Mikil uppbygging var í Tiller og nærsveitum á fyrri helmingi síðustu aldar. Þar var mikið um timburframleiðslu, búskap og námugröft, en friðunarlög fóru illa með samfélagið. Skógarhöggi var hætt og íbúar fluttu á brott og dóu.
Nú liggur Tiller í friðlandi, en einn íbúi bæjarins hóf að kaupa upp eignir þar þegar aðrir fluttu á brott. Hann er nú látinn og allt klabbið er til sölu.
Inn í áðurnefndum 3,5 milljónum eru sex íbúðarhús, verslunarhúsnæði, lóð pósthússins, vatnsréttur, gangstéttir og önnur innviði og virk rafstöð. Tilboð hefur verið lagt fram af aðilum sem vilja nafnleynd, útlit er fyrir að það verði samþykkt, en enn er tekið við öðrum tilboðum samkvæmt AP fréttaveitunni.
Um 235 manns búa í nærsveitum þorpsins og hafa reitt sig á byggingar og þjónustu sem hefur verið í boði þar. Þau eru uggandi um hvað verður um Tiller, en tilboðsgjafar segjast ekki ætla að stíga fram fyrr en kaupin hafa gengið í gegn.