Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 09:31 Samband Jeff Sessions og Donalds Trump virðist hafa kólnað eftir því sem þrýstingurinn vegna Rússarannsóknarinnar hefur aukist. Vísir/AFP Staða Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú talin þröng. Donald Trump forseti og ráðgjafar hans eru nú sagðir ræða um möguleikann á að skipta Sessions út. Það gæti verið skref í átt að því að Trump reki sérstakan rannsakanda tengsla framboðs hans við Rússa.Washington Post segir að nánustu bandamenn forsetans velti nú fyrir sér eftirmönnum Sessions segi hann af sér eða ákveði Trump að reka hann. Sessions var fyrsti þingmaður repúblikana til að lýsa yfir stuðningi við Trump í kosningabaráttunni og hefur verið talinn einn helsti bandamaður hans fram að þessu. Trump hellti hins vegar úr skálum reiði sinnar yfir dómsmálaráðherrann í síðustu viku. Sagðist hann ósáttur við að Sessions hafi stigið til hliðar í rannsókn ráðuneytis hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði framboðs Trump við þá. Cruz og Giuliani nefndir sem eftirmenn Forsetinn lét Sessions aftur heyra það í gær. Talaði hann um Sessions sem „umsetinn dómsmálaráðherra okkar“. Spurði hann jafnframt hvers vegna Sessions væri ekki að rannsaka „glæpi“ Hillary Clinton og meint tengsl við Rússland. Nafnlausir heimildamenn Washington Post úr innsta hring Trump telja að brotthvarf Sessions væri hluti af áætlun forsetans um að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins.Ted Cruz virðist hafa jafnað sig fljótt á svívirðingunum sem Trump jós yfir hann í kosningabaráttunni. Hann er nú nefndur sem mögulegur dómsmálaráðherra Trump.Vísir/GettyÁ meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem eftirmenn Sessions í embætti dómsmálaráðherra eru Rudolph Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og einn helsti bandamaður forsetans, og Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi andstæðingur Trump í forvali Repúblikanaflokksins í fyrra. Í kosningabaráttunni vændi Trump föður Cruz meðal annars um að hafa átt þátt í því þegar John F. Kennedy, þáverandi forseti Bandaríkjanna, var myrtur árið 1963, og uppnefndi hann „Lygara-Ted“. Cruz kallaði Trump aftur á móti „sjúklegan lygara“ og að nær hvert orð sem kæmi upp úr honum væri lygi. Eftir að Trump varð forseti hefur Cruz hins vegar gengið honum á hönd og varið hann í þeim fjölda hneykslismála sem hafa einkennt stutta valdatíð hans fram að þessu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Staða Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú talin þröng. Donald Trump forseti og ráðgjafar hans eru nú sagðir ræða um möguleikann á að skipta Sessions út. Það gæti verið skref í átt að því að Trump reki sérstakan rannsakanda tengsla framboðs hans við Rússa.Washington Post segir að nánustu bandamenn forsetans velti nú fyrir sér eftirmönnum Sessions segi hann af sér eða ákveði Trump að reka hann. Sessions var fyrsti þingmaður repúblikana til að lýsa yfir stuðningi við Trump í kosningabaráttunni og hefur verið talinn einn helsti bandamaður hans fram að þessu. Trump hellti hins vegar úr skálum reiði sinnar yfir dómsmálaráðherrann í síðustu viku. Sagðist hann ósáttur við að Sessions hafi stigið til hliðar í rannsókn ráðuneytis hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði framboðs Trump við þá. Cruz og Giuliani nefndir sem eftirmenn Forsetinn lét Sessions aftur heyra það í gær. Talaði hann um Sessions sem „umsetinn dómsmálaráðherra okkar“. Spurði hann jafnframt hvers vegna Sessions væri ekki að rannsaka „glæpi“ Hillary Clinton og meint tengsl við Rússland. Nafnlausir heimildamenn Washington Post úr innsta hring Trump telja að brotthvarf Sessions væri hluti af áætlun forsetans um að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins.Ted Cruz virðist hafa jafnað sig fljótt á svívirðingunum sem Trump jós yfir hann í kosningabaráttunni. Hann er nú nefndur sem mögulegur dómsmálaráðherra Trump.Vísir/GettyÁ meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem eftirmenn Sessions í embætti dómsmálaráðherra eru Rudolph Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og einn helsti bandamaður forsetans, og Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi andstæðingur Trump í forvali Repúblikanaflokksins í fyrra. Í kosningabaráttunni vændi Trump föður Cruz meðal annars um að hafa átt þátt í því þegar John F. Kennedy, þáverandi forseti Bandaríkjanna, var myrtur árið 1963, og uppnefndi hann „Lygara-Ted“. Cruz kallaði Trump aftur á móti „sjúklegan lygara“ og að nær hvert orð sem kæmi upp úr honum væri lygi. Eftir að Trump varð forseti hefur Cruz hins vegar gengið honum á hönd og varið hann í þeim fjölda hneykslismála sem hafa einkennt stutta valdatíð hans fram að þessu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00
Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00