700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júní 2017 22:49 Börn í þorpinu Azel í norðurhluta Níger. Vísir/afp Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru þannig í raun svift því að fá að vera börn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla, sem kom út í dag á alþjóðlegum degi barna. Ísland er í áttunda sæti á lista yfir það hvar í heiminum bernsku barna er síst ógnað. Toppsætin verma Noregur, Slóvenía og Finnland en þau lönd sem standa verst eru Afríkuríkin Níger, Angóla og Malí. Við uppröðun listans er tekið tillit til ákveðinna þátta er varða velferð barna. Í skýrslunni segir að meginástæður þess að börn fái ekki að njóta bernsku sinnar séu vannæring, slæm heilsa og skortur á heilsuvernd. Þá búa börn í löndum, sem stödd eru neðarlega á listanum, oft við stríðsátök, ofbeldi eða barnaþrælkun. Í skýrslunni er einnig tekið mið af því hvort börn fái að ganga í skóla, hvort þau séu látin giftast á barnsaldri og tíðni þungana hjá ungum stúlkum. Þessir þættir hafa allir afdrifarík áhrif á velferð barna.Meira en 200 börn myrt á degi hverjum „Alltof mörg börn í heiminum búa við ömurlegar aðstæður; stríðsátök, eru barnaþrælar, barnabrúðir, þjást og deyja vegna sjúkdóma sem til er lækning við, eru vannærð og án menntunar. Þau eru svipt bernsku sinni og það er óásættanlegt að þau búi ekki við þau réttindi að fá að lifa við öryggi og fá að þroskast og leika sér. Þó svo að sumum sé hjálpað út úr aðstæðunum síðar á lífsleiðinni, fá þau aldrei bernsku sína aftur,” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þá var fjöldi barnamorða einnig skoðaður í skýrslunni og samkvæmt henni eru meira en 200 börn myrt á degi hverjum, flest í Suður-Ameríkuríkjunum Hondúras, Venesúela og El Salvador. Frekari tölur um ástandið voru einnig birtar en þar kemur fram að 185 milljónum barna sé haldið í nauðugum í vinnuþrælkun. Þá eru 40 milljónir stúlkna á aldrinum 15-19 ára gefnar í hjónaband eða sambúð og nærri 28 milljónir barna eru á flótta. Angóla Níger Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru þannig í raun svift því að fá að vera börn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla, sem kom út í dag á alþjóðlegum degi barna. Ísland er í áttunda sæti á lista yfir það hvar í heiminum bernsku barna er síst ógnað. Toppsætin verma Noregur, Slóvenía og Finnland en þau lönd sem standa verst eru Afríkuríkin Níger, Angóla og Malí. Við uppröðun listans er tekið tillit til ákveðinna þátta er varða velferð barna. Í skýrslunni segir að meginástæður þess að börn fái ekki að njóta bernsku sinnar séu vannæring, slæm heilsa og skortur á heilsuvernd. Þá búa börn í löndum, sem stödd eru neðarlega á listanum, oft við stríðsátök, ofbeldi eða barnaþrælkun. Í skýrslunni er einnig tekið mið af því hvort börn fái að ganga í skóla, hvort þau séu látin giftast á barnsaldri og tíðni þungana hjá ungum stúlkum. Þessir þættir hafa allir afdrifarík áhrif á velferð barna.Meira en 200 börn myrt á degi hverjum „Alltof mörg börn í heiminum búa við ömurlegar aðstæður; stríðsátök, eru barnaþrælar, barnabrúðir, þjást og deyja vegna sjúkdóma sem til er lækning við, eru vannærð og án menntunar. Þau eru svipt bernsku sinni og það er óásættanlegt að þau búi ekki við þau réttindi að fá að lifa við öryggi og fá að þroskast og leika sér. Þó svo að sumum sé hjálpað út úr aðstæðunum síðar á lífsleiðinni, fá þau aldrei bernsku sína aftur,” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þá var fjöldi barnamorða einnig skoðaður í skýrslunni og samkvæmt henni eru meira en 200 börn myrt á degi hverjum, flest í Suður-Ameríkuríkjunum Hondúras, Venesúela og El Salvador. Frekari tölur um ástandið voru einnig birtar en þar kemur fram að 185 milljónum barna sé haldið í nauðugum í vinnuþrælkun. Þá eru 40 milljónir stúlkna á aldrinum 15-19 ára gefnar í hjónaband eða sambúð og nærri 28 milljónir barna eru á flótta.
Angóla Níger Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira