Aron: Erum sjálfum okkur verstir í slæma kaflanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2017 06:00 Aron hefur glímt við erfið nárameiðsli undanfarna mánuði. vísir/ernir Blóðtakan var mikil fyrir íslenska landsliðið í handbolta þegar það kom í ljós, daginn fyrir fyrsta leik þess á HM í Frakklandi, að Aron Pálmarsson yrði ekkert með. Aron hafði verið að glíma við meiðsli í nára í einn og hálfan mánuð og reyndi hvað hann gat að ná sér góðum í tæka tíð en án árangurs. Aron segir í samtali við Fréttablaðið að hann sé nú orðinn verkjalaus og að hann sé bjartsýnn á að geta spilað aftur innan tíðar. Hann sé þó rétt svo að koma sér aftur af stað og ótímabært að segja nákvæmlega hvenær það gæti orðið. Sjá einnig: Aron: Ég er í kappi við tímann „Þetta er orðið verulega þreytt,“ viðurkennir Aron sem hefur verið í endurhæfingu á Íslandi síðan í nóvember. „Þetta er í góðum farvegi en ég flýti mér hægt. Ég er hræddur við að fara of geyst af stað en ætti þó að vera kominn með góðan grunn. Ég er með mikið af jákvæðu fólki í kringum mig sem hjálpar mér mikið.“Lét reyna á meiðslin heima Aron hélt kyrru fyrir heima á meðan landsliðið lék á æfingamóti í Danmörku. Þaðan héldu strákarnir til Frakklands og þangað kom Aron til að gera lokatilraun til að ná mótinu. „Ég hélt í vonina. Ég hafði farið í sprautumeðferð en hún var ekki byrjuð að virka. Hún er fyrst núna farin að bera árangur. En daginn fyrir leikinn gegn Spáni gat ég ekki verið með inni á teig á æfingum,“ útskýrir Aron sem taldi þá best að koma sér aftur til Íslands. „Þetta snerist að of miklu leyti um mig og mína stöðu. Ég vildi því létta á liðinu með því að fara aftur í burtu.“ Sjá einnig: Aron verður ekki með á HM Þó svo að það hafi aldrei verið viðurkennt á meðan á mótinu stóð var haldið í þá von að Aron gæti komið inn í liðið á síðari stigum þess. „Ég lét reyna tvisvar á meiðslin eftir að HM í byrjaði en ég náði aldrei að verða nógu góður.“Aron í leik með landsliðinu.vísir/epaNýliðarnir litu vel út Ísland féll úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar eftir baráttuleik gegn gestgjöfum sínum, Frökkum. Þrátt fyrir tapið var leikurinn einn sá besti hjá Íslandi í keppninni. En þegar upp var staðið vann Ísland aðeins einn leik allt mótið – gegn Angóla. Strákarnir fóru illa að ráði sínu á lokakafla nokkurra annarra leikja. Aron segir að það sé hægt að nefna margt jákvætt við frammistöðu Íslands en líka neikvætt. „Best var að við fengum svör við spurningum um nokkra leikmenn og hvað þeir væru komnir langt,“ segir Aron. Hann nefnir ungu nýliðana, Janus Daða Smárason, Arnar Frey Arnarsson og Ómar Inga Magnússon, sem fengu dýrmæta reynslu. „Þeir litu vel út þó svo að það hafi ekki verið hægt að reikna með neinu frá þeim fyrirfram,“ segir hann. Skytturnar Rúnar Kárason og Ólafur Guðmundsson fengu í fyrsta sinn stór hlutverk með landsliðinu á stórmóti og þeim fór það vel úr hendi. „Auðvitað gerðu menn mistök, eins og við var að búast. En þeir voru báðir áræðnir og sýndu að þeir geta vel spilað á þessu sviði. Það er samt heilmikið sem þarf að laga við leik liðsins.“Aron Pálmarsson.Vísir/AFPTrylltur heima í sófanum Hinn svokallaði slæmi kafli íslenska liðsins fékk sitt sviðsljós á þessu móti, eftir frægt viðtal við fyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson á RÚV. „Slæmi kaflinn“ skaut upp kollinum reglulega á mótinu, til að mynda í lokaleiknum gegn Frökkum þar sem Íslendingar misstu leikinn úr höndunum í upphafi síðari hálfleiks eftir góðan fyrri hálfleik. „Ég þurfti að hafa mig hægan heima í sófanum,“ sagði Aron í léttum dúr um fyrri hálfleikinn. „Ég var orðinn það trylltur. Ég þurfti bara að passa nárann.“ Talið berst svo að umræddum slæmum kafla sem fór illa með okkar menn í leiknum gegn Frökkum. „Yfirleitt þegar við eigum slæman kafla þá erum við í raun að gefa þetta frá okkur. Við erum ekki að klikka á opnum færum eða að spila lélegan handbolta, heldur erum við að gera mistök og erum sjálfum okkur verstir. Við erum í raun að kasta boltanum frá okkur. Handboltinn í dag er þannig að ef þú gerir mistök þá er þér langoftast refsað með marki.“ Sjá einnig: Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron segir að það jákvæða við þetta sé að það sé hægt að koma í veg fyrir mistök sem þessi. „Ég hef ekki áhyggjur af þessu enda er þetta ekki vanalegt að sjá þetta þegar menn eru að spila með sínum félagsliðum.“ Hann segir að framtíð liðsins sé björt og að Geir Sveinsson sé á réttri leið. „Auðvitað erum við með mikinn metnað og krefjumst að okkur gangi vel. En miðað við aðstæður nú hefði verið ósanngjarnt að búast við meiru,“ segir Aron. „Við nýttum þetta mót til að fá ákveðin svör og ég held að Geir hafi fengið mörg svör, sem við getum verið sáttir við. Það þarf aga, sjálfstraust og öryggi og það eru atriði sem hægt er að byggja upp. Ég hef trú á því að við munum standa okkur vel í næstu leikjum.“ HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Blóðtakan var mikil fyrir íslenska landsliðið í handbolta þegar það kom í ljós, daginn fyrir fyrsta leik þess á HM í Frakklandi, að Aron Pálmarsson yrði ekkert með. Aron hafði verið að glíma við meiðsli í nára í einn og hálfan mánuð og reyndi hvað hann gat að ná sér góðum í tæka tíð en án árangurs. Aron segir í samtali við Fréttablaðið að hann sé nú orðinn verkjalaus og að hann sé bjartsýnn á að geta spilað aftur innan tíðar. Hann sé þó rétt svo að koma sér aftur af stað og ótímabært að segja nákvæmlega hvenær það gæti orðið. Sjá einnig: Aron: Ég er í kappi við tímann „Þetta er orðið verulega þreytt,“ viðurkennir Aron sem hefur verið í endurhæfingu á Íslandi síðan í nóvember. „Þetta er í góðum farvegi en ég flýti mér hægt. Ég er hræddur við að fara of geyst af stað en ætti þó að vera kominn með góðan grunn. Ég er með mikið af jákvæðu fólki í kringum mig sem hjálpar mér mikið.“Lét reyna á meiðslin heima Aron hélt kyrru fyrir heima á meðan landsliðið lék á æfingamóti í Danmörku. Þaðan héldu strákarnir til Frakklands og þangað kom Aron til að gera lokatilraun til að ná mótinu. „Ég hélt í vonina. Ég hafði farið í sprautumeðferð en hún var ekki byrjuð að virka. Hún er fyrst núna farin að bera árangur. En daginn fyrir leikinn gegn Spáni gat ég ekki verið með inni á teig á æfingum,“ útskýrir Aron sem taldi þá best að koma sér aftur til Íslands. „Þetta snerist að of miklu leyti um mig og mína stöðu. Ég vildi því létta á liðinu með því að fara aftur í burtu.