Íslenski boltinn

Bikarvörnin hefst gegn Fram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valskonur unnu Mjólkurbikarinn á síðasta tímabili. Í úrslitaleiknum sigruðu þær Blika, 2-1.
Valskonur unnu Mjólkurbikarinn á síðasta tímabili. Í úrslitaleiknum sigruðu þær Blika, 2-1. vísir/anton

Valur, sem varð bikarmeistari í fyrra, mætir Fram í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Þrír aðrir Bestu deildarslagir verða í sextán liða úrslitunum.

Dregið var í sextán liða úrslitin í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Bikarvörn Vals hefst gegn Fram eins og áður sagði. Íslandsmeistarar Breiðabliks fara austur á land og mæta FHL.

Þróttur og Víkingur, sem áttust við í Bestu deildinni í gær, mætast og þá dróst Stjarnan gegn Tindastóli. Þau lið mættust á sunnudaginn.

Völsungur, eina 2. deildarliðið sem var í pottinum, mætir ÍBV, Fylkir og FH eigast við í Árbænum, Þór/KA tekur á móti KR og HK og Grindavík/Njarðvík leiða saman hesta sína.

Leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 12. og 13. maí.

Sextán liða úrslit Mjólkurbikars kvenna

  • Fram - Valur
  • FHL - Breiðablik
  • Þróttur - Víkingur
  • Stjarnan - Tindastóll
  • ÍBV - Völsungur
  • Fylkir - FH
  • Þór/KA - KR
  • HK - Grindavík/Njarðvík



Fleiri fréttir

Sjá meira


×