Þetta hefur mbl.is eftir heimildum en á myndbandi má heyra að kallað er að dómara í leiknum, af áhorfendapöllunum: „Ertu of skáeygður til að sjá þetta.“ Ekki sést þó á upptökunni hver lét þessi orð falla.
Leikið var í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ og heyrast köll áhorfenda að dómurum eftir að Kristján Örn Ómarsson, leikmaður Breiðabliks, ýtti við Atla Hrafni Hjartarsyni, leikmanni Stjörnunnar, sem féll í gólfið. Boltinn var þá hvergi nærri og fór atvikið framhjá dómurum leiksins.
Dómararnir, þeir Einar Valur Gunnarsson og Federick Alfred U Capellan, hafa nú lagt fram kæru samkvæmt frétt mbl.is og beinis kæran að KFG, Knattspyrnufélagi Garðabæjar, sem umsjónaraðila leiksins.
KFG vann leikinn eftir framlengingu, 108-101, og er með 10 stig í 6. sæti deildarinnar en Breiðablik er sæti ofar með 14 stig.