Að upplifa jól með hug byrjandans Ingrid Kuhlman skrifar 21. desember 2016 09:00 Núvitund hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár og sífellt fleiri leggja áherslu á að þjálfa meðvitaða athygli og vera meira til staðar í eigin lífi. Ekki einungis stjórnendur og starfsfólk í fyrirtækjum á borð við Google, Maersk, eBay, Apple, Nike og Facebook leggja stund á núvitund heldur hafa skólar á öllum skólastigum tekið þetta upp. Nýlega var lýðheilsustefna fyrir landið allt samþykkt ásamt áætlun um aðgerðir sem eiga að stuðla að heilsueflandi samfélagi. Stefnt er að því að þjálfa 800 íslenska kennara í að kenna börnum í leik- og grunnskólum núvitund. Opinn og forvitinn hugurEitt af því sem einkennir núvitund er að nálgast hlutina með hug byrjandans. Hugur byrjandans getur aðstoðað okkur við að sjá hluti í nýju ljósi frekar en að bregðast við þeim á sjálfstýringunni. Hugur byrjandans er opinn og gæddur forvitni og undrun, líkt og hjá ungu barni. Hann tekur þátt í upplifunum eins og um fyrsta skiptið sé að ræða og er laus við fyrirfram mótaðar skoðanir, væntingar, dóma og ályktanir. Hugur byrjandans er í núinu til að skanna, skoða og sjá hluti eins og þeir eru. Hann er frjáls, áhugasamur og vakandi vitund. Um leið og við ákveðum að við vitum allt og höfum upplifað allt áður, lokum við á eldmóðinn og forvitnina. Góð leið til að þjálfa hug byrjandans er að ímynda sér að maður sé að upplifa eitthvað í fyrsta skipti. Ímyndaðu þér til dæmis að þetta séu þín fyrstu jól. Láttu koma þér á óvart. Horfðu undrandi á fegurð jólaljósanna, finndu lyktina af mandarínum, piparkökum og kanil og hlustaði á jólalögin sem óma. Taktu eftir öllu því stóra og smáa sem þú hefur tekið sem sjálfsögðum hlut. Núvitund er einnig að veita matnum sem við borðum óskerta athygli. Virkjaðu öll skynfærin, finndu lyktina af kræsingunum, áferðina á tungunni, greindu í sundur mismunandi bragðtegundir í munninum, finndu hvert tungan fer þegar þú kyngir, o.s.frv. Vertu á staðnum, láttu koma þér á óvart og njóttu. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Núvitund hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár og sífellt fleiri leggja áherslu á að þjálfa meðvitaða athygli og vera meira til staðar í eigin lífi. Ekki einungis stjórnendur og starfsfólk í fyrirtækjum á borð við Google, Maersk, eBay, Apple, Nike og Facebook leggja stund á núvitund heldur hafa skólar á öllum skólastigum tekið þetta upp. Nýlega var lýðheilsustefna fyrir landið allt samþykkt ásamt áætlun um aðgerðir sem eiga að stuðla að heilsueflandi samfélagi. Stefnt er að því að þjálfa 800 íslenska kennara í að kenna börnum í leik- og grunnskólum núvitund. Opinn og forvitinn hugurEitt af því sem einkennir núvitund er að nálgast hlutina með hug byrjandans. Hugur byrjandans getur aðstoðað okkur við að sjá hluti í nýju ljósi frekar en að bregðast við þeim á sjálfstýringunni. Hugur byrjandans er opinn og gæddur forvitni og undrun, líkt og hjá ungu barni. Hann tekur þátt í upplifunum eins og um fyrsta skiptið sé að ræða og er laus við fyrirfram mótaðar skoðanir, væntingar, dóma og ályktanir. Hugur byrjandans er í núinu til að skanna, skoða og sjá hluti eins og þeir eru. Hann er frjáls, áhugasamur og vakandi vitund. Um leið og við ákveðum að við vitum allt og höfum upplifað allt áður, lokum við á eldmóðinn og forvitnina. Góð leið til að þjálfa hug byrjandans er að ímynda sér að maður sé að upplifa eitthvað í fyrsta skipti. Ímyndaðu þér til dæmis að þetta séu þín fyrstu jól. Láttu koma þér á óvart. Horfðu undrandi á fegurð jólaljósanna, finndu lyktina af mandarínum, piparkökum og kanil og hlustaði á jólalögin sem óma. Taktu eftir öllu því stóra og smáa sem þú hefur tekið sem sjálfsögðum hlut. Núvitund er einnig að veita matnum sem við borðum óskerta athygli. Virkjaðu öll skynfærin, finndu lyktina af kræsingunum, áferðina á tungunni, greindu í sundur mismunandi bragðtegundir í munninum, finndu hvert tungan fer þegar þú kyngir, o.s.frv. Vertu á staðnum, láttu koma þér á óvart og njóttu. Gleðileg jól!
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar