Game of Thrones-stjarna tekur í sama streng og Björk Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2017 10:18 Lena Headey í hlutverki hinnar margslungnu Cersei Lannister. HBO Lena Headey, leikkonan sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Cersei Lannister í þáttunum Game of Thrones, segir að hún hafi ekki fengið fjöldamörg hlutverk vegna þess að hún neitaði að daðra í áheyrnarprufunum. Leikkonan lýsti reynslu sinni af kynjamisrétti í Hollywood í spjalli hennar og Maisey Williams, sem leikur Aryu Stark í GoT, við tímaritið The Edit. Þar segir hún meðal annars: „Þegar ég var á þrítugsaldri og fór í margar áheyrnarprufur í Bandaríkjunum sagði einn ráðningarstjórinn við mig: „Karlarnir fara með upptökurnar heim til sín, horfa á þær og spyrja sig, „hverri þeirra myndirðu sofa hjá?“ segir Headey og bætir við: „Ég hef aldrei leikið þann leik að mæta í áheyrnarprufur og daðra. Ég hef aldrei gert það.“ Hún kveðst vera hamingjusamari í dag og segir kröfurnar til hennar vera allt aðrar nú þegar hún er kominn á fimmtugsaldur. „Það eru ekki gerðar útlitskröfur til kvennanna sem ég leik í dag. Sú pressa er farin af mér. Karlkynsleikarar geta leyft sér að vera „áhugaverðir“ en það er gerð rík krafa til kvenna um að vera fallegar og grannar.“Tekur í sama streng og BjörkHún telur að konur standi frammi fyrir miklum hindrunum þegar kemur að því að öðlast virðinguna sem þær eiga skilið í skemmtanabransanum. „Ég ræddi þetta við aðra leikkonu um daginn. Hún sagði: „Upplifirðu það líka að þurfa að segja sjö sinnum það sem karlmenn þurfa bara að segja einu sinni?“ Þessi reynsla helst í hendur við fræg ummæli Bjarkar Guðmundsdóttir, sem hún lét meðal annars falla í viðtali við Pitchfork. „Allt það sem karl segir einu sinni þurfa konur að segja fimm sinnum.“ Game of Thrones Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira
Lena Headey, leikkonan sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Cersei Lannister í þáttunum Game of Thrones, segir að hún hafi ekki fengið fjöldamörg hlutverk vegna þess að hún neitaði að daðra í áheyrnarprufunum. Leikkonan lýsti reynslu sinni af kynjamisrétti í Hollywood í spjalli hennar og Maisey Williams, sem leikur Aryu Stark í GoT, við tímaritið The Edit. Þar segir hún meðal annars: „Þegar ég var á þrítugsaldri og fór í margar áheyrnarprufur í Bandaríkjunum sagði einn ráðningarstjórinn við mig: „Karlarnir fara með upptökurnar heim til sín, horfa á þær og spyrja sig, „hverri þeirra myndirðu sofa hjá?“ segir Headey og bætir við: „Ég hef aldrei leikið þann leik að mæta í áheyrnarprufur og daðra. Ég hef aldrei gert það.“ Hún kveðst vera hamingjusamari í dag og segir kröfurnar til hennar vera allt aðrar nú þegar hún er kominn á fimmtugsaldur. „Það eru ekki gerðar útlitskröfur til kvennanna sem ég leik í dag. Sú pressa er farin af mér. Karlkynsleikarar geta leyft sér að vera „áhugaverðir“ en það er gerð rík krafa til kvenna um að vera fallegar og grannar.“Tekur í sama streng og BjörkHún telur að konur standi frammi fyrir miklum hindrunum þegar kemur að því að öðlast virðinguna sem þær eiga skilið í skemmtanabransanum. „Ég ræddi þetta við aðra leikkonu um daginn. Hún sagði: „Upplifirðu það líka að þurfa að segja sjö sinnum það sem karlmenn þurfa bara að segja einu sinni?“ Þessi reynsla helst í hendur við fræg ummæli Bjarkar Guðmundsdóttir, sem hún lét meðal annars falla í viðtali við Pitchfork. „Allt það sem karl segir einu sinni þurfa konur að segja fimm sinnum.“
Game of Thrones Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira