Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2017 11:49 Kynþáttahatarar úr Ku Klux Klan voru á meðal þeirra sem komu saman í Charlottesville á dögunum. Vísir/AFP Lögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið tvo hvíta þjóðernissinna, þar á meðal einn liðsmann Ku Klux Klan, og leitar þess þriðja vegna óeirðanna í Charlottesville fyrr í þessum mánuði. Tveir mannanna eru grunaðir um ofbeldisverk í glundroðanum sem ríkti á götum bæjarins þegar hundruð hvítra þjóðernissinna komu saman þar laugardaginn 12. ágúst, að því er segir í frétt New York Times. Þar á meðal eru þeir grunaðir um að hafa barið tvítugan blökkumann í bílageymslu. Myndum af árasinni hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum til þess að hafa uppi á ofbeldismönnunum. Mennirnir sem hafa nú verið handteknir eru 18 og 52 ára gamlir. Sá yngri er ákærður fyrir að hafa valdið líkamstjóni í árásinni en sá eldri er sakaður um vopnalagabrot. Sá hleypti af skoti úr skambyssu í átt að svörtum mótmælanda og er er meðlimur Ku Klux Klan. Þriðja mannsins er leitað vegna aðildar að líkamsárásarinnar í bílageymslunni.Lögreglumenn fylgja Klan-liða fram hjá mótmælendum í Charlottesville.Vísir/AFPLögreglan stóð hjá þegar vopnaður maðurinn hleypti af skotiHvítu þjóðernissinnarnir komu saman í Charlottesville til að mótmæla því að stytta af herforingja gömlu Suðurríkjanna yrði tekin niður. Til harðra átaka kom á milli þeirra og fólks sem mótmælti þeim. Ung kona lést þegar hvítur þjóðernissinni ók á fólk í göngugötu á sama tíma og lögregla reyndi að tvístra mannfjöldanum. Sá maður er í haldi lögreglu sömuleiðis. Lögreglan hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir aðgerðaleysi á meðan óeirðirnar áttu sér stað. Þannig birti New York Times myndband af því þegar annar mannanna sem nú hafa verið handteknir skaut af byssu sinni. Það gerði hann rétt fyrir framan hóp lögreglumanna sem aðhöfðust ekkert. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Dúkur dreginn yfir umdeilda styttu í Charlottesville Styttur af leiðtogum gömlu Suðurríkjanna í Charlottesville eru nú huldar með svörtum dúk eftir mannskæða samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni fyrir tæpum tveimur vikum. 24. ágúst 2017 10:40 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Lögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið tvo hvíta þjóðernissinna, þar á meðal einn liðsmann Ku Klux Klan, og leitar þess þriðja vegna óeirðanna í Charlottesville fyrr í þessum mánuði. Tveir mannanna eru grunaðir um ofbeldisverk í glundroðanum sem ríkti á götum bæjarins þegar hundruð hvítra þjóðernissinna komu saman þar laugardaginn 12. ágúst, að því er segir í frétt New York Times. Þar á meðal eru þeir grunaðir um að hafa barið tvítugan blökkumann í bílageymslu. Myndum af árasinni hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum til þess að hafa uppi á ofbeldismönnunum. Mennirnir sem hafa nú verið handteknir eru 18 og 52 ára gamlir. Sá yngri er ákærður fyrir að hafa valdið líkamstjóni í árásinni en sá eldri er sakaður um vopnalagabrot. Sá hleypti af skoti úr skambyssu í átt að svörtum mótmælanda og er er meðlimur Ku Klux Klan. Þriðja mannsins er leitað vegna aðildar að líkamsárásarinnar í bílageymslunni.Lögreglumenn fylgja Klan-liða fram hjá mótmælendum í Charlottesville.Vísir/AFPLögreglan stóð hjá þegar vopnaður maðurinn hleypti af skotiHvítu þjóðernissinnarnir komu saman í Charlottesville til að mótmæla því að stytta af herforingja gömlu Suðurríkjanna yrði tekin niður. Til harðra átaka kom á milli þeirra og fólks sem mótmælti þeim. Ung kona lést þegar hvítur þjóðernissinni ók á fólk í göngugötu á sama tíma og lögregla reyndi að tvístra mannfjöldanum. Sá maður er í haldi lögreglu sömuleiðis. Lögreglan hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir aðgerðaleysi á meðan óeirðirnar áttu sér stað. Þannig birti New York Times myndband af því þegar annar mannanna sem nú hafa verið handteknir skaut af byssu sinni. Það gerði hann rétt fyrir framan hóp lögreglumanna sem aðhöfðust ekkert.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Dúkur dreginn yfir umdeilda styttu í Charlottesville Styttur af leiðtogum gömlu Suðurríkjanna í Charlottesville eru nú huldar með svörtum dúk eftir mannskæða samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni fyrir tæpum tveimur vikum. 24. ágúst 2017 10:40 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Dúkur dreginn yfir umdeilda styttu í Charlottesville Styttur af leiðtogum gömlu Suðurríkjanna í Charlottesville eru nú huldar með svörtum dúk eftir mannskæða samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni fyrir tæpum tveimur vikum. 24. ágúst 2017 10:40