Ódýrasta nóttin á stjörnuhótelinu í Bláa lóninu á 100.000 krónur Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. mars 2017 20:00 Bláa lónið mun í haust opna fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi. Ódýrasta herbergið mun kosta um eitt hundrað þúsund krónur. Gestir eiga þess kost að fá einkaþjón sem fylgir þeim allan sólarhringinn. Framkvæmdir við nýtt hótel, heilsulind og veitingastað við Bláa lónið hófust árið 2014 og eru nú vel á veg komnar. Hótelið hefur fengið nafnið Moss Hotel og verður 62 herbergja hótel. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki í haust og er von á fyrstu gestum fyrir áramót.Einkaþjónn allan sólarhringinn Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir að um sé að ræða hágæða hótel í hærri gæðaflokki en áður hefur þekkst á Íslandi. „Þjónustan er eitthvað sem að við eigum ekki að venjast hér á Íslandi í dag. Hér verður til dæmis butler þjónusta, þar sem gestir okkar á hótelinu verða með einkaþjón 24 klukkustundir sólarhringsins,“ segir Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins.Svítan á 250.000 krónur Minnstu herbergin eins og þetta sem við sjáum hér er 40 fermetrar og hér kostar nóttin eitt hundrað þúsund krónur. Ein svítan, sem er þó ekki sú stærsta, er 60 fermetrar og kostar nóttin þar um 250.000 krónur en þar fylgir aðgangur að einkalóni. Í heilsulindinni, sem ber nafnið Lava Cove, munu gestir fara undir yfirborð jarðar og hafa þaðan aðgang að nýju lóni sem verður umlukið háum hraunklettum.Hvað gerið þið ráð fyrir að stór hluti ykkar viðskiptavina verði erlendir ferðamenn? „Þetta eru rúmlega 90 prósent eins og það er í dag. Búist við að það verði áfram þannig,“ segir Dagný.Bæta við 200 starfsmönnum Þetta verður fyrsta viðurkennda fimm stjörnu hótelið á Íslandi og mun Bláa Lónið þurfa að bæta við starfsmönnum. „Við þurfum að bæta við okkur um 200 manns. Við erum í dag með um 570 starfsmenn og erum nú þegar búnir að bæta við mörgum starfsmönnum sem einbeita sér að eingöngu að þessari nýbyggingu,“ segir Dagný og bætir við að störfin verði auglýst á næstu dögum.Uppfært klukkan 09:17Einkaþjónn mun aðeins fylgja dýrustu herbergjunum í Bláa lóninu en ekki öllum herbergjum samkvæmt upplýsingum frá Bláa Lóninu. Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Bláa lónið mun í haust opna fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi. Ódýrasta herbergið mun kosta um eitt hundrað þúsund krónur. Gestir eiga þess kost að fá einkaþjón sem fylgir þeim allan sólarhringinn. Framkvæmdir við nýtt hótel, heilsulind og veitingastað við Bláa lónið hófust árið 2014 og eru nú vel á veg komnar. Hótelið hefur fengið nafnið Moss Hotel og verður 62 herbergja hótel. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki í haust og er von á fyrstu gestum fyrir áramót.Einkaþjónn allan sólarhringinn Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir að um sé að ræða hágæða hótel í hærri gæðaflokki en áður hefur þekkst á Íslandi. „Þjónustan er eitthvað sem að við eigum ekki að venjast hér á Íslandi í dag. Hér verður til dæmis butler þjónusta, þar sem gestir okkar á hótelinu verða með einkaþjón 24 klukkustundir sólarhringsins,“ segir Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins.Svítan á 250.000 krónur Minnstu herbergin eins og þetta sem við sjáum hér er 40 fermetrar og hér kostar nóttin eitt hundrað þúsund krónur. Ein svítan, sem er þó ekki sú stærsta, er 60 fermetrar og kostar nóttin þar um 250.000 krónur en þar fylgir aðgangur að einkalóni. Í heilsulindinni, sem ber nafnið Lava Cove, munu gestir fara undir yfirborð jarðar og hafa þaðan aðgang að nýju lóni sem verður umlukið háum hraunklettum.Hvað gerið þið ráð fyrir að stór hluti ykkar viðskiptavina verði erlendir ferðamenn? „Þetta eru rúmlega 90 prósent eins og það er í dag. Búist við að það verði áfram þannig,“ segir Dagný.Bæta við 200 starfsmönnum Þetta verður fyrsta viðurkennda fimm stjörnu hótelið á Íslandi og mun Bláa Lónið þurfa að bæta við starfsmönnum. „Við þurfum að bæta við okkur um 200 manns. Við erum í dag með um 570 starfsmenn og erum nú þegar búnir að bæta við mörgum starfsmönnum sem einbeita sér að eingöngu að þessari nýbyggingu,“ segir Dagný og bætir við að störfin verði auglýst á næstu dögum.Uppfært klukkan 09:17Einkaþjónn mun aðeins fylgja dýrustu herbergjunum í Bláa lóninu en ekki öllum herbergjum samkvæmt upplýsingum frá Bláa Lóninu.
Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira