Þurftu ítrekað að henda unglingum úr yfirgefnu húsi í miðborginni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2017 12:04 Heljarinnar hip hop tónlistarhátíð fór fram á Ingólfstorgi í gær. Vísir/andri marinó Á annað hundrað þúsund manns var í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt þegar mest var í gærkvöldi en dagskráin náði hámarki uppúr klukkan ellefu með glæsilegri flugeldasýningu. Þó nokkur erill var hjá lögreglu og slökkviliði og segir yfirlögregluþjónn að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju. Mikil stemmning og gleði einkenndi Menningarnótt í gær og lék veðrið við hátíðargesti sem sóttu tónlistarviðburði meðal annars í Hljómskálagarðinum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var að aðsókn í miðbæinn jöfn og þétt frá hádegi og fram á kvöld. Lögreglan segir að töluverður erill hafi verið í gærkvöldi og í nótt og segir Ásgeir Þór Ásgeisson, yfirlögregluþjónn, að flest útköllin hafi tengst ölvun. „Þetta gekk bara nokkuð vel. Það var mikið að gera hjá lögreglu á milli klukkan 19 í gærkvöldi og fram að flugeldasýningu,“ segir Ásgeir og bætir við að flest útköllin hafi tengst tónlistarhátið sem fram fór á Ingólfstorgi. Um er að ræða „Hip Hop Hátíð Menningarnætur“. Eitthvað hafi verið um smá pústra en málin að öðru leyti ekki talin alvarleg.Fjölmargir klifruðu upp á hús Seðlabankans til að tryggja sér gott útsýni fyrir flugeldasýninguna.Vísir/Andri marinóKomu sér fyrir í yfirgefinni bygginguMikill fjöldi unglinga sóttu tónleikana á Ingólfstorgi og þurfti lögreglan nokkrum sinnum að rýma yfirgefna byggingu sem stendur við Ingólfstorg þar sem unglingar höfðu komið sér fyrir. Ásgeir segir að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju. „Við vorum með í áætlunum okkar að reyna að hefta þetta með því að fara snemma af stað og hella niður. Það gekk svo sem ágætlega,“ segir Ásgeir. Nokkrir foreldrar hafi þurft að koma og sækja börnin sín. Þegar dagskrá Menningarnætur lauk eftir flugeldasýningu var mikil umferð úr miðborginni og segir Ásgeir hana hafa gengið áfallalaust. „Miðað við þennan geysilega fjölda í miðbænum þá gekk þetta, vægt til orða tekið, mjög vel. Mesti kúfurinn var á svona rúmlega klukkustund og eftir einn og hálfan tíma var þetta komið í eðlilegt skipulag.“Lögregla hafði í nógu að snúast en gaf sér líka tíma til að sinna aðdáendum.Vísir/Andri MarinóFangageymslur fullar Ásgeir segir að flest mál sem komu upp í nótt hafi tengst ölvun eða ástand fólks. Þá séu allar fangageymslur lögreglunnar á Hverifsgötu fullar og þurfti að færa suma í fangaklefa í Hafnarfirði. „En samkvæmt mínum heimildum er ekki um að ræða nein stórmál, fólk er þarna sökum ástands,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá þurfti slökkvilið að sinna 60 sjúkraflutningum í nótt. Varðstjóri segir það heldur meira en á venjulegu laugardagskvöldi. Menningarnótt Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Á annað hundrað þúsund manns var í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt þegar mest var í gærkvöldi en dagskráin náði hámarki uppúr klukkan ellefu með glæsilegri flugeldasýningu. Þó nokkur erill var hjá lögreglu og slökkviliði og segir yfirlögregluþjónn að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju. Mikil stemmning og gleði einkenndi Menningarnótt í gær og lék veðrið við hátíðargesti sem sóttu tónlistarviðburði meðal annars í Hljómskálagarðinum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var að aðsókn í miðbæinn jöfn og þétt frá hádegi og fram á kvöld. Lögreglan segir að töluverður erill hafi verið í gærkvöldi og í nótt og segir Ásgeir Þór Ásgeisson, yfirlögregluþjónn, að flest útköllin hafi tengst ölvun. „Þetta gekk bara nokkuð vel. Það var mikið að gera hjá lögreglu á milli klukkan 19 í gærkvöldi og fram að flugeldasýningu,“ segir Ásgeir og bætir við að flest útköllin hafi tengst tónlistarhátið sem fram fór á Ingólfstorgi. Um er að ræða „Hip Hop Hátíð Menningarnætur“. Eitthvað hafi verið um smá pústra en málin að öðru leyti ekki talin alvarleg.Fjölmargir klifruðu upp á hús Seðlabankans til að tryggja sér gott útsýni fyrir flugeldasýninguna.Vísir/Andri marinóKomu sér fyrir í yfirgefinni bygginguMikill fjöldi unglinga sóttu tónleikana á Ingólfstorgi og þurfti lögreglan nokkrum sinnum að rýma yfirgefna byggingu sem stendur við Ingólfstorg þar sem unglingar höfðu komið sér fyrir. Ásgeir segir að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju. „Við vorum með í áætlunum okkar að reyna að hefta þetta með því að fara snemma af stað og hella niður. Það gekk svo sem ágætlega,“ segir Ásgeir. Nokkrir foreldrar hafi þurft að koma og sækja börnin sín. Þegar dagskrá Menningarnætur lauk eftir flugeldasýningu var mikil umferð úr miðborginni og segir Ásgeir hana hafa gengið áfallalaust. „Miðað við þennan geysilega fjölda í miðbænum þá gekk þetta, vægt til orða tekið, mjög vel. Mesti kúfurinn var á svona rúmlega klukkustund og eftir einn og hálfan tíma var þetta komið í eðlilegt skipulag.“Lögregla hafði í nógu að snúast en gaf sér líka tíma til að sinna aðdáendum.Vísir/Andri MarinóFangageymslur fullar Ásgeir segir að flest mál sem komu upp í nótt hafi tengst ölvun eða ástand fólks. Þá séu allar fangageymslur lögreglunnar á Hverifsgötu fullar og þurfti að færa suma í fangaklefa í Hafnarfirði. „En samkvæmt mínum heimildum er ekki um að ræða nein stórmál, fólk er þarna sökum ástands,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá þurfti slökkvilið að sinna 60 sjúkraflutningum í nótt. Varðstjóri segir það heldur meira en á venjulegu laugardagskvöldi.
Menningarnótt Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira