Forsendur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng verði ekki lengur fyrir hendi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. júlí 2017 11:03 Gísli Gíslason og Jón Gunnarsson virðast nokkuð sammála um að hefja eigi gjaldtöku til þess að fjármagna þær miklu framkvæmdir sem eru fram undan. vísir/pjetur Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að forsendur fyrir áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöng ekki verða lengur fyrir hendi þegar Spölur afhendir ríkinu göngin á næsta ári, líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Stjórnarformaður Spalar telur hins vegar líklegt að gjaldtöku verði framhaldið, hvort sem í Hvalfjarðargöngum eða annars staðar. „Það stefnir í það að þetta verði um mitt næsta ár sem þessi merkilegi áfangi verður þegar þjóðin fær afhent þessi Hvalfjarðargöng til eignar. [...] Í sjálfu sér finnst mér mikilvægt að slíkt gangi eftir og í sjálfu sér er ekkert annað í hyggju en að leggja það til að gjaldtökunni ljúki. Enda má segja að grundvöllur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng sé þar með ekki lengur yfir hendi,“ segir Jón Gunnarsson, sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni á morgun.Nítján ár frá opnun Nítján ár voru í gær frá opnun Hvalfjarðarganga. Samkvæmt áætlunum var gert ráð fyrir að allar skuldir Spalar vegna ganganna yrðu greiddar árið 2018 og að í framhaldinu yrðu þau afhent ríkinu.Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar og hafnarstjóri Faxaflóahafna.Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir ljóst að ráðast þurfi í framkvæmdir í göngunum í ljósi stöðugrar umferðaraukningar. Þá muni umferð sömuleiðis aukast um að minnsta kosti 10 til 20 prósent verði gjaldið niðurfellt. „Umferðaraukningin kallar á nýtt mannvirki og þar er boltinn hjá ríkinu, hvað menn vilja gera. En nú er verið að ræða þetta í nefnd á vegum samgönguráðherra,“ segir Gísli, en hann situr í nefndinni sem um ræðir.Stór verkefni fram undan Jón Gunnarsson virðist sammála Gísla, en hann bendir á að umfangsmiklar framkvæmdir séu fram undan. Verkefnin séu það stór að leita þurfi leiða til þess að fjármagna þau með einum eða öðrum hætti, hvort sem um verði að ræða gjaldtöku eða annað. „Þetta er mjög einfalt í mínum huga. Forsendurnar fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng eru ekki fyrir hendi eftir að Spölur hefur greitt upp sínar skuldir vegna gerðar þeirra. Og síðan er það bara önnur ákvörðun hvort menn fara í gjaldtöku í önnur verkefni og tvöföldun ganganna gæti orðið hluti af því síðar,“ segir Jón. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að forsendur fyrir áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöng ekki verða lengur fyrir hendi þegar Spölur afhendir ríkinu göngin á næsta ári, líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Stjórnarformaður Spalar telur hins vegar líklegt að gjaldtöku verði framhaldið, hvort sem í Hvalfjarðargöngum eða annars staðar. „Það stefnir í það að þetta verði um mitt næsta ár sem þessi merkilegi áfangi verður þegar þjóðin fær afhent þessi Hvalfjarðargöng til eignar. [...] Í sjálfu sér finnst mér mikilvægt að slíkt gangi eftir og í sjálfu sér er ekkert annað í hyggju en að leggja það til að gjaldtökunni ljúki. Enda má segja að grundvöllur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng sé þar með ekki lengur yfir hendi,“ segir Jón Gunnarsson, sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni á morgun.Nítján ár frá opnun Nítján ár voru í gær frá opnun Hvalfjarðarganga. Samkvæmt áætlunum var gert ráð fyrir að allar skuldir Spalar vegna ganganna yrðu greiddar árið 2018 og að í framhaldinu yrðu þau afhent ríkinu.Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar og hafnarstjóri Faxaflóahafna.Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir ljóst að ráðast þurfi í framkvæmdir í göngunum í ljósi stöðugrar umferðaraukningar. Þá muni umferð sömuleiðis aukast um að minnsta kosti 10 til 20 prósent verði gjaldið niðurfellt. „Umferðaraukningin kallar á nýtt mannvirki og þar er boltinn hjá ríkinu, hvað menn vilja gera. En nú er verið að ræða þetta í nefnd á vegum samgönguráðherra,“ segir Gísli, en hann situr í nefndinni sem um ræðir.Stór verkefni fram undan Jón Gunnarsson virðist sammála Gísla, en hann bendir á að umfangsmiklar framkvæmdir séu fram undan. Verkefnin séu það stór að leita þurfi leiða til þess að fjármagna þau með einum eða öðrum hætti, hvort sem um verði að ræða gjaldtöku eða annað. „Þetta er mjög einfalt í mínum huga. Forsendurnar fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng eru ekki fyrir hendi eftir að Spölur hefur greitt upp sínar skuldir vegna gerðar þeirra. Og síðan er það bara önnur ákvörðun hvort menn fara í gjaldtöku í önnur verkefni og tvöföldun ganganna gæti orðið hluti af því síðar,“ segir Jón. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira