Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Heimir Már Pétursson skrifar 23. júní 2017 18:31 Fjármálaráðherra telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. Opna þurfi aðgang almennings að hlutfélagaskrá og bæta skráningu eigenda og einfalda virðisaukaskattskerfið með það að markmiði að takmarka undanskot. Þess eru fá dæmi að hugmynd fái eins hörð viðbrögð og skjótan endi og hugmynd starfshóps á vegum fjármálaráðherra að leggja af tíu þúsund króna og jafnvel fimm þúsund króna seðilinn í baráttunni gegn skattsvikum. Tæpum sólarhring eftir að hugmyndin var sett fram hefur henni verið ýtt út af borðinu. „Það er greinilegt að þetta féll ekki í kramið. Ég hugsaði það nú, að þetta var ekkert meginefni í tillögum nefndanna. Þannig að ég hugsaði með mér að við skulum frekar sameinast um markmiðið sem við erum öll sammála um. Berjast gegn skattsvikunum og tökum þetta út af dagskrá,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.Virðisaukaskattskerfið einfaldað Í tillögunum sem tveir starfshópar fjármáláráðherra kynntu í gær er meðal annars lagt til að virðisaukaskattskerfið verði einfaldað, bæði í framkvæmd og álagningu. Lagt er til að bilið milli efra og neðra þreps verði minnkað eða tekið upp eitt þrep sem gæti þá verið 20 prósent í stað 24 prósenta nú í evra þrepi.Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn til sögunnar í október árið 2013.Vísir/GVA„En við verðum líka að gera okkur grein fyrir að við erum t.d. með mat í 11 prósenta virðisaukaskattsþrepi og það hefur verið viðkvæmara en aðrar vörutegundir. Þannig að við verðum líka að gera okkur grein fyrir því hvort pólitísk samstaða er um þetta. Er líklegt að fólk sé ánægt með að borga aðeins meira fyrir amt gegn því að það borgi almennt minni virðisaukaskatt. Þetta þarf að vega og meta og það eru ekki bara skattverndarsjónarmið, við verðum að hafa önnur sjónarmið í huga líka,“ segir fjármálaráðherra. Þá leggur starfshópur til að aðgengi almennings að hlutafélagaskrá verði opnari til hægt sé að fletta eigendum fyrirtækja upp og strangari skilyrði verði sett fyrir því að stofna hlutafélög og einkahlutafélög. Einnig verði skylt að greiða öll laun inn á reikning launafólks til að koma í veg fyrir undanskot og svindl á starfsfólki. Þá verði tekist á við kennitöluflakk með markvissum aðgerðum. „Menn fara í atvinnurekstur, stofna til skulda, haupa frá þeim, meðal annars skuldum við ríkið en auðvitað við fleiri. Þetta verðum við að stoppa og þetta er stóratriði. Þarna heyri ég að er mjög mikill samhljómur milli aðila vinnumarkaðrins og alls almennings. Þannig að ég er mjög bjartsýnn á að við náum að hrinda því í framkvæmd fljótlega,“ segir Benedikt Jóhannesson. Skattar og tollar Tengdar fréttir Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jóhannes Þór Skúlason segir kynningarmál fjármálaráðherra í molum. 23. júní 2017 13:45 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Fjármálaráðherra telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. Opna þurfi aðgang almennings að hlutfélagaskrá og bæta skráningu eigenda og einfalda virðisaukaskattskerfið með það að markmiði að takmarka undanskot. Þess eru fá dæmi að hugmynd fái eins hörð viðbrögð og skjótan endi og hugmynd starfshóps á vegum fjármálaráðherra að leggja af tíu þúsund króna og jafnvel fimm þúsund króna seðilinn í baráttunni gegn skattsvikum. Tæpum sólarhring eftir að hugmyndin var sett fram hefur henni verið ýtt út af borðinu. „Það er greinilegt að þetta féll ekki í kramið. Ég hugsaði það nú, að þetta var ekkert meginefni í tillögum nefndanna. Þannig að ég hugsaði með mér að við skulum frekar sameinast um markmiðið sem við erum öll sammála um. Berjast gegn skattsvikunum og tökum þetta út af dagskrá,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.Virðisaukaskattskerfið einfaldað Í tillögunum sem tveir starfshópar fjármáláráðherra kynntu í gær er meðal annars lagt til að virðisaukaskattskerfið verði einfaldað, bæði í framkvæmd og álagningu. Lagt er til að bilið milli efra og neðra þreps verði minnkað eða tekið upp eitt þrep sem gæti þá verið 20 prósent í stað 24 prósenta nú í evra þrepi.Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn til sögunnar í október árið 2013.Vísir/GVA„En við verðum líka að gera okkur grein fyrir að við erum t.d. með mat í 11 prósenta virðisaukaskattsþrepi og það hefur verið viðkvæmara en aðrar vörutegundir. Þannig að við verðum líka að gera okkur grein fyrir því hvort pólitísk samstaða er um þetta. Er líklegt að fólk sé ánægt með að borga aðeins meira fyrir amt gegn því að það borgi almennt minni virðisaukaskatt. Þetta þarf að vega og meta og það eru ekki bara skattverndarsjónarmið, við verðum að hafa önnur sjónarmið í huga líka,“ segir fjármálaráðherra. Þá leggur starfshópur til að aðgengi almennings að hlutafélagaskrá verði opnari til hægt sé að fletta eigendum fyrirtækja upp og strangari skilyrði verði sett fyrir því að stofna hlutafélög og einkahlutafélög. Einnig verði skylt að greiða öll laun inn á reikning launafólks til að koma í veg fyrir undanskot og svindl á starfsfólki. Þá verði tekist á við kennitöluflakk með markvissum aðgerðum. „Menn fara í atvinnurekstur, stofna til skulda, haupa frá þeim, meðal annars skuldum við ríkið en auðvitað við fleiri. Þetta verðum við að stoppa og þetta er stóratriði. Þarna heyri ég að er mjög mikill samhljómur milli aðila vinnumarkaðrins og alls almennings. Þannig að ég er mjög bjartsýnn á að við náum að hrinda því í framkvæmd fljótlega,“ segir Benedikt Jóhannesson.
Skattar og tollar Tengdar fréttir Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jóhannes Þór Skúlason segir kynningarmál fjármálaráðherra í molum. 23. júní 2017 13:45 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00
PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jóhannes Þór Skúlason segir kynningarmál fjármálaráðherra í molum. 23. júní 2017 13:45
Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02