Her Senegal ræðst til atlögu í Gambíu Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2017 21:39 Adama Barrow sór embættiseið í dag og kallaði eftir því að her Gambíu stigi til hliðar þar til Jammeh væri farinn frá. Vísir/AFP Hermenn Senegal hafa nú ráðist til atlögu í Gambíu. Markmið þeirra er að koma Adama Barrow, réttkjörnum forseta landsins, í embætti og er Senegal stutt af öðrum nágrannaríkjum Gambíu. Leiðtogar annarra ríkja vestur-Afríku leituðu eftir stuðningi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna við aðgerðunum og fékkst það í dag. Ráðið tók þó fram að það væri á móti átökum og vildi að málið yrði leyst friðsamlega.Yahya Jammeh tók við völdum í landinu árið 1994 í tiltölulega friðsömu valdaráni. Andstæðingur hans, Adama Barrow, vann óvæntan sigur í forsetakosningum í desember. Jammeh hefur þo neitað að víkja en til stóð að Barrow tæki við völdum í dag. Í staðinn sór Barrow embættiseið í sendiráði Gambíu í Senegal í dag.Barrow lýsti því svo yfir að hermenn Gambíu ættu að halda til í herstöðvum sínum og að komið yrði fram við þá sem veittu mótspyrnu sem uppreisnarmenn. Þrátt fyrir hernaðaraðgerðirnar eru enn tilraunir til að leysa málið á friðsamlegum nótum.Samkvæmt AFP fögnuðu stuðningsmenn Barrow og götum Banjul, höfuðborgar Gambíu, eftir að hann sór embættiseiðinn. Hermenn munu hafa fylgst með fagnaðarlátunum án þess að grípa inn í. BBC segir þó að þeir hafi verið fáir, en nú sé Banjul eins og draugabær.Senegal troops move into Gambia as new president sworn in https://t.co/x0Izi5xwoB pic.twitter.com/XfzFh7Nntm— AFP news agency (@AFP) January 19, 2017 Gambía Senegal Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Hermenn Senegal hafa nú ráðist til atlögu í Gambíu. Markmið þeirra er að koma Adama Barrow, réttkjörnum forseta landsins, í embætti og er Senegal stutt af öðrum nágrannaríkjum Gambíu. Leiðtogar annarra ríkja vestur-Afríku leituðu eftir stuðningi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna við aðgerðunum og fékkst það í dag. Ráðið tók þó fram að það væri á móti átökum og vildi að málið yrði leyst friðsamlega.Yahya Jammeh tók við völdum í landinu árið 1994 í tiltölulega friðsömu valdaráni. Andstæðingur hans, Adama Barrow, vann óvæntan sigur í forsetakosningum í desember. Jammeh hefur þo neitað að víkja en til stóð að Barrow tæki við völdum í dag. Í staðinn sór Barrow embættiseið í sendiráði Gambíu í Senegal í dag.Barrow lýsti því svo yfir að hermenn Gambíu ættu að halda til í herstöðvum sínum og að komið yrði fram við þá sem veittu mótspyrnu sem uppreisnarmenn. Þrátt fyrir hernaðaraðgerðirnar eru enn tilraunir til að leysa málið á friðsamlegum nótum.Samkvæmt AFP fögnuðu stuðningsmenn Barrow og götum Banjul, höfuðborgar Gambíu, eftir að hann sór embættiseiðinn. Hermenn munu hafa fylgst með fagnaðarlátunum án þess að grípa inn í. BBC segir þó að þeir hafi verið fáir, en nú sé Banjul eins og draugabær.Senegal troops move into Gambia as new president sworn in https://t.co/x0Izi5xwoB pic.twitter.com/XfzFh7Nntm— AFP news agency (@AFP) January 19, 2017
Gambía Senegal Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira