Jakob Svavar Sigurðsson tryggði sér þriðja sætið í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á fimmtudagskvöld með Gloríu frá Skúfslæk. Jakob mætti vel undirbúinn til leiks og átti góða sýningu í forkeppninni, en setti meiri kraft í hana þegar komið var í úrslitin.
,,Já, ég er með mikið keppnisskap,“ svaraði Jakob Svavar aðspurður, en hann kom fimmti inn í úrslitin, hækkaði einkunn sína umtalsvert, hífði sig upp um tvö sæti og kom sér fyrir á verðlaunapalli. Lokaeinkunn 7,74.
Gæðingafimi er spuni, mjög krefjandi keppnisgrein sem reynir á mikla nákvæmni í reiðmennsku en jafnframt fimi, getu, snerpu, ganghæfileika og kraft í hestinum.
Gefnar eru einkunnir fyrir gangtegundir og flæði annars vegar og æfingar og fjölhæfni hins vegar, en árangur í gæðingafimi ræðst ekki síst af útfærslu og frumkvæði knapans.
Meðfylgjandi er myndband af Jakobi Svavari og Gloríu frá Skúfslæk í A-úrslitum, en sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Viðtöl við knapana sem höfnuðu í tveimur efstu sætunum á mótinu mun birtast á Vísi síðar í dag.
Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi 2017 í MD Cintamani í hestaíþróttum:
1 Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - 8.63
2 Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - 7.84
3 Jakob Svavar Sigurðsson - Gloría frá Skúfslæk - 7.74
4 Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum - 7.71
5 Sylvía Sigurbjörnsdóttir - Héðinn Skúli frá Oddhóli - 7.61
Mikið keppnisskap skilaði þriðja sætinu
Telma Tómasson skrifar
Mest lesið

Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað
Íslenski boltinn



„Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna
Íslenski boltinn



Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu
Handbolti

Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum
Íslenski boltinn
