Eru þetta endalok „Trump-batans“? Lars Christensen skrifar 18. janúar 2017 12:15 Ég held yfirleitt ekki að ég geti haft betur en markaðurinn en nú er hins vega nokkuð sem veldur mér áhyggjum: „Trump-batinn“ á bandaríska verðbréfamarkaðnum gæti verið við það að taka enda. Mér virðist að fjárfestar á bandaríska verðbréfamarkaðnum séu að einbeita sér að hugsanlegu afnámi regluverks og skattalækkunum (og fjárfestingum í innviðum). Og auðvitað gæti sú orðið raunin og afnám regluverks og skattalækkanir ættu vissulega að vera fagnaðarefni fyrir bandaríska hagkerfið og bandaríska verðbréfamarkaðinn. En ef það verða gerðar kerfisbreytingar þá verður það vegna þess að meirihluti Repúblíkana í báðum deildum þingsins vill það – ekki vegna Trumps. Trump heldur áfram að fylgja þessum hugmyndum í orði kveðnu en hann hefur sannarlega ekki verið samkvæmur sjálfum sér. Það er ekkert í fortíð Trumps sem segir okkur að hann sé „maður hins frjálsa markaðar“. En hann hefur verið stefnufastur – jafnvel mjög stefnufastur – í boðskap sínum um verndarstefnu og óhróðri um Kínverja. Núna hunsa markaðirnir þetta, og það er kannski ekki rangt að gera það, en ég verð að segja að tal Trumps um 35% tolla hræðir mig verulega og sömuleiðis stöðugar tilraunir hans til að „snapa fæting“ við Kína.Virðingarleysi við leikreglur Annar þáttur sem gæti markað endalok „Trump-batans“ er að ekki aðeins mun Seðlabanki Bandaríkjanna hækka stýrivexti í næstu viku heldur gæti seðlabankinn einnig sent herskárri merki en markaðurinn gerir nú ráð fyrir. Hvað þetta varðar myndi ég sérstaklega fylgjast með verðbólguvæntingum sem hafa í raun hætt að hækka síðan verðbólguvæntingar markaðarins fóru upp fyrir 2% fyrir jól. Í millitíðinni hafa viðskipti á bandarískum verðbréfamörkuðum almennt haldið áfram á (hóflega) hærra verði. Þarna virðist mér vera nokkurt sambandsleysi. Þar að auki er ljóst að Trump ber ekki mikla virðingu fyrir almennum leikreglum. Hann vill kúga bandarísk fyrirtæki til að framleiða í Bandaríkjunum og vill skattleggja hvert það fyrirtæki sem vill framleiða í Kína eða Mexíkó og flytja vörurnar aftur til Bandaríkjanna.Daður við verndarstefnu Með öðrum orðum má segja að Trump styðji viðskipti (að minnsta kosti viðskipti vina sinna) en það er mun síður ljóst hvort hann er markaðssinni eða fylgjandi samkeppni. Þótt afnám hamlandi reglna verði gott fyrir bandaríska hagkerfið er daður hans við verndartollastefnu og hörð afstaða gegn innflytjendum mun neikvæðari. Raunar gætu þessi stefnumál dregið verulega úr langtímahagvexti í bandaríska hagkerfinu. Svo þótt sumt í stefnu Trumps séu góðar fréttir fyrir verðbréfamarkaðina er sannarlega stór hluti stefnunnar sem gæti verið mjög neikvæður fyrir verðbréfamarkaðinn og ef verndarstefnan og stefnan gegn innflytjendum (og sívaxandi fjárlagahalli) verður yfirsterkari en skattalækkanir og afnám regluverks þá gæti „Trump-batinn“ brátt verið fyrir bí. Spurningin er hvort það verði fyrir eða eftir að hann sver eið sem 45. forseti Bandaríkjanna á föstudaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Lars Christensen Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég held yfirleitt ekki að ég geti haft betur en markaðurinn en nú er hins vega nokkuð sem veldur mér áhyggjum: „Trump-batinn“ á bandaríska verðbréfamarkaðnum gæti verið við það að taka enda. Mér virðist að fjárfestar á bandaríska verðbréfamarkaðnum séu að einbeita sér að hugsanlegu afnámi regluverks og skattalækkunum (og fjárfestingum í innviðum). Og auðvitað gæti sú orðið raunin og afnám regluverks og skattalækkanir ættu vissulega að vera fagnaðarefni fyrir bandaríska hagkerfið og bandaríska verðbréfamarkaðinn. En ef það verða gerðar kerfisbreytingar þá verður það vegna þess að meirihluti Repúblíkana í báðum deildum þingsins vill það – ekki vegna Trumps. Trump heldur áfram að fylgja þessum hugmyndum í orði kveðnu en hann hefur sannarlega ekki verið samkvæmur sjálfum sér. Það er ekkert í fortíð Trumps sem segir okkur að hann sé „maður hins frjálsa markaðar“. En hann hefur verið stefnufastur – jafnvel mjög stefnufastur – í boðskap sínum um verndarstefnu og óhróðri um Kínverja. Núna hunsa markaðirnir þetta, og það er kannski ekki rangt að gera það, en ég verð að segja að tal Trumps um 35% tolla hræðir mig verulega og sömuleiðis stöðugar tilraunir hans til að „snapa fæting“ við Kína.Virðingarleysi við leikreglur Annar þáttur sem gæti markað endalok „Trump-batans“ er að ekki aðeins mun Seðlabanki Bandaríkjanna hækka stýrivexti í næstu viku heldur gæti seðlabankinn einnig sent herskárri merki en markaðurinn gerir nú ráð fyrir. Hvað þetta varðar myndi ég sérstaklega fylgjast með verðbólguvæntingum sem hafa í raun hætt að hækka síðan verðbólguvæntingar markaðarins fóru upp fyrir 2% fyrir jól. Í millitíðinni hafa viðskipti á bandarískum verðbréfamörkuðum almennt haldið áfram á (hóflega) hærra verði. Þarna virðist mér vera nokkurt sambandsleysi. Þar að auki er ljóst að Trump ber ekki mikla virðingu fyrir almennum leikreglum. Hann vill kúga bandarísk fyrirtæki til að framleiða í Bandaríkjunum og vill skattleggja hvert það fyrirtæki sem vill framleiða í Kína eða Mexíkó og flytja vörurnar aftur til Bandaríkjanna.Daður við verndarstefnu Með öðrum orðum má segja að Trump styðji viðskipti (að minnsta kosti viðskipti vina sinna) en það er mun síður ljóst hvort hann er markaðssinni eða fylgjandi samkeppni. Þótt afnám hamlandi reglna verði gott fyrir bandaríska hagkerfið er daður hans við verndartollastefnu og hörð afstaða gegn innflytjendum mun neikvæðari. Raunar gætu þessi stefnumál dregið verulega úr langtímahagvexti í bandaríska hagkerfinu. Svo þótt sumt í stefnu Trumps séu góðar fréttir fyrir verðbréfamarkaðina er sannarlega stór hluti stefnunnar sem gæti verið mjög neikvæður fyrir verðbréfamarkaðinn og ef verndarstefnan og stefnan gegn innflytjendum (og sívaxandi fjárlagahalli) verður yfirsterkari en skattalækkanir og afnám regluverks þá gæti „Trump-batinn“ brátt verið fyrir bí. Spurningin er hvort það verði fyrir eða eftir að hann sver eið sem 45. forseti Bandaríkjanna á föstudaginn.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar