Aðgreining og mismunun, fyrir hverja og af hverju? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2017 09:04 Fyrir nokkrum dögum kom frétt á Vísi um að litlu hefði mátt muna, að ung stúlka í hjólastól hefði nærri orðið strandaglópur á Keflavíkurflugvelli. Af góðsemi sinni bjargaði bílstjóri Kynnisferða henni frá því að þurfa að vera nóttina á flugvellinum. Talað var við Kristján Daníelsson framkvæmdastjóra Kynnisferða og Reykjavík Excursions, sem setti ábyrgðina á fatlað fólk, að það eigi að láta vita af sér ef því detti í hug að ferðast til landsins. Í sömu frétt er talað við Guðríði Björg Guðfinnsdóttur hjá Gray line rúturfyrirtækinu sem sagði að hægt væri að aðstoða fatlaða einstaklinga svo lengi sem hægt væri að leggja hjólastól þeirra saman og einstaklingurinn staðið í fæturna, annars er ekki tekið við fötluðu fólki nema í sér bíl! Hvað á að kalla þetta, þröngsýnis, forræðishyggju og skort á samkennd? Ætli það ágæta fólk sem stýrir almenningssamgöngum, strætó, rútum o.fl. vildi sjálft þurfa að standa í allskonar sértækum aðgerðum til að komast leiðar sinnar. Það er tími til komin að þið sem rekið almenningssamgöngur á Íslandi opnið augun fyrir því, að fatlað fólk hefur rétt til að fara um í samfélaginu á sama hátt og annað fólk. Ykkar er að koma með lausnina en ekki okkar að endalaust hringja og láta vita af því að við séum á ferðinni og panta sértæka bíla, svo hægt sé að aðgreina okkur enn frekar frá samfélaginu. Það væri gott að þið sem sjáið um samgöngur hér á landi hættið að ýta ábyrgðinni á fatlað fólk sem einfaldlega gerir ráð fyrir að geta ferðast til og frá flugvelli á Íslandi, svona eins og sennilega víðast hvar í siðmenntuðum löndum, án þess að þurfa að tilkynna sig sérstaklega og fá þar af leiðandi sér ferð í sér bíl. Sérdeilis mikið rugl hvað íslendingar eiga erfitt með að mismuna ekki og aðgreina ekki.Höfundur er varaformaður Sjálfsbjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum kom frétt á Vísi um að litlu hefði mátt muna, að ung stúlka í hjólastól hefði nærri orðið strandaglópur á Keflavíkurflugvelli. Af góðsemi sinni bjargaði bílstjóri Kynnisferða henni frá því að þurfa að vera nóttina á flugvellinum. Talað var við Kristján Daníelsson framkvæmdastjóra Kynnisferða og Reykjavík Excursions, sem setti ábyrgðina á fatlað fólk, að það eigi að láta vita af sér ef því detti í hug að ferðast til landsins. Í sömu frétt er talað við Guðríði Björg Guðfinnsdóttur hjá Gray line rúturfyrirtækinu sem sagði að hægt væri að aðstoða fatlaða einstaklinga svo lengi sem hægt væri að leggja hjólastól þeirra saman og einstaklingurinn staðið í fæturna, annars er ekki tekið við fötluðu fólki nema í sér bíl! Hvað á að kalla þetta, þröngsýnis, forræðishyggju og skort á samkennd? Ætli það ágæta fólk sem stýrir almenningssamgöngum, strætó, rútum o.fl. vildi sjálft þurfa að standa í allskonar sértækum aðgerðum til að komast leiðar sinnar. Það er tími til komin að þið sem rekið almenningssamgöngur á Íslandi opnið augun fyrir því, að fatlað fólk hefur rétt til að fara um í samfélaginu á sama hátt og annað fólk. Ykkar er að koma með lausnina en ekki okkar að endalaust hringja og láta vita af því að við séum á ferðinni og panta sértæka bíla, svo hægt sé að aðgreina okkur enn frekar frá samfélaginu. Það væri gott að þið sem sjáið um samgöngur hér á landi hættið að ýta ábyrgðinni á fatlað fólk sem einfaldlega gerir ráð fyrir að geta ferðast til og frá flugvelli á Íslandi, svona eins og sennilega víðast hvar í siðmenntuðum löndum, án þess að þurfa að tilkynna sig sérstaklega og fá þar af leiðandi sér ferð í sér bíl. Sérdeilis mikið rugl hvað íslendingar eiga erfitt með að mismuna ekki og aðgreina ekki.Höfundur er varaformaður Sjálfsbjargar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar