Kona er í haldi malasísku lögreglunnar vegna gruns um að tengjast morðinu á Kim Jong-Nam, hálfbróður norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un, á flugvellinum í Kuala Lumpur á mánudag.
Malasíski ríkisfjölmiðillinn Bernama segir frá því að hin grunaða sé frá Mýanmar (Búrma) en hún var handtekin á umræddum flugvelli í gærmorgun. Þá hafi hún verið með víetnömsk ferðagögn í fórum sínum.
Myndir úr öryggismyndavélum flugvallarins benda til að tvær konur hafi framið morðið, en talið er að þær hafi notast við eitraðar nálar og eiturúða. Konurnar eru sagðar útsendarar Norður-Kóreustjórnar.
Malasískir og suður-kóreskir fjölmiðlar hafa birt myndir úr öryggismyndavélum af annarri þeirri sem grunuð er um verknaðinn. Sést hún klæðast peysu með áletruninni „LOL“. Talið er að konurnar hafi flúið af vettvangi í leigubíl eftir að hafa eitrað fyrir Kim.
Kona í haldi vegna morðsins á Kim Jong-Nam

Tengdar fréttir

Hálfbróðir Kim Jong-un sagður hafa verið myrtur í Malasíu
Suður-kóreskir fjölmiðlar segja útsendara Norður-Kóreustjórnar hafa eitrað fyrir Kim Jong Nam, sem var sonur fyrrverandi leiðtogans Kim Jong-il.

Suður-Kóreustjórn staðfestir að hálfbróðir Kim Jong-un hafi verið drepinn
Starfandi forseti Suður-Kóreu segir að ef í ljós komi að Norður-Kóreustjórn beri ábyrgð á árásinni myndi það varpa ljósi á "hrottalegt og ómanneskulegt“ eðli hennar.

Sagði einhvern hafa spreyjað framan í sig
Fjölmiðlar í Suður-Kóreu fullyrða að tvær konur, sem taldar eru vera útsendarar frá Norður-Kóreu, hafi ráðist á Kim Jong Nam á flugvelli.