Lars Lagerbäck nýr landsliðsþjálfari Noregs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2017 11:13 Lars Lagerbäck er hér hugsi á blaðamannafundi íslenska liðsins í Frakklandi í sumar. Vísir/Vilhelm Svíinn Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlalandsliðs Noregs í knattspyrnu. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá norska sambandinu í dag. Lars var þjálfari karlalandsliðs Íslands frá árinu 2011 þangað til síðastliðið sumar en síðasti leikurinn undir hans stjórn var 5-2 tapleikurinn gegn Frökkum sem markaði endinn á ótrúlegu EM-ævintýri strákanna okkar. Undir stjórn Lars og síðar Heimis Hallgrímssonar og þess sænska náði karlalandsliðið sínum langbesta árangri í sögunni. Liðið komst í umspilsleiki um sæti á HM í Brasilíu 2014 og tryggði sér svo sæti í úrslitakeppni EM í Frakklandi árið 2016. Þar fór liðið alla leið í átta liða úrslit þar sem Englendingar voru meðal annars sigraðir í sextán liða úrslitum. Tilkynnt var á blaðamannafundi hjá KSÍ í maí í fyrra, í aðdraganda EM, að Lars yrði ekki áfram þjálfari Íslands.Her er vår nye landslagssjef! pic.twitter.com/9iquL7376a— NorgesFotballforbund (@NFF_info) February 1, 2017 Getur náð því besta út úr liðum sínum„Við erum afar ánægðir með að geta kynnt Lars Lagerbäck til sögunnar sem næsta landsliðsþjálfara. Hann hefur sýnt bæði í undankeppnum og úrslitakeppnum að hann getur náð því besta út úr liðum sínum. Það er frábært að geta kynnt hann til leiks með sæti í lokakeppni næsta EM sem markmið,“ segir Terja Svendsen, forseti norska knattspyrnusambandsins. Norðmenn hafa leitað nýs þjálfara í tvo mánuði eða síðan Per-Mathias Høgmo hætti störfum 16. nóvember 2016 eftir brösugt gengi í undankeppni HM 2017. Síðan hafa margir verið orðaðir við stöðuna, meðal annars Nils Johan Semb, starfsmaður norska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfari Noregs frá 1998-2003.Uppbygging framundanNorska landsliðið í 84. sæti á heimslista FIFA og er næstneðst allra Norðurlandaþjóða. Liðið er tveimur sætum á eftir Færeyingum en en níu sætum á undan Finnlandi. Norðmenn reyndu fyrst að fá Ståle Solbakken, þjálfara FCK í Kaupmannahöfn en hann hafði ekki áhuga. Ole Gunnar Solskjær, þjálfara Molde, var boðið til viðræða um daginn en hann hafnaði einnig starfinu. Norska liðið er í sögulegri lægð rétt eins og það íslenska var þegar hann tók við því árið 2011. Noregur er með þrjú stig eftir fjóra leiki í undankeppni HM 2018, fjórum stigum frá mögulegu umspilssæti. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Svíinn Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlalandsliðs Noregs í knattspyrnu. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá norska sambandinu í dag. Lars var þjálfari karlalandsliðs Íslands frá árinu 2011 þangað til síðastliðið sumar en síðasti leikurinn undir hans stjórn var 5-2 tapleikurinn gegn Frökkum sem markaði endinn á ótrúlegu EM-ævintýri strákanna okkar. Undir stjórn Lars og síðar Heimis Hallgrímssonar og þess sænska náði karlalandsliðið sínum langbesta árangri í sögunni. Liðið komst í umspilsleiki um sæti á HM í Brasilíu 2014 og tryggði sér svo sæti í úrslitakeppni EM í Frakklandi árið 2016. Þar fór liðið alla leið í átta liða úrslit þar sem Englendingar voru meðal annars sigraðir í sextán liða úrslitum. Tilkynnt var á blaðamannafundi hjá KSÍ í maí í fyrra, í aðdraganda EM, að Lars yrði ekki áfram þjálfari Íslands.Her er vår nye landslagssjef! pic.twitter.com/9iquL7376a— NorgesFotballforbund (@NFF_info) February 1, 2017 Getur náð því besta út úr liðum sínum„Við erum afar ánægðir með að geta kynnt Lars Lagerbäck til sögunnar sem næsta landsliðsþjálfara. Hann hefur sýnt bæði í undankeppnum og úrslitakeppnum að hann getur náð því besta út úr liðum sínum. Það er frábært að geta kynnt hann til leiks með sæti í lokakeppni næsta EM sem markmið,“ segir Terja Svendsen, forseti norska knattspyrnusambandsins. Norðmenn hafa leitað nýs þjálfara í tvo mánuði eða síðan Per-Mathias Høgmo hætti störfum 16. nóvember 2016 eftir brösugt gengi í undankeppni HM 2017. Síðan hafa margir verið orðaðir við stöðuna, meðal annars Nils Johan Semb, starfsmaður norska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfari Noregs frá 1998-2003.Uppbygging framundanNorska landsliðið í 84. sæti á heimslista FIFA og er næstneðst allra Norðurlandaþjóða. Liðið er tveimur sætum á eftir Færeyingum en en níu sætum á undan Finnlandi. Norðmenn reyndu fyrst að fá Ståle Solbakken, þjálfara FCK í Kaupmannahöfn en hann hafði ekki áhuga. Ole Gunnar Solskjær, þjálfara Molde, var boðið til viðræða um daginn en hann hafnaði einnig starfinu. Norska liðið er í sögulegri lægð rétt eins og það íslenska var þegar hann tók við því árið 2011. Noregur er með þrjú stig eftir fjóra leiki í undankeppni HM 2018, fjórum stigum frá mögulegu umspilssæti.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira