Usain Bolt tognaði í lokahlaupi sínu á HM á frjálsum í kvöld og féll í jörðina á lokasprettinum er Bretar tóku gullverðlaunin á heimavelli.
Var þetta seinasta hlaup Bolt á mótinu en þetta var síðasta mót þessa ótrúlega íþróttamanns sem hefur unnið öll þau gullverðlaun sem í boði eru í spretthlaupi, þ.á.m. ellefu gullverðlaun á HM í frjálsum ásamt átta gullverðlaunum á ÓL.
Sveit heimamanna byrjaði af krafti og náði strax forskotinu en Omar McLeod frá Jamaíka sem er aðallega í grindarhlaupi fór hægt af stað.
Jamaíkumenn virtust vera búnir að saxa á forskot Breta og Bandaríkjamanna þegar kom að Bolt en hann meiddist þegar stutt var eftir og þurfti að hætta leik.
Breska sveitin bætti eigið met er hún kom í mark á 37,47, rétt á undan bandarísku sveitinni en breska sveitin var tæplega hálfri sekúndu á eftir heimsmeti Jamaíka sem sett var á Ólympíuleikunum í London 2012 er þeir komu í mark á 36.84.
Bolt tognaði í lokahlaupinu er Bretar báru sigur úr býtum

Mest lesið




„Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“
Körfubolti



Hollywood-liðið komið upp í B-deild
Fótbolti


Ármann í úrslit um sæti í efstu deild
Körfubolti

„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“
Íslenski boltinn