseti. Þess vegna er því miður raunveruleg hætta, ef ekki á viðskiptastríði, þá að minnsta kosti á viðskiptadeilu og ekki aðeins á milli Bandaríkjanna og Kína heldur einnig á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Heimur sem einkennist af verndarstefnu er sannarlega ekki góðs viti fyrir heimsbúskapinn en það sem er jafnvel enn meira áhyggjuefni er að að slíkt getur valdið meiri óvissu í alþjóðasamskiptum.Áframhaldandi mikil (landfræði)pólitísk óvissaÁ undanförnum árum hefur landfræðipólitísk óvissa aukist hratt og á meðan útlit er fyrir aukna verndarstefnu gæti ástandið versnað enn á árinu 2017. Við þetta má bæta mikilli pólitískri óvissu í Evrópu. Athyglin 2017 mun sérstaklega beinast að forsetakosningunum í Frakklandi þar sem markaðir hafa sérstaklega miklar áhyggjur af að Le Pen muni ganga vel, og að þingkosningunum í Þýskalandi sem gætu þýtt að Merkel kanslari færi frá. Hvort tveggja gæti endurvakið evrukrísuna. Að öllu þessu sögðu megum við ekki gleyma að verðbréfamarkaðir heimsins gengu í raun vel mestan hluta ársins 2016 og að heimsbúskapurinn hélt áfram að batna – þrátt fyrir Trump, Brexit, ítölsku bankakreppuna og áframhaldandi áhyggjur af Kína. Það er ekki allt hræðilegt. Gleðilegt nýtt ár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Lars Christensen Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áramótin nálgast og þá er eðlilegt að líta fram á við til nýs árs. Við getum einbeitt okkur að þremur þemum.Trump gegn YellenDonald Trump hefur lýst því yfir að hann vilji losa um stefnuna í ríkisfjármálum með stórum fjárfestingum í innviðum og skattalækkunum til að skapa „milljónir starfa“. Hins vegar er Seðlabanki Bandaríkjanna byrjaður að hækka stýrivexti og hefur tilkynnt að sennilega verði frekari vaxtahækkanir 2017. Þetta getur valdið árekstrum á milli ríkisstjórnar Trumps og Seðlabankans á árinu 2017 og það er augljóst að Trump mun saka Seðlabankann um að vilja skemma „uppsveifluna“ hans – eftir því sem ríkisfjármálin verða lausbeislaðri mun Seðlabankinn hækka stýrivexti meira. Þetta gæti komið af stað vangaveltum um hver verði skipaður nýr seðlabankastjóri þegar Yellen lætur af störfum í síðasta lagi 2018. Hertari peningamálastefna gæti valdið frekari styrkingu dollarsins, sem er sterkur fyrir, og það myndi stuðla að auknum viðskiptahalla Bandaríkjanna. Á sama tíma er líklegt að slakari stefna í ríkisfjármálum muni einnig auka viðskiptahallann. Og þá komum við eðlilega að næsta efni – hættunni á viðskiptastríði.Verndarstefna TrumpsBæði fyrir og eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hélt Donald Trump því fram – ranglega – að Kína væri að „stela“ bandarískum störfum, því Kína hefði verulegan afgang á viðskiptajöfnuði gagnvart Bandaríkjunum og að Bandaríkin ættu þess vegna að setja á refsitolla gegn Kína. Sem betur fer virðist ekki vera mikill stuðningur í fulltrúa- og öldungadeild þingsins við verndartal Trumps, en það væri barnalegt að halda að Trump muni gefa verndarstefnu sína upp á bátinn þegar hann verður forseti. Þess vegna er því miður raunveruleg hætta, ef ekki á viðskiptastríði, þá að minnsta kosti á viðskiptadeilu og ekki aðeins á milli Bandaríkjanna og Kína heldur einnig á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Heimur sem einkennist af verndarstefnu er sannarlega ekki góðs viti fyrir heimsbúskapinn en það sem er jafnvel enn meira áhyggjuefni er að að slíkt getur valdið meiri óvissu í alþjóðasamskiptum.Áframhaldandi mikil (landfræði)pólitísk óvissaÁ undanförnum árum hefur landfræðipólitísk óvissa aukist hratt og á meðan útlit er fyrir aukna verndarstefnu gæti ástandið versnað enn á árinu 2017. Við þetta má bæta mikilli pólitískri óvissu í Evrópu. Athyglin 2017 mun sérstaklega beinast að forsetakosningunum í Frakklandi þar sem markaðir hafa sérstaklega miklar áhyggjur af að Le Pen muni ganga vel, og að þingkosningunum í Þýskalandi sem gætu þýtt að Merkel kanslari færi frá. Hvort tveggja gæti endurvakið evrukrísuna. Að öllu þessu sögðu megum við ekki gleyma að verðbréfamarkaðir heimsins gengu í raun vel mestan hluta ársins 2016 og að heimsbúskapurinn hélt áfram að batna – þrátt fyrir Trump, Brexit, ítölsku bankakreppuna og áframhaldandi áhyggjur af Kína. Það er ekki allt hræðilegt. Gleðilegt nýtt ár!
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar