Lést Amelia Earhart í haldi Japana? Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2017 10:45 Amelia Earhart hvarf þann 2. júlí 1937 á flugi yfir Marshall-eyjum í Kyrrahafinu. Vísir/Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna/Getty Gömul mynd sem fannst nýlega í Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna er sögð gefa í skyn að frægasti kvenkyns flugmaður sögunnar, Amelia Earhart, hafi ekki dáið í flugslysi í Kyrrahafinu. Þess í stað hafi hún verið handsömuð af Japönum og dáið í haldi þeirra. Earhart hvarf árið 1937 þegar hún reyndi að fljúga hringinn í kringum jörðina.NBC birti myndina í gær og er um að ræða kynningu fyrir nýjan þátt á History Channel sem sýna á á sunnudaginn. Þátturinn heitir Amelia Earhart: The Lost Evidence. Síðast heyrðist til Earhart þann 2. júlí 1937 þegar hún var að reyna að fljúga hringinn í kringum heiminn ásamt Fred Noonan. Þau voru þá á flugi yfir Kyrrahafinu og er talið að þau hafi brotlent. Árið 1939 voru þau svo úrskurðuð látin, en líkamsleifar þeirra hafa þó aldrei fundist né flugvélin. Earhart var rétt tæplega 40 ára gömul þegar hún hvarf. Þegar hún hvarf hafði Earhart látið til sín kveða í sögu flugsins og meðal annars varð hún fyrsta konan til að fljúga ein yfir Atlantshafið. Þá varð hún fyrst allra til að fljúga tvisvar sinnum ein yfir sama úthaf.Fjölmargar kenningar Margar kenningar um örlög Earhart og Noonan hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina. Sú sem þykir líklegust er að á leið til Howlandeyju hafi þau villst, orðið eldsneytislaus og brotlent í Kyrrahafi. Önnur kenning er að þau hafi brotlent á Nikumaroro-rifi og dáið þar. Beinagrind fannst á rifinu árið 1940, en læknar sögðu að um karlmann hefði verið að ræða. Þá mun einnig hafa fundist kassi með förðunarbúnaði á rifinu. Kenningin um að Earhart og Noonan hafi verið handsömuð af Japönum er ekki ný af nálinni og þessi nýja mynd þykir ekki líkleg til að varpa frekari ljósi á örlög þeirra. Myndin sem um ræðir var tekin á Jaluit-rifi í Marshall-eyjaklasanum og er hún sögð hafa verið tekin árið 1937.Á myndinni, sem mun hafa verið tekin af njósnara Bandaríkjanna, má sjá hóp fólks standa á bryggju og er því haldið fram að Earhart sitji á bryggjunni og að Noonan standi henni nærri. Þá má sjá japanskt skip, sem nefnist Koshu draga pramma lengst til hægri á myndinni og á flugvél Earhart að vera á prammanum.Maðurinn í fyrsta hringnum á að vera Noonan. Earhart er sögð sitja á bryggjunni og flugvélin á pramma lengst til hægri.Yfirvöld í Japan segja að engin gögn séu til um að Earhart hafi nokkurn tímann verið í haldi þeirra. BBC segir hins vegar að vitað sé til þess að stór hluti skjala japanska yfirvalda frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar hafi horfið og það afsanni kenninguna ekki. Sérfræðingar sem History Channel ræddi við segja að á myndinni sjáist að konan sé með stutt hár, eins og Earhart, og að hún sé í buxum. Þá er maðurinn á myndinni sagður líkjast Noonan verulega. Það má þó velta því upp hve raunhæft sé að bera kennsl á manneskjur á mynd frá fjórða áratugi síðustu aldar. Japan Marshall-eyjar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Gömul mynd sem fannst nýlega í Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna er sögð gefa í skyn að frægasti kvenkyns flugmaður sögunnar, Amelia Earhart, hafi ekki dáið í flugslysi í Kyrrahafinu. Þess í stað hafi hún verið handsömuð af Japönum og dáið í haldi þeirra. Earhart hvarf árið 1937 þegar hún reyndi að fljúga hringinn í kringum jörðina.NBC birti myndina í gær og er um að ræða kynningu fyrir nýjan þátt á History Channel sem sýna á á sunnudaginn. Þátturinn heitir Amelia Earhart: The Lost Evidence. Síðast heyrðist til Earhart þann 2. júlí 1937 þegar hún var að reyna að fljúga hringinn í kringum heiminn ásamt Fred Noonan. Þau voru þá á flugi yfir Kyrrahafinu og er talið að þau hafi brotlent. Árið 1939 voru þau svo úrskurðuð látin, en líkamsleifar þeirra hafa þó aldrei fundist né flugvélin. Earhart var rétt tæplega 40 ára gömul þegar hún hvarf. Þegar hún hvarf hafði Earhart látið til sín kveða í sögu flugsins og meðal annars varð hún fyrsta konan til að fljúga ein yfir Atlantshafið. Þá varð hún fyrst allra til að fljúga tvisvar sinnum ein yfir sama úthaf.Fjölmargar kenningar Margar kenningar um örlög Earhart og Noonan hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina. Sú sem þykir líklegust er að á leið til Howlandeyju hafi þau villst, orðið eldsneytislaus og brotlent í Kyrrahafi. Önnur kenning er að þau hafi brotlent á Nikumaroro-rifi og dáið þar. Beinagrind fannst á rifinu árið 1940, en læknar sögðu að um karlmann hefði verið að ræða. Þá mun einnig hafa fundist kassi með förðunarbúnaði á rifinu. Kenningin um að Earhart og Noonan hafi verið handsömuð af Japönum er ekki ný af nálinni og þessi nýja mynd þykir ekki líkleg til að varpa frekari ljósi á örlög þeirra. Myndin sem um ræðir var tekin á Jaluit-rifi í Marshall-eyjaklasanum og er hún sögð hafa verið tekin árið 1937.Á myndinni, sem mun hafa verið tekin af njósnara Bandaríkjanna, má sjá hóp fólks standa á bryggju og er því haldið fram að Earhart sitji á bryggjunni og að Noonan standi henni nærri. Þá má sjá japanskt skip, sem nefnist Koshu draga pramma lengst til hægri á myndinni og á flugvél Earhart að vera á prammanum.Maðurinn í fyrsta hringnum á að vera Noonan. Earhart er sögð sitja á bryggjunni og flugvélin á pramma lengst til hægri.Yfirvöld í Japan segja að engin gögn séu til um að Earhart hafi nokkurn tímann verið í haldi þeirra. BBC segir hins vegar að vitað sé til þess að stór hluti skjala japanska yfirvalda frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar hafi horfið og það afsanni kenninguna ekki. Sérfræðingar sem History Channel ræddi við segja að á myndinni sjáist að konan sé með stutt hár, eins og Earhart, og að hún sé í buxum. Þá er maðurinn á myndinni sagður líkjast Noonan verulega. Það má þó velta því upp hve raunhæft sé að bera kennsl á manneskjur á mynd frá fjórða áratugi síðustu aldar.
Japan Marshall-eyjar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira