Rútufyrirtækin þurfa að skipta um gír Haraldur Guðmundsson skrifar 4. júlí 2017 06:00 Framkvæmdastjórar Kynnisferða og Gray Line segja útlit fyrir talsverða hagræðingu hjá rútufyrirtækjum. „Verð eru farin að lækka skyndilega og tilboð birtast sem eru þannig að erfitt er að skilja hvernig hægt er að reka fyrirtæki á slíku og það verða miklar hræringar í þessu fram á haust og næsta vetur og þá mun einhver hagræðing hafa átt sér stað,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, um upplifun sína af áhrifum styrkingar krónunnar á rútufyrirtæki hér á landi. Alls voru 569 rekstrarleyfi til fólksflutninga í gildi í síðasta mánuði en þau voru 389 í árslok 2014. Samkvæmt tölum sem Samgöngustofa tók saman fyrir Fréttablaðið hefur hópferðaleyfishöfum fjölgað um rétt tæp 59 prósent síðastliðin fimm ár. Líkt og hjá öðrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu ógnar nú sterkt gengi krónunnar frekari vexti. „Þegar hægist á vextinum þarf að eiga sér stað hagræðing og vegna hærra gengis krónunnar finnst mér við einmitt vera á þeim tímapunkti þar sem það er að byrja að gerast,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. „Hærra gengi virðist vera að hægja á vexti ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustufyrirtæki voru því mörg með mjög há verð fyrir og geta ekki velt allri gengishækkuninni áfram en þurfa að vinda ofan af þessu og leita leiða til hagræðingar,“ segir Ásgeir. Kristján tekur fram að hann telji ágætis tíma fram undan í ferðaþjónustu en fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands hafi verið og verði minni en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „Það eru ákveðin hættumerki varðandi suma hópa ferðamanna sem hafa verið mjög stórir, eins og breski markaðurinn. Þeir hafa verið mjög sterkir sérstaklega í dagsferðum frá Reykjavík,“ segir Kristján. Framtakssjóðurinn Horn III, sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, keypti í nóvember í fyrra fyrirtækið Hópbíla. Annar framtakssjóður, sem er einnig að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða og fagfjárfesta, keypti sumarið 2015 tæplega helming hlutafjár Iceland Excursions Allrahanda, sérleyfishafa Gray Line á Íslandi. Í báðum tilvikum var við kaup vísað í mikinn vöxt ferðaþjónustunnar. „Ef krónan verður áfram jafn sterk og hún er núna mun kauphegðun ferðamanna breytast. Það er verðstríð í gangi á þessum helstu ferðamannaseglum og það gengur ekki upp en ég er sannfærð um að það verði mun meiri samþjöppun í ferðaþjónustunni og að það sé nú mjög erfið afkoma hjá mörgum,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Gray Line á Íslandi. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
„Verð eru farin að lækka skyndilega og tilboð birtast sem eru þannig að erfitt er að skilja hvernig hægt er að reka fyrirtæki á slíku og það verða miklar hræringar í þessu fram á haust og næsta vetur og þá mun einhver hagræðing hafa átt sér stað,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, um upplifun sína af áhrifum styrkingar krónunnar á rútufyrirtæki hér á landi. Alls voru 569 rekstrarleyfi til fólksflutninga í gildi í síðasta mánuði en þau voru 389 í árslok 2014. Samkvæmt tölum sem Samgöngustofa tók saman fyrir Fréttablaðið hefur hópferðaleyfishöfum fjölgað um rétt tæp 59 prósent síðastliðin fimm ár. Líkt og hjá öðrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu ógnar nú sterkt gengi krónunnar frekari vexti. „Þegar hægist á vextinum þarf að eiga sér stað hagræðing og vegna hærra gengis krónunnar finnst mér við einmitt vera á þeim tímapunkti þar sem það er að byrja að gerast,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. „Hærra gengi virðist vera að hægja á vexti ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustufyrirtæki voru því mörg með mjög há verð fyrir og geta ekki velt allri gengishækkuninni áfram en þurfa að vinda ofan af þessu og leita leiða til hagræðingar,“ segir Ásgeir. Kristján tekur fram að hann telji ágætis tíma fram undan í ferðaþjónustu en fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands hafi verið og verði minni en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „Það eru ákveðin hættumerki varðandi suma hópa ferðamanna sem hafa verið mjög stórir, eins og breski markaðurinn. Þeir hafa verið mjög sterkir sérstaklega í dagsferðum frá Reykjavík,“ segir Kristján. Framtakssjóðurinn Horn III, sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, keypti í nóvember í fyrra fyrirtækið Hópbíla. Annar framtakssjóður, sem er einnig að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða og fagfjárfesta, keypti sumarið 2015 tæplega helming hlutafjár Iceland Excursions Allrahanda, sérleyfishafa Gray Line á Íslandi. Í báðum tilvikum var við kaup vísað í mikinn vöxt ferðaþjónustunnar. „Ef krónan verður áfram jafn sterk og hún er núna mun kauphegðun ferðamanna breytast. Það er verðstríð í gangi á þessum helstu ferðamannaseglum og það gengur ekki upp en ég er sannfærð um að það verði mun meiri samþjöppun í ferðaþjónustunni og að það sé nú mjög erfið afkoma hjá mörgum,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Gray Line á Íslandi.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira