Vaðlaheiðargöng fjölga fjölskyldum í Fnjóskadal Kristján Már Unnarsson skrifar 6. febrúar 2017 18:00 Þótt enn sé langt í að Vaðlaheiðargöng opnist eru fjölskyldur þegar farnar að flytjast í Fnjóskadal vegna jarðganganna. Þannig keyptu hjón jörð í dalnum til að stofna þar textílverkstæði, veitingahús og húsdýragarð. Um þetta er fjallað í fréttum Stöðvar 2. Bormenn Vaðlaheiðarganga sjá nú fram á að slá í gegn fyrir páska sem myndi þýða að göngin yrðu opnuð umferð sumarið 2018. Sú sextán kílómetra stytting, sem fæst, þykir sumum kannski ekki mikil. Austan Vaðlaheiðar eru menn þó farnir að skynja að áhrif þeirra gætu orðið drjúg.Frá Brúnagerði. Þau Guðbergur Eyjólfsson og Birna Friðriksdóttir hafa komið á fót textílverkstæði í gömlu minkahúsi og undirbúa fjölskyldu- og húsdýragarð.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í kvikmyndatökum fyrir þáttinn „Um land allt" kynntumst við fjölskyldum sem hafa nýlega flutt í Fnjóskadal vegna ganganna. Þeirra á meðal eru hjónin Birna Friðriksdóttir og Guðbergur Eyjólfsson sem fluttu að sunnan með börnin sín þrjú og keyptu jörðina Brúnagerði. „Við í rauninni búum nánast á Akureyri, en útaf fyrir okkur í sveit, þegar göngin verða komin,“ segir Guðbergur. Hann segir það henta fjölskyldunni vel því um það leyti sem göngin opnast verði elsta barnið komið í framhaldsskóla.Birna Kristín á textílverkstæðinu í Fnjóskadal. Þar eru framleiddar flíkur fyrir verslun þeirra, Gjósku á Skólavörðustíg í Reykjavík.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Birna hefur komið á fót textílverkstæði í gömlu minkahúsi þar sem hún vinnur flíkur fyrir verslunina Gjósku, sem þau eiga í Reykjavík. Þau er komin í hestamennsku en í gömlu fjárhúsunum má nú einnig sjá svín, kanínur, kálfa og geitur því þau eru að fara að opna fjölskyldu- og húsdýragarð og veitingastað í Brúnagerði.Frá Brúnagerði. Jörðin er vestan ár, á milli Vaglaskógar og Illugastaða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Skrifstofa Þingeyjarsveitar er að Laugum í Reykjadal og þar segir sveitarstjórinn, Dagbjört Jónsdóttir, að göngin muni hafa víðtæk áhrif, meðal annars á byggðakjarnann á Laugum. „Fólk sækir nú þegar vinnu á Akureyri sem er til dæmis búsett hér í kjarnanum á Laugum. Það horfir auðvitað til Vaðlaheiðarganga. Það mun verða enn auðveldara en í dag,“ segir Dagbjört.Frá Draflastöðum. Þar er rekin ferðaþjónusta en aðeins yfir sumartímann. Fjölskyldan þar vonast til að með jarðgöngunum gefist færi á að lengja tímabilið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 kl. 20.10 í kvöld verður fjallað um mannlífið í Fnjóskadal. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Frá orlofshúsabyggðinni á Illugastöðum. Áætlanir eru um mikla fjölgun bústaða í Fnjóskadal.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Séð yfir Vaglaskóg og gömlu Fnjóskárbrúna.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Um land allt Vaðlaheiðargöng Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Fólki fjölgar á Grenivík og gróska í húsasmíði Óvenju mikið er nú byggt á Grenivík en þar hefur íbúum fjölgað um tíu prósent á síðustu tveimur árum og biðlisti er eftir leiguhúsnæði. 7. september 2013 20:15 Búið að grafa 92,6% af Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng lengdust um alls 29 metra í síðustu viku og eru nú alls 6.673 metrar að lengd. Búið er að grafa 92,6 prósent af heildarlengd ganganna og eru einungis 532,5 metrar eftir. 19. janúar 2017 14:56 Þetta hús malar gull fyrir Þingeyjarsveit Áætlað er að tekjur sveitarfélagsins verði yfir eitthundrað milljónir króna á ári eða hátt í 300 þúsund krónur á hvert heimili í sveitinni. 20. júlí 2016 23:42 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Fleiri fréttir „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Sjá meira
Þótt enn sé langt í að Vaðlaheiðargöng opnist eru fjölskyldur þegar farnar að flytjast í Fnjóskadal vegna jarðganganna. Þannig keyptu hjón jörð í dalnum til að stofna þar textílverkstæði, veitingahús og húsdýragarð. Um þetta er fjallað í fréttum Stöðvar 2. Bormenn Vaðlaheiðarganga sjá nú fram á að slá í gegn fyrir páska sem myndi þýða að göngin yrðu opnuð umferð sumarið 2018. Sú sextán kílómetra stytting, sem fæst, þykir sumum kannski ekki mikil. Austan Vaðlaheiðar eru menn þó farnir að skynja að áhrif þeirra gætu orðið drjúg.Frá Brúnagerði. Þau Guðbergur Eyjólfsson og Birna Friðriksdóttir hafa komið á fót textílverkstæði í gömlu minkahúsi og undirbúa fjölskyldu- og húsdýragarð.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í kvikmyndatökum fyrir þáttinn „Um land allt" kynntumst við fjölskyldum sem hafa nýlega flutt í Fnjóskadal vegna ganganna. Þeirra á meðal eru hjónin Birna Friðriksdóttir og Guðbergur Eyjólfsson sem fluttu að sunnan með börnin sín þrjú og keyptu jörðina Brúnagerði. „Við í rauninni búum nánast á Akureyri, en útaf fyrir okkur í sveit, þegar göngin verða komin,“ segir Guðbergur. Hann segir það henta fjölskyldunni vel því um það leyti sem göngin opnast verði elsta barnið komið í framhaldsskóla.Birna Kristín á textílverkstæðinu í Fnjóskadal. Þar eru framleiddar flíkur fyrir verslun þeirra, Gjósku á Skólavörðustíg í Reykjavík.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Birna hefur komið á fót textílverkstæði í gömlu minkahúsi þar sem hún vinnur flíkur fyrir verslunina Gjósku, sem þau eiga í Reykjavík. Þau er komin í hestamennsku en í gömlu fjárhúsunum má nú einnig sjá svín, kanínur, kálfa og geitur því þau eru að fara að opna fjölskyldu- og húsdýragarð og veitingastað í Brúnagerði.Frá Brúnagerði. Jörðin er vestan ár, á milli Vaglaskógar og Illugastaða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Skrifstofa Þingeyjarsveitar er að Laugum í Reykjadal og þar segir sveitarstjórinn, Dagbjört Jónsdóttir, að göngin muni hafa víðtæk áhrif, meðal annars á byggðakjarnann á Laugum. „Fólk sækir nú þegar vinnu á Akureyri sem er til dæmis búsett hér í kjarnanum á Laugum. Það horfir auðvitað til Vaðlaheiðarganga. Það mun verða enn auðveldara en í dag,“ segir Dagbjört.Frá Draflastöðum. Þar er rekin ferðaþjónusta en aðeins yfir sumartímann. Fjölskyldan þar vonast til að með jarðgöngunum gefist færi á að lengja tímabilið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 kl. 20.10 í kvöld verður fjallað um mannlífið í Fnjóskadal. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Frá orlofshúsabyggðinni á Illugastöðum. Áætlanir eru um mikla fjölgun bústaða í Fnjóskadal.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Séð yfir Vaglaskóg og gömlu Fnjóskárbrúna.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Um land allt Vaðlaheiðargöng Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Fólki fjölgar á Grenivík og gróska í húsasmíði Óvenju mikið er nú byggt á Grenivík en þar hefur íbúum fjölgað um tíu prósent á síðustu tveimur árum og biðlisti er eftir leiguhúsnæði. 7. september 2013 20:15 Búið að grafa 92,6% af Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng lengdust um alls 29 metra í síðustu viku og eru nú alls 6.673 metrar að lengd. Búið er að grafa 92,6 prósent af heildarlengd ganganna og eru einungis 532,5 metrar eftir. 19. janúar 2017 14:56 Þetta hús malar gull fyrir Þingeyjarsveit Áætlað er að tekjur sveitarfélagsins verði yfir eitthundrað milljónir króna á ári eða hátt í 300 þúsund krónur á hvert heimili í sveitinni. 20. júlí 2016 23:42 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Fleiri fréttir „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Sjá meira
Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03
Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30
Fólki fjölgar á Grenivík og gróska í húsasmíði Óvenju mikið er nú byggt á Grenivík en þar hefur íbúum fjölgað um tíu prósent á síðustu tveimur árum og biðlisti er eftir leiguhúsnæði. 7. september 2013 20:15
Búið að grafa 92,6% af Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng lengdust um alls 29 metra í síðustu viku og eru nú alls 6.673 metrar að lengd. Búið er að grafa 92,6 prósent af heildarlengd ganganna og eru einungis 532,5 metrar eftir. 19. janúar 2017 14:56
Þetta hús malar gull fyrir Þingeyjarsveit Áætlað er að tekjur sveitarfélagsins verði yfir eitthundrað milljónir króna á ári eða hátt í 300 þúsund krónur á hvert heimili í sveitinni. 20. júlí 2016 23:42