Sjö milljónir barna á flótta og faraldsfæti í Vestur- og Mið-Afríku Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. júlí 2017 00:00 Flóttabörn frá Kongó í nýjum híbýlum sínum í Nakavalie flóttamannabúðunum í suðurhluta Úganda. Vísir/Getty Sjö milljónir barna eru á flótta og faraldsfæti í Vestur- og Mið-Afríku. Eitt af hverjum fjórum barnanna sem eru á flótta eru á leið til Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um börn á flótta og faraldsfæti í heimshlutanum. Skýrslan byggir á viðtölum við flóttafólk og fólk á faraldsfæti frá nokkrum löndum í Vestur- og Mið-Afríku. Í henni kemur meðal annars fram að nokkrar breytur valda því að fólk flýr heimaland sitt, aðrar en fátækt. Talið er að rekja megi ferðir ungs fólks og barna til hraðrar fólksfjölgunar, straums fólks til borga af landsbyggðinni, efnahagslegrar misskiptingar, langvarandi átaka, og vanmáttar stofnana til að styðja við þá samfélagshópa sem minnst mega sín. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá viðtal við stúlku sem er kölluð Joy. Hún er frá Nígeríu og ætlaði til Evrópu til að vinna sem hárgreiðslukona en endaði í mansali og vændi á Ítalíu.Loftslagsbreytingar hafa einnig mikil áhrif á ferðir fólks í Vestur- og Mið-Afríku. Talið er að hitastig á þessu svæði muni hækka um þrjár til fjórar gráður á þessari öld, sem er um helmingi meiri hækkun en annars staðar í heiminum. Flóð og þurrkar hafa áhrif á lifibrauð hópa. Spenna vegna skorts á auðlindum fyrir búfénað hafa leitt til átaka sums staðar í dreifbýli, sem veldur því að fólk flyst í borgir. Í skýrslunni kemur einnig fram að á svæðinu skorti úrræði til að vernda börn á flótta eða faraldsfæti. Fleiri en sjö milljónir barna eru þar nú á ferðinni. Börn eru helmingur þeirra sem eru á ferðinni og þeim fer stöðugt fjölgandi. Í myndbandinu hér fyrir neðan er rætt við Mustapha sem er frá Gambíu. Hann var handtekinn í Líbíu á leið sinni til Evrópu.Barnahjálpin segir að 65 milljónir barna séu á flótta eða faraldsfæti um heim allan. Talið er að hundruð þúsunda þeirra séu fylgdarlaus og oft í leit að atvinnu eða fé til að aðstoða fjölskyldur sínar fjárhagslega. UNICEF leggur til að gripið sé tafarlaust til eftirfarandi aðgerða til að vernda börn:Verja þarf börn á flótta og faraldsfæti, sérstaklega fylgdarlaus börn, gegn ofbeldi og misneytingu.Hætta þarf að hneppa í varðhald þau börn sem sækja um stöðu flóttamanns eða eru á faraldsfæti.Halda þarf fjölskyldum saman en það er sterkasta vopnið til að tryggja öryggi barna, veita þarf fjölskyldunum lagalega stöðu í framhaldinu.Halda þarf öllum börnum á flótta og faraldsfæti í námi og veita þeim heilbrigðisþjónustu sem og aðra grunnþjónustu.Þrýsta þarf á aðgerðir til að takast á við undirliggjandi orsakir stórfelldrar fjölgunar flóttamanna og fólks á faraldsfæti í heiminum.Vinna þarf gegn útlendingahatri, mismunun og jaðarsetningu minnihlutahópa. Gambía Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Sjö milljónir barna eru á flótta og faraldsfæti í Vestur- og Mið-Afríku. Eitt af hverjum fjórum barnanna sem eru á flótta eru á leið til Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um börn á flótta og faraldsfæti í heimshlutanum. Skýrslan byggir á viðtölum við flóttafólk og fólk á faraldsfæti frá nokkrum löndum í Vestur- og Mið-Afríku. Í henni kemur meðal annars fram að nokkrar breytur valda því að fólk flýr heimaland sitt, aðrar en fátækt. Talið er að rekja megi ferðir ungs fólks og barna til hraðrar fólksfjölgunar, straums fólks til borga af landsbyggðinni, efnahagslegrar misskiptingar, langvarandi átaka, og vanmáttar stofnana til að styðja við þá samfélagshópa sem minnst mega sín. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá viðtal við stúlku sem er kölluð Joy. Hún er frá Nígeríu og ætlaði til Evrópu til að vinna sem hárgreiðslukona en endaði í mansali og vændi á Ítalíu.Loftslagsbreytingar hafa einnig mikil áhrif á ferðir fólks í Vestur- og Mið-Afríku. Talið er að hitastig á þessu svæði muni hækka um þrjár til fjórar gráður á þessari öld, sem er um helmingi meiri hækkun en annars staðar í heiminum. Flóð og þurrkar hafa áhrif á lifibrauð hópa. Spenna vegna skorts á auðlindum fyrir búfénað hafa leitt til átaka sums staðar í dreifbýli, sem veldur því að fólk flyst í borgir. Í skýrslunni kemur einnig fram að á svæðinu skorti úrræði til að vernda börn á flótta eða faraldsfæti. Fleiri en sjö milljónir barna eru þar nú á ferðinni. Börn eru helmingur þeirra sem eru á ferðinni og þeim fer stöðugt fjölgandi. Í myndbandinu hér fyrir neðan er rætt við Mustapha sem er frá Gambíu. Hann var handtekinn í Líbíu á leið sinni til Evrópu.Barnahjálpin segir að 65 milljónir barna séu á flótta eða faraldsfæti um heim allan. Talið er að hundruð þúsunda þeirra séu fylgdarlaus og oft í leit að atvinnu eða fé til að aðstoða fjölskyldur sínar fjárhagslega. UNICEF leggur til að gripið sé tafarlaust til eftirfarandi aðgerða til að vernda börn:Verja þarf börn á flótta og faraldsfæti, sérstaklega fylgdarlaus börn, gegn ofbeldi og misneytingu.Hætta þarf að hneppa í varðhald þau börn sem sækja um stöðu flóttamanns eða eru á faraldsfæti.Halda þarf fjölskyldum saman en það er sterkasta vopnið til að tryggja öryggi barna, veita þarf fjölskyldunum lagalega stöðu í framhaldinu.Halda þarf öllum börnum á flótta og faraldsfæti í námi og veita þeim heilbrigðisþjónustu sem og aðra grunnþjónustu.Þrýsta þarf á aðgerðir til að takast á við undirliggjandi orsakir stórfelldrar fjölgunar flóttamanna og fólks á faraldsfæti í heiminum.Vinna þarf gegn útlendingahatri, mismunun og jaðarsetningu minnihlutahópa.
Gambía Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira