Þau Hulda og Stefán fara vel yfir hvert atriði og segja sína skoðun á lögunum. Svala Björgvinsdóttir, Daði Freyr og Aron Brink komust áfram á laugardaginn.
Í dægurmáladeildinni voru fréttir vikunnar af dýrari gerðinni en þar stóð helst upp úr deilur Frosta Logasonar, útvarpsmanns á X-inu, og söngkonunnar Hildar.
Hér að ofan má hlusta á þátt vikunnar en hann verður einnig á dagskrá á mánudaginn næsta.
Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á sextánda þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes.