Faðir Lubitz: Vill hreinsa mannorð sonar síns Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2017 13:15 Fjallið sem Andreas Lubitz flaug á svo 150 manns létu lífið. Vísir/AFP Faðir Andreas Lubitz, sem flaug vísvitandi á fjall í Frakklandi svo 150 létu lífið, segist geta sannað að hann hafi ekki gert það viljandi. Günter Lubitz hefur boðað til blaðamannafundar á föstudaginn, en þá verða tvö ár frá því að flugvélin fórst. Fjölskyldur þeirra sem létu lífið eru sagðar vera reiðar vegna komandi blaðamannafundar Günter Lubitz. Niðurstöður rannsóknar á atvikinu, sem lauk í janúar, eru að Lubitz bar einn ábyrgð á því að fljúga flugvélinni á fjall í frönsku ölpunum. Um var að ræða flug frá Barcelona til Dusseldorf þann 24. mars 2015. Skömmu eftir flugtak fór flugstjóri vélarinnar út úr stjórnklefanum og Lubitz læsti hann úti og hleypti honum ekki aftur inn. Heyra mátti á upptökum að flugstjórinn reyndi að brjóta sér leið inn í stjórnklefann áður en flugvélin brotlenti.Sjá einnig: Minnast látinna ættingja og vina Rannsakendur beindu sjónum sínum að því hvort að einhver af læknunum sem Lubitz leitaði til hefðu brotið gegn lögum með því að tilkynna þunglyndi hans ekki. Komið hefur í ljós að Lubitz leitaði til 41 læknis á mánuðunum fyrir atvikið. Enginn þeirra varaði vinnuveitendur hans, Germanwings, við því að hann ætti við þunglyndi að stríða. Árið 2009 tilkynnti Lubitz sjálfur þunglyndi til Lufthansa og var gert hlé á flugmannaþjálfun hans. Þjálfunin hélt svo áfram eftir að læknar úrskurðuðu hann heilbrigðan. „Fram til þessa, trúa allir því að aðstoðarflugmaður flugvélarinnar hafi verið þunglyndur um langt skeið og hann hafi vísvitandi flogið flugvélinni á fjall. Við erum sannfærð um að það sé rangt,“ sagði Günter Lubitz í tilkynningu samkvæmt frétt Deutsche welle. Lögmaður fjölskyldumeðlima fólks sem dó segir tímasetningu yfirlýsinga Günter Lubitz vera „mjög óþægilega“ og það sé ábyrgðarlaust að grípa til þessara aðgerða sléttum tveimur árum eftir atvikið. „Frá sjónarhóli fórnarlambanna er þetta taktlaust og verður líklega erfitt fyrir mörg þeirra,“ segir Elmar Giemulla. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Faðir Andreas Lubitz, sem flaug vísvitandi á fjall í Frakklandi svo 150 létu lífið, segist geta sannað að hann hafi ekki gert það viljandi. Günter Lubitz hefur boðað til blaðamannafundar á föstudaginn, en þá verða tvö ár frá því að flugvélin fórst. Fjölskyldur þeirra sem létu lífið eru sagðar vera reiðar vegna komandi blaðamannafundar Günter Lubitz. Niðurstöður rannsóknar á atvikinu, sem lauk í janúar, eru að Lubitz bar einn ábyrgð á því að fljúga flugvélinni á fjall í frönsku ölpunum. Um var að ræða flug frá Barcelona til Dusseldorf þann 24. mars 2015. Skömmu eftir flugtak fór flugstjóri vélarinnar út úr stjórnklefanum og Lubitz læsti hann úti og hleypti honum ekki aftur inn. Heyra mátti á upptökum að flugstjórinn reyndi að brjóta sér leið inn í stjórnklefann áður en flugvélin brotlenti.Sjá einnig: Minnast látinna ættingja og vina Rannsakendur beindu sjónum sínum að því hvort að einhver af læknunum sem Lubitz leitaði til hefðu brotið gegn lögum með því að tilkynna þunglyndi hans ekki. Komið hefur í ljós að Lubitz leitaði til 41 læknis á mánuðunum fyrir atvikið. Enginn þeirra varaði vinnuveitendur hans, Germanwings, við því að hann ætti við þunglyndi að stríða. Árið 2009 tilkynnti Lubitz sjálfur þunglyndi til Lufthansa og var gert hlé á flugmannaþjálfun hans. Þjálfunin hélt svo áfram eftir að læknar úrskurðuðu hann heilbrigðan. „Fram til þessa, trúa allir því að aðstoðarflugmaður flugvélarinnar hafi verið þunglyndur um langt skeið og hann hafi vísvitandi flogið flugvélinni á fjall. Við erum sannfærð um að það sé rangt,“ sagði Günter Lubitz í tilkynningu samkvæmt frétt Deutsche welle. Lögmaður fjölskyldumeðlima fólks sem dó segir tímasetningu yfirlýsinga Günter Lubitz vera „mjög óþægilega“ og það sé ábyrgðarlaust að grípa til þessara aðgerða sléttum tveimur árum eftir atvikið. „Frá sjónarhóli fórnarlambanna er þetta taktlaust og verður líklega erfitt fyrir mörg þeirra,“ segir Elmar Giemulla.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira