Eins og gengur og gerist eru sumir gististaðir vinsælli en aðrir en efst á óskalista AirBnB-notenda er gullfallegt tréhús í Atlanta í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum.
Yfir 300 þúsund AirBnB-notendur skoða húsið á vefsíðunni mánaðarlega og þá hafa hátt í 150 þúsund notendur sett húsið á óskalistann sinn yfir draumagististaði. Enginn staður er á óskalista fleiri notenda AirBnB.
Peter Bahouth byggði húsið fyrir 18 árum síðan en honum hafði aldrei dottið í hug að leigja það út fyrr en AirBnB kom til sögunnar. Það er ekki beint ódýrt að gista í húsinu því nóttin kostar 375 dollara, eða sem samsvarar um 45 þúsund íslenskum krónum.
Það virðist þó ekki stoppa fólk því tréhúsið nýtur mikilla vinsælda enda lítur það út fyrir að vera frekar huggulegur staður til að njóta frísins á.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af AirBnB af húsinu.