“ Sjá einnig: Aron verður ekki með á HM Þó svo að það hafi aldrei verið viðurkennt á meðan á mótinu stóð var haldið í þá von að Aron gæti komið inn í liðið á síðari stigum þess. „Ég lét reyna tvisvar á meiðslin eftir að HM í byrjaði en ég náði aldrei að verða nógu góður.“Aron í leik með landsliðinu.vísir/epaNýliðarnir litu vel út Ísland féll úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar eftir baráttuleik gegn gestgjöfum sínum, Frökkum. Þrátt fyrir tapið var leikurinn einn sá besti hjá Íslandi í keppninni. En þegar upp var staðið vann Ísland aðeins einn leik allt mótið – gegn Angóla. Strákarnir fóru illa að ráði sínu á lokakafla nokkurra annarra leikja. Aron segir að það sé hægt að nefna margt jákvætt við frammistöðu Íslands en líka neikvætt. „Best var að við fengum svör við spurningum um nokkra leikmenn og hvað þeir væru komnir langt,“ segir Aron. Hann nefnir ungu nýliðana, Janus Daða Smárason, Arnar Frey Arnarsson og Ómar Inga Magnússon, sem fengu dýrmæta reynslu. „Þeir litu vel út þó svo að það hafi ekki verið hægt að reikna með neinu frá þeim fyrirfram,“ segir hann. Skytturnar Rúnar Kárason og Ólafur Guðmundsson fengu í fyrsta sinn stór hlutverk með landsliðinu á stórmóti og þeim fór það vel úr hendi. „Auðvitað gerðu menn mistök, eins og við var að búast. En þeir voru báðir áræðnir og sýndu að þeir geta vel spilað á þessu sviði. Það er samt heilmikið sem þarf að laga við leik liðsins.“Aron Pálmarsson.Vísir/AFPTrylltur heima í sófanum Hinn svokallaði slæmi kafli íslenska liðsins fékk sitt sviðsljós á þessu móti, eftir frægt viðtal við fyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson á RÚV. „Slæmi kaflinn“ skaut upp kollinum reglulega á mótinu, til að mynda í lokaleiknum gegn Frökkum þar sem Íslendingar misstu leikinn úr höndunum í upphafi síðari hálfleiks eftir góðan fyrri hálfleik. „Ég þurfti að hafa mig hægan heima í sófanum,“ sagði Aron í léttum dúr um fyrri hálfleikinn. „Ég var orðinn það trylltur. Ég þurfti bara að passa nárann.“ Talið berst svo að umræddum slæmum kafla sem fór illa með okkar menn í leiknum gegn Frökkum. „Yfirleitt þegar við eigum slæman kafla þá erum við í raun að gefa þetta frá okkur. Við erum ekki að klikka á opnum færum eða að spila lélegan handbolta, heldur erum við að gera mistök og erum sjálfum okkur verstir. Við erum í raun að kasta boltanum frá okkur. Handboltinn í dag er þannig að ef þú gerir mistök þá er þér langoftast refsað með marki.“ Sjá einnig: Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron segir að það jákvæða við þetta sé að það sé hægt að koma í veg fyrir mistök sem þessi. „Ég hef ekki áhyggjur af þessu enda er þetta ekki vanalegt að sjá þetta þegar menn eru að spila með sínum félagsliðum.“ Hann segir að framtíð liðsins sé björt og að Geir Sveinsson sé á réttri leið. „Auðvitað erum við með mikinn metnað og krefjumst að okkur gangi vel. En miðað við aðstæður nú hefði verið ósanngjarnt að búast við meiru,“ segir Aron. „Við nýttum þetta mót til að fá ákveðin svör og ég held að Geir hafi fengið mörg svör, sem við getum verið sáttir við. Það þarf aga, sjálfstraust og öryggi og það eru atriði sem hægt er að byggja upp. Ég hef trú á því að við munum standa okkur vel í næstu leikjum.“
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira