Forsetinn vitnaði í Goethe í samúðarkveðju til þýska forsetans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2016 12:39 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Anton Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag samúðarkveðju til forseta Þýskalands, Joachims Gaucks, vegna hryðjuverksins sem framið var á jólamarkaði í Berlín í gærkvöldi. Í tilkynningu frá forsetaembættinu kemur fram að í kveðju forseta fyrir hönd íslensku þjóðarinnar votti hann Þjóðverjum samúð sína og að hugurinn leiti nú til allra þeirra sem eigi um sárt að binda í Berlín. „Í okkar huga er árásin ekki aðeins atlaga gegn því saklausa fólki sem fyrir henni varð heldur beinist hún gegn dýrmætum gildum og lífsgæðum á borð við frelsi og persónulegt öryggi manna. Þannig verk eru eins andstæð þeim friðarboðskap sem jólin og raunar flest trúarbrögð bera í sér og hugsast getur.“ Guðni vitnaði svo til þýska skáldsins til Goethe: „Wir hoffen immer, und in allen Dingen ist hoffen besser als verzweifeln“ („Við höldum alltaf í vonina; alltaf er betra að vona en örvænta“). Þá sendi Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, samúðarskeyti til Michael Müller, borgarstjóra Berlínar, en skeytið er svohljóðandi: „Kæri borgarstjóri, Fyrir hönd allra Reykvíkinga, vil ég votta þér mína dýpstu samúð vegna þeirra voveiflegu atburða sem áttu sér stað á jólamarkaðnum í Breitscheidplatz í gærkvöld. Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, íbúum Berlínar og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessara óskiljanlegu voðaverka.“ Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Í beinni: Árás á jólamarkað í Berlín Á annan tug eru látnir og tæplega fimmtíu slasaðir eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 10:02 Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 09:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag samúðarkveðju til forseta Þýskalands, Joachims Gaucks, vegna hryðjuverksins sem framið var á jólamarkaði í Berlín í gærkvöldi. Í tilkynningu frá forsetaembættinu kemur fram að í kveðju forseta fyrir hönd íslensku þjóðarinnar votti hann Þjóðverjum samúð sína og að hugurinn leiti nú til allra þeirra sem eigi um sárt að binda í Berlín. „Í okkar huga er árásin ekki aðeins atlaga gegn því saklausa fólki sem fyrir henni varð heldur beinist hún gegn dýrmætum gildum og lífsgæðum á borð við frelsi og persónulegt öryggi manna. Þannig verk eru eins andstæð þeim friðarboðskap sem jólin og raunar flest trúarbrögð bera í sér og hugsast getur.“ Guðni vitnaði svo til þýska skáldsins til Goethe: „Wir hoffen immer, und in allen Dingen ist hoffen besser als verzweifeln“ („Við höldum alltaf í vonina; alltaf er betra að vona en örvænta“). Þá sendi Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, samúðarskeyti til Michael Müller, borgarstjóra Berlínar, en skeytið er svohljóðandi: „Kæri borgarstjóri, Fyrir hönd allra Reykvíkinga, vil ég votta þér mína dýpstu samúð vegna þeirra voveiflegu atburða sem áttu sér stað á jólamarkaðnum í Breitscheidplatz í gærkvöld. Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, íbúum Berlínar og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessara óskiljanlegu voðaverka.“
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Í beinni: Árás á jólamarkað í Berlín Á annan tug eru látnir og tæplega fimmtíu slasaðir eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 10:02 Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 09:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Í beinni: Árás á jólamarkað í Berlín Á annan tug eru látnir og tæplega fimmtíu slasaðir eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 10:02
Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 09:05