Frjáls undan öllu krumpi sem safnast upp í lífinu Magnús Guðmundsson skrifar 3. ágúst 2017 10:30 Tómas Lemarquis hefur lengi haft mikinn áhuga á andlegum málefnum og lagt stund á shamanisma og heilun. Visir/Stefán Leikarinn Tómas Lemarquis er fertugur í dag en hann var hinn rólegasti yfir þessum tímamótum þegar blaðamaður náði af honum tali enda önnum kafinn við að undirbúa ferð til Perú sem hann leggur í ásamt góðu föruneyti á morgun. Að Tómas sé á faraldsfæti kemur þó eflaust engum sem til hans þekkja á óvart en hann hefur óneitanlega verið á miklu flakki síðustu ár. „Já, það er nú búið að vera flakk á mér um talsvert langt skeið. Ég hef bæði verið á ferðalögum og svo hef ég búið erlendis alveg frá 2003. Fyrst var ég í París í þrjú ár, síðan bjó ég í Berlín en svo er ég núna fluttur með annan fótinn til Los Angeles.“ Tómas segir að það sé nú fyrst og fremst leiklistin sem hafi dregið hann svona víða á þessum tíma og í LA sé hann að fylgja því eftir. „Þar er ég að fara í prufur og svona að vinna með mínum umboðsmanni en ég er kominn með atvinnuleyfi þannig að ég svona ákvað að láta reyna á þetta.“ En er þetta ekki harður heimur? „Jú, jú, þetta er harður heimur,“ tekur Tómas undir er nú engu að síður hinn rólegasti. „En ég kann bara mjög vel við þetta. Maður er búinn að byggja upp ákveðið þol í þessu í gegnum öll þessu ár. Þetta er auðvitað mikið af nei-um og allt það en ég er hættur að taka það inn á mig. Áður fyrr hefði ég kannski verið rosalega spældur að rétt missa af hlutverki en núna lít ég frekar á það sem jákvætt að vera á meðal þeirra sem koma sterklega til greina, þannig að þetta er svona spurning um afstöðu. Ég horfi núna frekar til þess að maður sé að færast nær og það er auðvitað jákvætt. En annars er einhver Hollywood ræma sem er að koma út á næstunni og ég er í henni,“ laumar Tómas út úr sér hinn rólegasti yfir upphefðinni og bætir við: „En ég má bara ekki nefna hana enn sem komið er. Svo eru líka tvær aðrar myndir að koma út á næstunni þar sem ég er með hlutverk og önnur þeirra er íslensk en hin rúmensk. Þannig að það er heilmikið að gerast.“ Tómas segir að það angri hann ekki sem leikara að hoppa á milli þessara tungumála við starfið. „Nei, það er ekkert mál. Ætli að það sé ekki hinn tvítyngdi bakgrunnur minn sem hjálpar til við þetta. Þetta er ekkert sem ég hef sóst eftir heldur má segja að tungumálin hafi bara komið upp í hendurnar á mér. Ég var leiðsögumaður uppi á jökli í sumar og er mikið fyrir að komast út í náttúruna og þar hoppa ég alveg linnulaust á milli tungumála,“ segir Tómas og brosir. Varðandi afmælisdaginn sjálfan þá segir Tómas að hann komi nú til með að fara í undirbúning Perúferðar sem standi fyrir dyrum daginn eftir. „Ég er að fara í þriggja vikna ferðalag með hóp af fólki. Við erum að fara til Perú að labba í fjöllunum. En ég stunda mikið andleg mál og hef verið að læra shamanisma og heilun sem á ættir að rekja til Perú. En ég er ekkert í þessum ofskynjunarlyfjum eins og sumir gera í Perú en ég hef mikinn áhuga á transástandinu og vitundinni þannig að þessi ferð er líka andleg í þeim skilningi. Ég fór þarna 2012 en þetta er land sem kallar mikið á mig. Einu sinni fór ég til Nepal og var að hugleiða í fjöllunum og hef farið í nokkrar svona lengri reisur í gegnum tíðina og yfirleitt er það eitthvað andlega tengt.“ Tómas segir að þetta hafi þróast á einhverjum árum og að í raun tengist þetta líka leiklistinni. „Þetta svona losar um allt sem stendur í vegi fyrir manni og hjálpar mér ótvírætt sem leikara. En fyrst og fremst með því að vera frjáls undan öllu því krumpi sem maður safnar saman í lífinu, það er gott fyrir alla. En til þess að vera leikari þá þarf maður að vera laus við komplexa og frjáls.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. ágúst. Lífið Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Sjá meira
Leikarinn Tómas Lemarquis er fertugur í dag en hann var hinn rólegasti yfir þessum tímamótum þegar blaðamaður náði af honum tali enda önnum kafinn við að undirbúa ferð til Perú sem hann leggur í ásamt góðu föruneyti á morgun. Að Tómas sé á faraldsfæti kemur þó eflaust engum sem til hans þekkja á óvart en hann hefur óneitanlega verið á miklu flakki síðustu ár. „Já, það er nú búið að vera flakk á mér um talsvert langt skeið. Ég hef bæði verið á ferðalögum og svo hef ég búið erlendis alveg frá 2003. Fyrst var ég í París í þrjú ár, síðan bjó ég í Berlín en svo er ég núna fluttur með annan fótinn til Los Angeles.“ Tómas segir að það sé nú fyrst og fremst leiklistin sem hafi dregið hann svona víða á þessum tíma og í LA sé hann að fylgja því eftir. „Þar er ég að fara í prufur og svona að vinna með mínum umboðsmanni en ég er kominn með atvinnuleyfi þannig að ég svona ákvað að láta reyna á þetta.“ En er þetta ekki harður heimur? „Jú, jú, þetta er harður heimur,“ tekur Tómas undir er nú engu að síður hinn rólegasti. „En ég kann bara mjög vel við þetta. Maður er búinn að byggja upp ákveðið þol í þessu í gegnum öll þessu ár. Þetta er auðvitað mikið af nei-um og allt það en ég er hættur að taka það inn á mig. Áður fyrr hefði ég kannski verið rosalega spældur að rétt missa af hlutverki en núna lít ég frekar á það sem jákvætt að vera á meðal þeirra sem koma sterklega til greina, þannig að þetta er svona spurning um afstöðu. Ég horfi núna frekar til þess að maður sé að færast nær og það er auðvitað jákvætt. En annars er einhver Hollywood ræma sem er að koma út á næstunni og ég er í henni,“ laumar Tómas út úr sér hinn rólegasti yfir upphefðinni og bætir við: „En ég má bara ekki nefna hana enn sem komið er. Svo eru líka tvær aðrar myndir að koma út á næstunni þar sem ég er með hlutverk og önnur þeirra er íslensk en hin rúmensk. Þannig að það er heilmikið að gerast.“ Tómas segir að það angri hann ekki sem leikara að hoppa á milli þessara tungumála við starfið. „Nei, það er ekkert mál. Ætli að það sé ekki hinn tvítyngdi bakgrunnur minn sem hjálpar til við þetta. Þetta er ekkert sem ég hef sóst eftir heldur má segja að tungumálin hafi bara komið upp í hendurnar á mér. Ég var leiðsögumaður uppi á jökli í sumar og er mikið fyrir að komast út í náttúruna og þar hoppa ég alveg linnulaust á milli tungumála,“ segir Tómas og brosir. Varðandi afmælisdaginn sjálfan þá segir Tómas að hann komi nú til með að fara í undirbúning Perúferðar sem standi fyrir dyrum daginn eftir. „Ég er að fara í þriggja vikna ferðalag með hóp af fólki. Við erum að fara til Perú að labba í fjöllunum. En ég stunda mikið andleg mál og hef verið að læra shamanisma og heilun sem á ættir að rekja til Perú. En ég er ekkert í þessum ofskynjunarlyfjum eins og sumir gera í Perú en ég hef mikinn áhuga á transástandinu og vitundinni þannig að þessi ferð er líka andleg í þeim skilningi. Ég fór þarna 2012 en þetta er land sem kallar mikið á mig. Einu sinni fór ég til Nepal og var að hugleiða í fjöllunum og hef farið í nokkrar svona lengri reisur í gegnum tíðina og yfirleitt er það eitthvað andlega tengt.“ Tómas segir að þetta hafi þróast á einhverjum árum og að í raun tengist þetta líka leiklistinni. „Þetta svona losar um allt sem stendur í vegi fyrir manni og hjálpar mér ótvírætt sem leikara. En fyrst og fremst með því að vera frjáls undan öllu því krumpi sem maður safnar saman í lífinu, það er gott fyrir alla. En til þess að vera leikari þá þarf maður að vera laus við komplexa og frjáls.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. ágúst.
Lífið Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Sjá meira