Handbolti

Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigur­leikjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst hjá Haukum í kvöld.
Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst hjá Haukum í kvöld. Vísir/Jón Gautur

Haukar sóttu tvö stig á Seltjarnarnesi í kvöld í Olís deild kvenna í handbolta.

Haukakonur unnu þá átta marka sigur á Gróttu, 34-26. Haukar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13.

Með þessum sigri náðu Haukakonur Fram að stigum en bæði lið eru með sextán stig eftir ellefu leiki.

Haukaliðið er að byrja nýja árið vel en liðið vann útisigur á Stjörnunni í fyrsta leik ársins.

Landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir var að venju allt í öllu hjá Haukum með níu mörk og fimm stoðsendingar.

Rakel Oddný Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk og þær Alexandra Líf Arnarsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir var með fimm mörk hvor. Rut Jónsdóttir skoraði kannski bara þrjú mörk en hún átti tíu stoðsendingar á liðsfélaga sína.

Karlotta Óskarsdóttir og Ída Margrét Stefánsdóttir skoruðu mest fyrir Gróttu eða átta mörk hvor.

Gróttukonur hafa tapað tveimur fyrstu leikjum ársins, níu af ellefu leikjum tímabilsins og sitja fyrir vikið í botnsæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×