Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst nú eftir hádegi beiðni um að sækja slasaða konu upp á göngustíg við það sem kallað er „Stopp þrjú“ á Esjunni. Þetta staðfestir Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, sem sjálfur hafði verið á göngu á Esjunni, kom að konunni. Hún er sögð slösuð á fæti en ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru.
Fjórir menn eru nú á sexhjóli á leið upp Esjuna til að sækja konuna. Búist er við því að hún verði flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.
Sækja slasaða göngukonu upp á Esjuna
Kristín Ólafsdóttir skrifar

Mest lesið


Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent


Björguðu dreng úr gjótu
Innlent



„Það eru ekki skattahækkanir“
Innlent



Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent