Strákarnir okkar hafa bara einu sinni endaði neðar á HM | Ísland í 14. sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2017 10:30 Björgvin Páll Gústavsson og félagar í íslenska landsliðið unnu aðeins einn leik á HM í Frakklandi. Vísir/Getty Íslenska handboltalandsliðið endaði í fjórtánda sæti á HM í Frakklandi en þetta varð ljóst eftir að keppni í sextán liða úrslitunum lauk í gær. Makedónía og Brasilía eru bæði fyrir neðan Ísland en þau komust líka ekki lengra en í sextán liða úrslitin. Íslenska liðið vann aðeins einn leik á mótinu (á móti Angóla) en með því að tapa með bara einu marki á móti Slóveníu og gera jafntefli við Makedóníu þá skilar hagstæð markatala íslenska liðsins liðinu upp fyrir Makedóníu og Brasilíu. Ísland tapaði með aðeins samtals sjö mörkum samanlagt á móti Spánverjum og Slóvenum en Makedóníubúar voru í mínus ellefu í þessum tveimur leikjum. Brasilíumenn töpuðu öllum þremur leikjum sínum á móti efstu þremur liðunum í riðlinum og þrátt fyrir góða frammistöðu og aðeins eins marks tap á móti Spáni í sextán liða úrslitunum þá þurfa Brassarnir að sætta sig við sextánda sætið. Hvít-Rússa töpuðu kannski með 19 marka mun á móti Svíum í sextán liða úrslitunum í gær en sigur liðsins á móti Ungverjum í riðlinum skilar liðinu alla leið upp í 11. sætið. Liðunum í níunda til sextánda sæti er raðað eftir árangri þeirra á móti liðum í þeirra riðli sem komust áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Ísland hefur aðeins einu sinni endaði neðar á heimsmeistaramóti en það var undir stjórn Viggós Sigurðssonar á HM í Túnis fyrir tólf árum síðan. Viggó var þá, eins og Geir Sveinsson, á fyrsta stórmóti sínu með íslenska landsliðið og tók inn marga nýliða sem áttu eftir að vera í stórum hlutverkum á gullárunum sem tóku við. Ísland hefur tvisvar áður endað í 14. sæti á HM þar á meðal á HM á Íslandi þegar Geir Sveinsson var fyrirliði íslenska landsliðið. Geir komst í úrvalsliðið HM 1995.Röð landsliða sem duttu út úr sextán liða úrslitunum:(Innan sviga er árangur á móti liðum 1 til 4 í riðlinum) 9. sæti Þýskaland (6 stig, +17) 10.sæti Danmörk (6 stig, +12) 11. sæti Hvíta-Rússland (2 stig, -10) 12. sæti Rússland (2 stig, -11) 13. sæti Egyptaland (2 stig, -12) 14. sæti Ísland (1 stig, -7) 15. sæti Makedónía (1 stig, -11) 16. sæti Brasilía (0 stig, -32)Slakasta frammistaða Íslands í sögu HM 15. sæti - HM í Túnis 2005 (Viggó Sigurðsson þjálfaði liðið)14. sæti - HM í Frakklandi 2017 (Geir Sveinsson) 14. sæti - HM á Íslandi 1995 (Þorbergur Aðalsteinsson) 14. sæti - HM í Austur-Þýskalandi 1974 (Karl G. Benediktsson 13. sæti - HM í Danmörku 1978 (Birgir Björnsson) 12. sæti - HM á Spáni (Aron Kristjánsson) 11. sæti - HM í Katar 2015 (Aron Kristjánsson) 11. sæti - HM í Frakklandi 2001 (Þorbjörn Jensson) 11. sæti - HM í Frakklandi 1970 (Hilmar Björnsson) 10. sæti - HM í Tékkóslóvakíu 1990 (Bogdan Kowalczyk) 10. sæti - HM í Austur-Þýskalandi 1958 (Hallsteinn Hinriksson) HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið endaði í fjórtánda sæti á HM í Frakklandi en þetta varð ljóst eftir að keppni í sextán liða úrslitunum lauk í gær. Makedónía og Brasilía eru bæði fyrir neðan Ísland en þau komust líka ekki lengra en í sextán liða úrslitin. Íslenska liðið vann aðeins einn leik á mótinu (á móti Angóla) en með því að tapa með bara einu marki á móti Slóveníu og gera jafntefli við Makedóníu þá skilar hagstæð markatala íslenska liðsins liðinu upp fyrir Makedóníu og Brasilíu. Ísland tapaði með aðeins samtals sjö mörkum samanlagt á móti Spánverjum og Slóvenum en Makedóníubúar voru í mínus ellefu í þessum tveimur leikjum. Brasilíumenn töpuðu öllum þremur leikjum sínum á móti efstu þremur liðunum í riðlinum og þrátt fyrir góða frammistöðu og aðeins eins marks tap á móti Spáni í sextán liða úrslitunum þá þurfa Brassarnir að sætta sig við sextánda sætið. Hvít-Rússa töpuðu kannski með 19 marka mun á móti Svíum í sextán liða úrslitunum í gær en sigur liðsins á móti Ungverjum í riðlinum skilar liðinu alla leið upp í 11. sætið. Liðunum í níunda til sextánda sæti er raðað eftir árangri þeirra á móti liðum í þeirra riðli sem komust áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Ísland hefur aðeins einu sinni endaði neðar á heimsmeistaramóti en það var undir stjórn Viggós Sigurðssonar á HM í Túnis fyrir tólf árum síðan. Viggó var þá, eins og Geir Sveinsson, á fyrsta stórmóti sínu með íslenska landsliðið og tók inn marga nýliða sem áttu eftir að vera í stórum hlutverkum á gullárunum sem tóku við. Ísland hefur tvisvar áður endað í 14. sæti á HM þar á meðal á HM á Íslandi þegar Geir Sveinsson var fyrirliði íslenska landsliðið. Geir komst í úrvalsliðið HM 1995.Röð landsliða sem duttu út úr sextán liða úrslitunum:(Innan sviga er árangur á móti liðum 1 til 4 í riðlinum) 9. sæti Þýskaland (6 stig, +17) 10.sæti Danmörk (6 stig, +12) 11. sæti Hvíta-Rússland (2 stig, -10) 12. sæti Rússland (2 stig, -11) 13. sæti Egyptaland (2 stig, -12) 14. sæti Ísland (1 stig, -7) 15. sæti Makedónía (1 stig, -11) 16. sæti Brasilía (0 stig, -32)Slakasta frammistaða Íslands í sögu HM 15. sæti - HM í Túnis 2005 (Viggó Sigurðsson þjálfaði liðið)14. sæti - HM í Frakklandi 2017 (Geir Sveinsson) 14. sæti - HM á Íslandi 1995 (Þorbergur Aðalsteinsson) 14. sæti - HM í Austur-Þýskalandi 1974 (Karl G. Benediktsson 13. sæti - HM í Danmörku 1978 (Birgir Björnsson) 12. sæti - HM á Spáni (Aron Kristjánsson) 11. sæti - HM í Katar 2015 (Aron Kristjánsson) 11. sæti - HM í Frakklandi 2001 (Þorbjörn Jensson) 11. sæti - HM í Frakklandi 1970 (Hilmar Björnsson) 10. sæti - HM í Tékkóslóvakíu 1990 (Bogdan Kowalczyk) 10. sæti - HM í Austur-Þýskalandi 1958 (Hallsteinn Hinriksson)
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira