Rakarinn á Selfossi slasaðist við dómgæslu en varð undir í baráttu við Sjúkratryggingar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. mars 2017 10:30 Rakarinn góðkunni á Selfossi, Kjartan Björnsson, tapaði gær máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem hann höfðaði gegn Sjúkratryggingum Íslands. Kjartan var að dæma leik á gervigrasvellinum á Hlíðarenda í mars árið 2012 er hann meiddist mjög alvarlega. Hann var þá að koma boltanum aftur í leik og sparkaði honum fast gegn vindi með þeim afleiðingum að lærvöðvinn á hægri fæti rifnaði mjög illa. 70 prósent af vöðvanum slitnaði. Afleiðingarnar voru þær að Kjartan varð að leggja flautuna á hilluna. Hann hefur einnig átt erfitt með að sinna starfi sínu að fullu og einnig hefur þetta truflað kórstarf Kjartans enda á hann erfitt með standa lengi. Hann var síðan metinn með 7 prósent varanlega örorku. Kjartan fór í mál við Sjúkratryggingar Íslands vegna málsins en tapaði þeim slag fyrir héraðsdómi í gær.Fótbolti er í fyrsta sæti hjá fjölskyldu Kjartans en sonurinn, Viðar Örn, raðar inn mörkum í Ísrael þessi misserin.vísir/afpMetinn með sjö prósent örorku „Það er afar einkennilegt að dómurinn skuli túlka slysahugtakið með þessum hætti. Ég hef dæmt síðan ég var 18 ára og hafði verið launþegi hjá KSÍ síðustu tólf til fjórtán árin. Þar af leiðandi ætti ég að njóta þeirra réttinda sem launþegi á rétt á,“ segir Kjartan svekktur. „Ég slasa mig við mína vinnu. Að ég þurfi síðan að bögglast við að eitthvað slysahugtak sé teygt og togað með þessum hætti er auðvitað algjörlega með ólíkindum. Ég er metinn með 7 prósent örorku sem er hlutfallslega of lítið. Síðan er kemur að því að færa málið til Sjúkratrygginga Íslands þá neita þeir að viðurkenna þetta sem slys. Eins og ég hafi verið að leika mér að því að slasa mig.“ Kjartan segist hafa haft mikla ánægju af því að dæma út um allt land og er súr yfir því að meiðslin hafi bundið enda á dómaraferil hans.Dæmdi síðasta leikinn hálfhaltur „Ég ætlaði ekki að hætta fyrr en ég væri í fyrsta lagi orðinn fimmtugur. Ég var í fínu formi. Þetta var því súrt. Hálfhaltur og illa til reika dæmdi ég minn síðasta leik vorið 2012 hjá mínu heimafélagi á Selfossi. Ég vildi hætta formlega heima eftir að hafa verið borinn af velli í leiknum þar á undan,“ segir Kjartan og honum sárnar meðferðin sem hann fékk hjá Sjúkratryggingum. „Það er látið að því liggja að ég hafi nánast verið að búa þetta til eða verið illa fyrirkallaður og illa stemmdur líkamlega er þetta gerist. Það er algerlega fráleitt. Það er túlkun á þessu slysahugtaki sem allt saman snýst um. Sjúkratryggingar Íslands eru grunnstoð sem almenningur treystir á. Í þetta er maður búinn að borga alla tíð.“ Kjartan hefur ekki ákveðið hvort hann muni áfrýja dómnum en meiðslin hafa haft áhrif á hans daglega líf. „Ég þarf að standa allan daginn í minni vinnu og ég stend líka í karlakórnum. Það tekur í fótinn á mér. Þreytumerki því ég er ekki með allan lærvöðvann eins og hann var. Ég hlusta samt ekki á væl. Ég er vinnunnar maður og hef alltaf verið. Þetta er samt meira prinsipp atriði hjá mér að sækja þetta mál. Það snýst ekki um peninga heldur að ef ég verð fótalaus eftir nokkur ár að þá sé örorkan viðurkennd hjá Sjúkratryggingum Íslands en þeir vinna málið og mega hafa ævarandi skömm fyrir hvernig þeir hafa hagað sér í þessu.“Hér má lesa dóminn í heild sinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Rakarinn góðkunni á Selfossi, Kjartan Björnsson, tapaði gær máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem hann höfðaði gegn Sjúkratryggingum Íslands. Kjartan var að dæma leik á gervigrasvellinum á Hlíðarenda í mars árið 2012 er hann meiddist mjög alvarlega. Hann var þá að koma boltanum aftur í leik og sparkaði honum fast gegn vindi með þeim afleiðingum að lærvöðvinn á hægri fæti rifnaði mjög illa. 70 prósent af vöðvanum slitnaði. Afleiðingarnar voru þær að Kjartan varð að leggja flautuna á hilluna. Hann hefur einnig átt erfitt með að sinna starfi sínu að fullu og einnig hefur þetta truflað kórstarf Kjartans enda á hann erfitt með standa lengi. Hann var síðan metinn með 7 prósent varanlega örorku. Kjartan fór í mál við Sjúkratryggingar Íslands vegna málsins en tapaði þeim slag fyrir héraðsdómi í gær.Fótbolti er í fyrsta sæti hjá fjölskyldu Kjartans en sonurinn, Viðar Örn, raðar inn mörkum í Ísrael þessi misserin.vísir/afpMetinn með sjö prósent örorku „Það er afar einkennilegt að dómurinn skuli túlka slysahugtakið með þessum hætti. Ég hef dæmt síðan ég var 18 ára og hafði verið launþegi hjá KSÍ síðustu tólf til fjórtán árin. Þar af leiðandi ætti ég að njóta þeirra réttinda sem launþegi á rétt á,“ segir Kjartan svekktur. „Ég slasa mig við mína vinnu. Að ég þurfi síðan að bögglast við að eitthvað slysahugtak sé teygt og togað með þessum hætti er auðvitað algjörlega með ólíkindum. Ég er metinn með 7 prósent örorku sem er hlutfallslega of lítið. Síðan er kemur að því að færa málið til Sjúkratrygginga Íslands þá neita þeir að viðurkenna þetta sem slys. Eins og ég hafi verið að leika mér að því að slasa mig.“ Kjartan segist hafa haft mikla ánægju af því að dæma út um allt land og er súr yfir því að meiðslin hafi bundið enda á dómaraferil hans.Dæmdi síðasta leikinn hálfhaltur „Ég ætlaði ekki að hætta fyrr en ég væri í fyrsta lagi orðinn fimmtugur. Ég var í fínu formi. Þetta var því súrt. Hálfhaltur og illa til reika dæmdi ég minn síðasta leik vorið 2012 hjá mínu heimafélagi á Selfossi. Ég vildi hætta formlega heima eftir að hafa verið borinn af velli í leiknum þar á undan,“ segir Kjartan og honum sárnar meðferðin sem hann fékk hjá Sjúkratryggingum. „Það er látið að því liggja að ég hafi nánast verið að búa þetta til eða verið illa fyrirkallaður og illa stemmdur líkamlega er þetta gerist. Það er algerlega fráleitt. Það er túlkun á þessu slysahugtaki sem allt saman snýst um. Sjúkratryggingar Íslands eru grunnstoð sem almenningur treystir á. Í þetta er maður búinn að borga alla tíð.“ Kjartan hefur ekki ákveðið hvort hann muni áfrýja dómnum en meiðslin hafa haft áhrif á hans daglega líf. „Ég þarf að standa allan daginn í minni vinnu og ég stend líka í karlakórnum. Það tekur í fótinn á mér. Þreytumerki því ég er ekki með allan lærvöðvann eins og hann var. Ég hlusta samt ekki á væl. Ég er vinnunnar maður og hef alltaf verið. Þetta er samt meira prinsipp atriði hjá mér að sækja þetta mál. Það snýst ekki um peninga heldur að ef ég verð fótalaus eftir nokkur ár að þá sé örorkan viðurkennd hjá Sjúkratryggingum Íslands en þeir vinna málið og mega hafa ævarandi skömm fyrir hvernig þeir hafa hagað sér í þessu.“Hér má lesa dóminn í heild sinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira