Júlí var óvænt hlýjasti júlímánuður á jörðinni frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2017 16:44 Frávik hitastigs í júlí 2017 borið saman við miðgildishita áranna 1951-1980. NASA/GISS/GISTEMP Meðalhiti jarðar í júlí jafnaði met yfir heitasta júlímánuð sem mælst hefur samkvæmt athugunum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Metjöfnunin kemur nokkuð á óvart. Ekki er tölfræðilegar marktækur munur á milli meðalhitans í júlí nú og í fyrra. Júlí 2016 hefur fram að þessu verið talinn hlýjasti mánuðurinn frá upphafi mælinga á 19. öld. NASA birti tölur sínar í gær. Alls var hitastigið um 0,83°C hærra en að miðgildi í júlí frá 1951-1980. Það er 0,01°C hlýrra en júlí í fyrra en innan skekkjumarka. Þetta er 384. mánuðurinn í röð þar sem hitastig er ekki lægra en meðaltalið, samkvæmt frétt á vef Weather Channel.Methiti þótt El niño njóti ekki viðFyrstu mánuður ársins í ár hafa mælst þær næsthlýjustu frá upphafi mælinga. Við því hafði verið búist í kjölfar metársins 2016 þegar veðurfyrirbærisins El niño naut við. Óvenjumikil hlýindi einkenna yfirleitt El niño-ár. Því þykir það koma á óvart að júlímánuður hafi jafnað hitamet síðasta árs, jafnvel þó að El nino sé ekki til staðar til að keyra upp hitastigið. Tölur Veðurstofu Japans benda hins vegar til þess að júlí nú hafi veri örlítið svalari en í fyrra, 0,02°C. Bandaríska Haf- og loftslagsrannsóknastofnunin (NOAA) sem gerir einnig athuganir á meðalhita jarðar birtir sínar niðurstöður fyrir júlí á morgun. Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastöðvar NASA sem heldur utan um hitastigsmælingar, sagði á Twitter að 77% líkur væru á því að árið í ár verði það annað hlýjasta frá upphafi mælinga.Prediction for 2017 annual mean in GISTEMP w/Jul data in, 77% chance of a top 2 year. pic.twitter.com/zwZVnEXit3— Gavin Schmidt (@ClimateOfGavin) August 15, 2017 Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Meðalhiti jarðar í júlí jafnaði met yfir heitasta júlímánuð sem mælst hefur samkvæmt athugunum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Metjöfnunin kemur nokkuð á óvart. Ekki er tölfræðilegar marktækur munur á milli meðalhitans í júlí nú og í fyrra. Júlí 2016 hefur fram að þessu verið talinn hlýjasti mánuðurinn frá upphafi mælinga á 19. öld. NASA birti tölur sínar í gær. Alls var hitastigið um 0,83°C hærra en að miðgildi í júlí frá 1951-1980. Það er 0,01°C hlýrra en júlí í fyrra en innan skekkjumarka. Þetta er 384. mánuðurinn í röð þar sem hitastig er ekki lægra en meðaltalið, samkvæmt frétt á vef Weather Channel.Methiti þótt El niño njóti ekki viðFyrstu mánuður ársins í ár hafa mælst þær næsthlýjustu frá upphafi mælinga. Við því hafði verið búist í kjölfar metársins 2016 þegar veðurfyrirbærisins El niño naut við. Óvenjumikil hlýindi einkenna yfirleitt El niño-ár. Því þykir það koma á óvart að júlímánuður hafi jafnað hitamet síðasta árs, jafnvel þó að El nino sé ekki til staðar til að keyra upp hitastigið. Tölur Veðurstofu Japans benda hins vegar til þess að júlí nú hafi veri örlítið svalari en í fyrra, 0,02°C. Bandaríska Haf- og loftslagsrannsóknastofnunin (NOAA) sem gerir einnig athuganir á meðalhita jarðar birtir sínar niðurstöður fyrir júlí á morgun. Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastöðvar NASA sem heldur utan um hitastigsmælingar, sagði á Twitter að 77% líkur væru á því að árið í ár verði það annað hlýjasta frá upphafi mælinga.Prediction for 2017 annual mean in GISTEMP w/Jul data in, 77% chance of a top 2 year. pic.twitter.com/zwZVnEXit3— Gavin Schmidt (@ClimateOfGavin) August 15, 2017
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira