Ólga í Frakklandi: Forsetaframbjóðendurnir harðorðir á verkalýðsdaginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2017 23:20 Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í París í dag. Vísir/AFP Hinir tveir eftirstandandi frambjóðendur forsetakosninganna í Frakklandi, þau Emmanuel Macron og Marine Le Pen, skutu föstum skotum í ræðum sínum á verkalýðsdaginn. Reuters greinir frá. Emmanuel Macron hamraði á því, eins og áður, að Le Pen væri ofstækismaður. Þá sagði Le Pen að Macron væri klón hins óvinsæla, fráfarandi Frakklandsforseta, Francois Hollande. Kannanir hafa ítrekað sýnt fram á forskot Macron en hann er talinn munu vinna kosningarnar með um 60 prósent atkvæða.Emmanuel Macron flytur ræðu frammi fyrir kjósendum í París, höfuðborg Frakklands, í dag.Vísir/AFPHarðorð á degi verkalýðsins Á mánudag, í tilefni dags verkalýðsins, flutti Macron ræðu við minningarathöfn um ungan marokkóskan mann sem drukknaði í ánni Signu fyrir 22 árum. Ungi maðurinn hafði verið staddur í kröfugöngu á verkalýðsdaginn en honum var hrint ofan í ána. Atvikið hefur alla tíð verið rakið til kynþáttahaturs. „Ég mun berjast fram á síðustu sekúndu, ekki aðeins gegn stefnuskrá hennar, heldur líka gegn hugmynd hennar um lýðræði og franska lýðveldið,“ sagði Macron, sem fer fram fyrir hinn nýstofnaða flokk En Marche! eða Áfram gakk!, um mótframbjóðanda sinn. Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, ávarpaði stuðningsmenn sína í Villepinte, úthverfi í norðurhluta Parísarborgar, og sagði: „Emmanuel Macron er bara Francois Hollande sem vill framlengja viðveru sína og rígheldur í vald eins og hrúðurkarl.“ Hún kallaði eftir því að Frakkland endurheimti „sjálfstæði sitt“ frá Evrópusambandinu en minntist ekkert á tillögu sína um að leggja niður evruna.Marine Le Pen ávarpar samkomu í Villepinte, úthverfi Parísarborgar.Vísir/AfpÁtök á mörgum vígstöðvum Á meðan frambjóðendurnir tókust á geisuðu einnig átök á götum Parísar. Í frétt BBC er greint frá ryskingum milli lögreglu og mótmælenda samhliða hinum hefðbundnu verkalýðsgöngum í París. Fjórir lögreglumenn særðust þegar grímuklæddir mótmælendur hentu bensínsprengjum í átt að lögreglu, sem brást við með táragasi. Atvikið átti sér stað við Bastillutorgið í París. Fimm af stærstu stéttarfélögum Frakklands hafa hvatt meðlimi sína til að greiða Le Pen ekki atkvæði í forsetakosningunum. Þó hafa aðeins tvö frönsk stéttarfélög lýst yfir stuðningi við Macron. Erlent Frakkland Tengdar fréttir Hollande styður Macron Leiðtogar hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka í Frakklandi keppast nú við að lýsa yfir stuðningi við miðjumanninn Emannuel Macron sem keppa mun um forsetaembættið við Marine Le Pen, frambjóðanda Franska þjóðarflokksins, í seinni umferð kosninganna. 24. apríl 2017 14:34 Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51 Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Hinir tveir eftirstandandi frambjóðendur forsetakosninganna í Frakklandi, þau Emmanuel Macron og Marine Le Pen, skutu föstum skotum í ræðum sínum á verkalýðsdaginn. Reuters greinir frá. Emmanuel Macron hamraði á því, eins og áður, að Le Pen væri ofstækismaður. Þá sagði Le Pen að Macron væri klón hins óvinsæla, fráfarandi Frakklandsforseta, Francois Hollande. Kannanir hafa ítrekað sýnt fram á forskot Macron en hann er talinn munu vinna kosningarnar með um 60 prósent atkvæða.Emmanuel Macron flytur ræðu frammi fyrir kjósendum í París, höfuðborg Frakklands, í dag.Vísir/AFPHarðorð á degi verkalýðsins Á mánudag, í tilefni dags verkalýðsins, flutti Macron ræðu við minningarathöfn um ungan marokkóskan mann sem drukknaði í ánni Signu fyrir 22 árum. Ungi maðurinn hafði verið staddur í kröfugöngu á verkalýðsdaginn en honum var hrint ofan í ána. Atvikið hefur alla tíð verið rakið til kynþáttahaturs. „Ég mun berjast fram á síðustu sekúndu, ekki aðeins gegn stefnuskrá hennar, heldur líka gegn hugmynd hennar um lýðræði og franska lýðveldið,“ sagði Macron, sem fer fram fyrir hinn nýstofnaða flokk En Marche! eða Áfram gakk!, um mótframbjóðanda sinn. Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, ávarpaði stuðningsmenn sína í Villepinte, úthverfi í norðurhluta Parísarborgar, og sagði: „Emmanuel Macron er bara Francois Hollande sem vill framlengja viðveru sína og rígheldur í vald eins og hrúðurkarl.“ Hún kallaði eftir því að Frakkland endurheimti „sjálfstæði sitt“ frá Evrópusambandinu en minntist ekkert á tillögu sína um að leggja niður evruna.Marine Le Pen ávarpar samkomu í Villepinte, úthverfi Parísarborgar.Vísir/AfpÁtök á mörgum vígstöðvum Á meðan frambjóðendurnir tókust á geisuðu einnig átök á götum Parísar. Í frétt BBC er greint frá ryskingum milli lögreglu og mótmælenda samhliða hinum hefðbundnu verkalýðsgöngum í París. Fjórir lögreglumenn særðust þegar grímuklæddir mótmælendur hentu bensínsprengjum í átt að lögreglu, sem brást við með táragasi. Atvikið átti sér stað við Bastillutorgið í París. Fimm af stærstu stéttarfélögum Frakklands hafa hvatt meðlimi sína til að greiða Le Pen ekki atkvæði í forsetakosningunum. Þó hafa aðeins tvö frönsk stéttarfélög lýst yfir stuðningi við Macron.
Erlent Frakkland Tengdar fréttir Hollande styður Macron Leiðtogar hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka í Frakklandi keppast nú við að lýsa yfir stuðningi við miðjumanninn Emannuel Macron sem keppa mun um forsetaembættið við Marine Le Pen, frambjóðanda Franska þjóðarflokksins, í seinni umferð kosninganna. 24. apríl 2017 14:34 Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51 Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Hollande styður Macron Leiðtogar hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka í Frakklandi keppast nú við að lýsa yfir stuðningi við miðjumanninn Emannuel Macron sem keppa mun um forsetaembættið við Marine Le Pen, frambjóðanda Franska þjóðarflokksins, í seinni umferð kosninganna. 24. apríl 2017 14:34
Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51
Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50
Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45