Floyd Mayweather segist helst kjósa að berjast við Conor McGregor í Moskvu, höfuðborg Rússlands.
Mikið hefur verið rætt og ritað um möguleikann á bardaga þeirra Mayweathers og Conors og nú virðist sá fyrrnefndi vera kominn með ákveðna staðsetningu fyrir bardagann í huga.
Í samtali við rússneska sjónvarpsstöð sagðist Mayweather vilja berjast við Conor í Moskvu.
„Fyrst þarf að koma bardaganum á dagskrá og svo getum við ákveðið staðsetninguna. Það væri ekkert vandamál fyrir mig að berjast í Moskvu og ef ég mætti velja núna yrði Moskva fyrir valinu,“ sagði Mayweather.
Það verður þó að teljast frekar ólíklegt að bardaginn fari fram í Moskvu.
Síðustu 14 bardagar Mayweathers fóru fram í Las Vegas og á ferli sínum sem atvinnumaður barðist hann aldrei utan Bandaríkjanna. Mayweather vann alla 49 bardaga sína á atvinnumannaferlinum, þar af 26 með rothöggi.
Mayweather vill berjast við Conor í Moskvu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
